Þekkja engin dæmi um að lögheimilisskráning stöðvi fasteignasölu Hvorki formaður Félags fasteignasala né deildarstjóri hjá Þjóðskrá kannast við dæmi um að sala á fasteignum strandi á því að óviðkomandi einstaklingar séu skráðir með lögheimili í þeim. Eigendum fasteigna hefur verið auðveldað að tilkynna um tilefnislausar skráningar. 24.7.2024 10:51
Aðeins fjórðungur Breta vill vera utan ESB Nú átta árum eftir að meirihluti Breta greiddi atkvæði með því að ganga úr Evrópusambandinu segist aðeins fjórðungur telja að Bretland eigi að standa utan sambandsins. Hlutfallið hefur ekki verið lægra frá þjóðatkvæðagreiðslunni. 12.6.2024 15:41
Reyna að mynda bandalög fyrir skyndikosningar í Frakklandi Emmanuel Macron, forseti Frakklands, biðlar til annarra flokka á miðjunni um að mynda bandalag gegn hægriöfgaflokkum í þingkosningum sem hann boðaði til eftir Evrópuþingskosningar um helgina. Bandalag við hægriöfgamenn veldur á sama tíma sundrungu á meðal íhaldsmanna. 12.6.2024 14:44
Óvíst með afdrif vopnahléstillögunnar Ísraelskir og bandarískir ráðamenn fara enn yfir viðbrögð Hamas-samtakanna við vopnahléstillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í vikunni. Samtökin leggja til breytingar sem eru ólíklegar til að falla í kramið hjá ísraelskum stjórnvöldum. 12.6.2024 12:43
Frederiksen enn ekki með sjálfri sér eftir árásina Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, segist enn ekki með sjálfri sér eftir að karlmaður réðst á hana í Kaupmannahöfn á föstudag. Hún er sannfærð um að maðurinn hafi ráðist á sig sem forsætisráðherra og árásin hafi þannig í raun verið á alla Dani. 12.6.2024 10:52
Íhuga að virða tímamótadóm að vettugi Neðri deild svissneska þingsins greiðir atkvæði um tillögu um að stjórnvöld hunsi tímamótadóm Mannréttindadómstóls Evrópu um að þau yrðu að gera meira til þess að draga úr hnatttrænni hlýnun. Þingmenn saka dómstólinn um inngrip í innri málefni landsins. 12.6.2024 10:17
Biden virðir sakadóminn yfir syni sínum Joe Biden Bandaríkjaforseti segist ætla að virða niðurstöðu kviðdóms sem sakfelldi Hunter son hans fyrir skotvopnalagabrot í gær. Hunter Biden gæti jafnvel átt yfir höfði sér fangelsisdóm. 12.6.2024 09:01
Stilla upp harðlínumönnum til að fylla skarð Raisi Flestir sex frambjóðenda sem hlutu náð fyrir augum nefndar sem metur forsetaframbjóðendur í Íran eru íslamskir harðlínumenn. Fyrrverandi samningamaður í kjarnorkumálum er talinn líklegur eftirmaður Ebrahims Raisi sem fórst í þyrluslysi. 12.6.2024 07:00
Bananarisi ábyrgur fyrir morðum kólumbískrar dauðasveitar Fjölþjóðaávaxtafyrirtækið Chiquita þarf að greiða fjölskyldum fólks sem var myrt af vopnaðri sveit manna í Kólumbíu tugi milljóna dollara eftir að bandarískur dómstóll dæmdi það bótaskylt fyrir að hafa fjármagnað sveitina. 11.6.2024 15:41
Umdeildur dómari vill trúræknari Bandaríki Bandaríski hæstaréttardómarinn Samuel Alito heyrist taka undir að Bandaríkin ættu að verða trúræknari og velta vöngum um að pólitískar málamiðlanir séu ómögulegar á leynilegri upptöku sem var gerð opinber. Dómarinn og kona hans hafa sætt gagnrýni fyrir fána sem var flaggað heima hjá þeim eftir árásina á bandaríska þinghúsið. 11.6.2024 14:01