Ritstjóri

Hörður Ægisson

Hörður er ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Röng og „til­efnis­laus að­dróttun“ að SKE hafi verið blekkt til sátta­viðræðna

Það er „einfaldlega óumdeild staðreynd“ að markaður fyrir flutningstöp hefur aldrei áður verið skilgreindur hér á landi, að sögn Landsvirkjunar, og ekkert í innanhúsgögnum fyrirtækisins gaf „minnsta tilefni“ til að sjá fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi álíta kaup Landsnets sem sérstakan markað. Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta orkufyrirtækið vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum en í bréfi lögmanns þess segir að ályktanir eftirlitsins um að Landsvirkjun hafi af ásetningu brotið gegn banni við markaðsráðandi stöðu vera „einstaklega ámælisverðar.“

Stoðir horfa til skráningar í lok ársins og gætu sótt sér allt að 15 milljarða

Eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins skoðar nú þann möguleika ef aðstæður reynast hagfelldar að ráðast í skráningu í Kauphöllina innan fárra vikna en áform Stoða gera þá ráð fyrir að sækja sér á annan tug milljarða í aukið hlutafé frá nýjum fjárfestum. Búið er að ganga frá ráðningu á fjórum fjármálafyrirtækjum til að vera Stoðum til ráðgjafar við þá vinnu.

Hækkun veiði­gjalda mun setja „tölu­verða pressu“ á fram­legðar­hlut­fall Brims

Áhrifin af hækkun veiðigjalda munu þýða að EBITDA-hlutfall Brims lækkar nokkuð á komandi árum og nálgast um fimmtán prósent, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu á félaginu, en líklegt er að stjórnendum takist smám saman að snúa við þeirri þróun með markvissum hagræðingaraðgerðum. Með auknum veiðigjöldum, hækkandi kolefnissköttum og skerðingum í aflamarkaði þá kæmi ekki á óvart ef eldri og óhagkvæmari skipum yrði lagt innan fárra ára.

Sjá meira