Segist aldrei hafa skoðað í poka sem innihélt sextán milljónir Maður á fimmtugsaldri sem er ákærður fyrir peningaþvætti í tengslum við umfangsmikið fíkniefnamál, Sólheimajökulsmálið svokallaða, kannast við að hafa geymt hluti fyrir vin sinn sem er ákærður fyrir skipulagða brotastarfsemi í málinu. 29.10.2024 15:01
„Ég veit ekki af hverju hann segir ósatt“ Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiklu fíkniefnamáli, gaf skýrslu í annað sinn á tveimur dögum í aðalmeðferð Sólheimajökulsmálsins svokallaða. Áætlað er að hann muni gefa skýrslu aftur. 29.10.2024 13:01
„Það var annað hvort þetta eða vændi“ Mæðgur sem eru sakborningar í umfangsmiklu fíkniefnamáli báru vitni fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Móðirin, sem er á sjötugsaldri, er grunuð um að hafa haft umtalsvert magn fíkniefna á heimili sínu í Reykjavík. Dóttirin, sem er á fertugsaldri, er ákærð fyrir að hafa staðið í umfangsmikilli skipulagðri brotastarfsemi. 28.10.2024 16:41
„Er það ekki það sem fíkniefnasali gerir? Selur fíkniefni?“ Skýrslutökur í aðalmeðferð umfangsmikils fíkniefnamáls sem hefur farið fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag hefur einkennst af því að sakborningar neiti sök hvað varðar meint brot sem varða skipulagða brotastarfsemi. Þá neita þeir að tjá sig út í ýmis gögn í lögregluskýrslum. 28.10.2024 14:21
Falla tímabundið frá ákæru fyrir tilraun til manndráps Héraðssaksóknari féll í morgun tímabundið frá ákæru um tilraun til manndráps sem átti að vera tekin fyrir í stóra fíkniefnamálinu svokallaða. Ákæran er á hendur einum af hinum grunuðu sem var gefið að sök að taka mann kyrkingartaki í sjö mínútur. Meint tilraun til manndráps tengist málinu ekki að öðru leyti. 28.10.2024 10:51
„Getum við verið sammála um að vera ósammála?“ „Ég veit ekki alveg hvað ég á að segja með þetta. Ég allavega neita sök í þessu og hef ekki vitneskju um þessi fíkniefni,“ sagði Jón Ingi Sveinsson, grunaður höfuðpaur í umfangsmiku fíkniefnamáli, í upphafi aðalmeðferðar málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 28.10.2024 10:30
Voru að ganga yfir á grænu gönguljósi þegar ekið var á þær Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur rætt við vitni að árekstri þar sem bíl var ekið á tvær gangandi konur á Kringlumýrarbraut við gönguljós við gatnamótin við Hamrahlíð síðastliðinn mánudag. 26.10.2024 09:01
Ákærður fyrir ítrekuð brot gegn nákomnu stúlkubarni Karlmaður hefur verið ákærður fyrir ítrekuð kynferðisbrot, þar á meðal nauðganir, gegn stúlkubarni. Hann er sagður hafa ógnað lífi, heilsu og velferð stúlkunnar á alvarlegan hátt með háttsemi sinni. 25.10.2024 20:25
Hvaða stjórnmálaleiðtogi væri besti drykkjufélaginn? Flestir myndu vilja fá sér drykk með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, af formönnum stjórnmálaflokkanna. Næst flestir myndu vilja drekka með Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins. Þó myndu enn fleiri ekki vilja drekka með neinum af stjórnmálaleiðtogunum. 25.10.2024 17:02
Hlaut dóm fyrir að ráðast á móðurina tveimur árum fyrir andlátið Karlmaður á fertugsaldri sem er í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á andláti móður hans hlaut dóm fyrir tveimur árum vegna ofbeldis í garð móðurinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu fór hann úr fangelsi í haust, en þá hafði hann lokið afplánun. Hann hafði setið inni í fangelsi allan afplánunartímann. 25.10.2024 12:57