Mæla með markaðsleyfi í Evrópu fyrir tvær nýjar hliðstæður frá Alvotech Lyfjastofnun Evrópu hefur ákveðið að mæla með því að veita markaðsleyfi fyrir tvær fyrirhugaðar líftæknilyfjahliðstæður sem Alvotech hefur þróað og framleitt. 22.9.2025 10:59
Röng og „tilefnislaus aðdróttun“ að SKE hafi verið blekkt til sáttaviðræðna Það er „einfaldlega óumdeild staðreynd“ að markaður fyrir flutningstöp hefur aldrei áður verið skilgreindur hér á landi, að sögn Landsvirkjunar, og ekkert í innanhúsgögnum fyrirtækisins gaf „minnsta tilefni“ til að sjá fyrir að Samkeppniseftirlitið myndi álíta kaup Landsnets sem sérstakan markað. Landsvirkjun hefur kært ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sekta orkufyrirtækið vegna „alvarlegra brota“ á samkeppnislögum en í bréfi lögmanns þess segir að ályktanir eftirlitsins um að Landsvirkjun hafi af ásetningu brotið gegn banni við markaðsráðandi stöðu vera „einstaklega ámælisverðar.“ 21.9.2025 12:53
Ávöxtun á íslenska markaðinum síðustu ár verið undir áhættulausum vöxtum Ef litið er til gengisþróunar Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar frá árslokum 2019 þá hefur íslenski markaðurinn setið verulega eftir í samanburði við helstu hlutabréfavísitölur beggja vegna Atlantshafsins og ávöxtunin jafnvel verið undir áhættulausum vöxtum á tímabilinu. 18.9.2025 11:30
Hrókeringar hjá bönkunum og Sverrir tekur við veltubók ISB Íslandsbanki hefur gengið frá ráðningu á nýjum forstöðumanni veltubókar bankans, sem kemur frá Landsbankanum, en Ármann Einarsson hefur stýrt því sviði undanfarin ár. 17.9.2025 12:10
Rekstrarkostnaður Ljósleiðarans hækkaði þegar leiðrétt er fyrir eignfærslu launa Þegar leiðrétt er fyrir eignfærslu á launakostnaði, sem hækkaði á milli ára þrátt fyrir fækkun ársverka og verulegs samdráttar í fjárfestingu, þá jukust raunveruleg rekstrargjöld Ljósleiðarans á fyrri árshelmingi 2025, ólíkt því sem mátti skilja af nýlegum árshlutareikningi. 16.9.2025 16:56
Stoðir horfa til skráningar í lok ársins og gætu sótt sér allt að 15 milljarða Eitt umsvifamesta fjárfestingafélag landsins skoðar nú þann möguleika ef aðstæður reynast hagfelldar að ráðast í skráningu í Kauphöllina innan fárra vikna en áform Stoða gera þá ráð fyrir að sækja sér á annan tug milljarða í aukið hlutafé frá nýjum fjárfestum. Búið er að ganga frá ráðningu á fjórum fjármálafyrirtækjum til að vera Stoðum til ráðgjafar við þá vinnu. 16.9.2025 11:49
Hækkun veiðigjalda mun setja „töluverða pressu“ á framlegðarhlutfall Brims Áhrifin af hækkun veiðigjalda munu þýða að EBITDA-hlutfall Brims lækkar nokkuð á komandi árum og nálgast um fimmtán prósent, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu á félaginu, en líklegt er að stjórnendum takist smám saman að snúa við þeirri þróun með markvissum hagræðingaraðgerðum. Með auknum veiðigjöldum, hækkandi kolefnissköttum og skerðingum í aflamarkaði þá kæmi ekki á óvart ef eldri og óhagkvæmari skipum yrði lagt innan fárra ára. 15.9.2025 17:07
Árni Páll verður áfram í stjórn ESA Árni Páll Árnason, fyrrverandi ráðherra og formaður Samfylkingarinnar, mun fá annað fjögurra ára tímabil í stjórn ESA, eftirlitsstofnunar EFTA. 15.9.2025 11:33
Sjá fram á meiri arðsemi af nýjum verkefnum Reita og mæla með kaupum Nýjar fjárfestingar eru að skila Reitum auknum tekjum og útlit er fyrir meiri framtíðarvöxt á næstu árum en áður var ráðgert, samkvæmt nýrri greiningu, og fjárfestum er ráðlagt að bæta við sig í fasteignafélaginu. 14.9.2025 12:32
„Íslandsbanki þarf að ná fram frekara kostnaðarhagræði á næstum árum“ Á næstu árum þarf Íslandsbanki að ná fram meira kostnaðarhagræði í rekstrinum en hækkun á verðbólgu á öðrum fjórðungi hafði umtalsverð jákvæð áhrif á afkomu bankans. Samkvæmt nýrri greiningu er verðlagning Íslandsbanka í „lægri kanti“ á markaði. 13.9.2025 12:50