Ný þjónustumiðstöð opnuð við Landeyjahafnarafleggjarann Ný þjónustumiðstöð verður opnuð við Landeyjahafnarafleggjarann nú um helgina. Um er að ræða fyrstu þjónustumiðstöðina sem er opnuð undir nafninu Laufey Welcome Center en stefnt er að neti miðstöðva um allt land. 2.8.2024 10:52
550 handteknir í tengslum við ólöglegan klámhring á Taívan Lögregluyfirvöld á Taílandi hafa ráðist gegn stærsta ólöglega klámhring sem vitað er um í landinu. Um 550 manns voru handteknir í tengslum við málið, sem varðar deilingar á barnaníðsefni og myndskeiðum af konum sem voru tekin án samþykkis þeirra. 2.8.2024 08:53
Lést af völdum sprengju sem var falin fyrir tveimur mánuðum Sprengjan sem varð Ismail Haniyeh að bana var smyglað inn á gestaíbúð þar sem hann dvaldi fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan. Hún var sett af stað úr fjarlægð þegar staðfesting fékkst á því að Haniyeh væri í íbúðinni. 2.8.2024 08:08
Leiðtogi Hezbollah boðar „nýjan fasa“ eftir að farið var yfir „rauðar línur“ Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, flutti ávarp í gær þar sem hann sagði að skærur samtakanna og Ísrael væru í „nýjum fasa“. Óvinurinn mætti nú eiga von á „óumflýjanlegum viðbrögðum“ þar sem hann hefði farið yfir „rauðar línur“. 2.8.2024 06:59
Blinken segir González réttkjörinn forseta en Maduro situr sem fastast Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir sönnunargögn sýna að Edmundo González hafi borið sigur úr býtum í forsetakosningunum í Venesúela gegn Nicolás Maduro, sitjandi forseta. 2.8.2024 06:36
Keppendur Ísrael fengu hótanir um endurtekningu á 1972 Fyrrverandi yfirmaður öryggismála Ólympíusveitar Ísrael hjá öryggisstofnuninni Shin Bet, segir að auka ætti öryggi keppenda landsins á Ólympíuleikunum í París í kjölfar árásar Hezbollah á þorp í Gólan-hæðum um helgina og aukinnar spennu á svæðinu. 1.8.2024 12:22
Segja hægt að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi Alzheimers tilvika Hægt er að koma í veg fyrir eða seinka um helmingi allra Alzheimers-tilvika með því að varast fjórtán áhættuþætti, að sögn helstu sérfræðinga heims í sjúkdómnum. 1.8.2024 10:54
Viðvörun gefin út vegna úlfs sem beit stúlku og drap púðluhund Yfirvöld í Hollandi hafa gefið út viðvörun til fólks með ung börn um að heimsækja ekki skóglendi nærri þorpinu Austerlitz, um það bil 16 kílómetra austur af Utrecht. 1.8.2024 08:04
Samkomulag í höfn við höfuðpaura hryðjuverkaárásanna 11. september Þrír menn sem eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásirnar 11. september 2001 hafa náð samkomulagi við yfirvöld í Bandaríkjunum um að játa aðkomu sína gegn því að verða ekki dæmdir til dauða. 1.8.2024 07:22
Sagði Harris nýlega „orðna svarta“ Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti og núverandi forsetaefni Repúblikanaflokksins, fór mikinn á viðburði Samtaka svartra blaðamanna (NABJ) í gær og sagði meðal annars að Kamala Harris hefði aðeins „orðið svört“ fyrir nokkrum árum. 1.8.2024 06:55