Lítil virðisrýrnun hjá bönkum er áhyggjuefni en ekki „eitthvað til að gleðjast yfir“ Óeðlilega lítil virðisrýrnun í bankakerfinu síðastliðna tólf mánuði er „frekar áhyggjuefni en eitthvað til að gleðjast yfir“. Áhrif stýrivaxta koma síðast fram í vanskilum og því sé þessi þróun til marks um ójafnvægi og ofþenslu í hagkerfinu. „Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans síðastliðin þrjú ár hafi ekki verið að bíta nægjanlega fast,“ segir í hlutabréfagreiningu. 28.8.2024 13:47
Ólíklegt að stórir hluthafar samþykki yfirtökutilboð í Eik Stjórnandi lífeyrissjóðs telur ólíklegt að hluthafar Eikar muni almennt samþykkja fyrirhugað yfirtökutilboð í fasteignafélagið miðað við núverandi tilboðsgengi. Mögulega takist Langasjó að eignast yfir 34 prósenta hlut og við það verði fjárfestingafélagið að samþykkja allar stærri ákvarðanir á vettvangi hluthafa Eikar til að þær fái brautargengi. Verðbréfamiðlari spyr hvers vegna hluthafar ættu að samþykkja tilboð á svipuðu gengi sem Langisjór hafi í reynd hafnað fyrir skömmu. 27.8.2024 11:56
Reitir munu fjárfesta fyrir hærri fjárhæðir í ár en vænst var Búast má við að Reitir fjárfesti fyrir hærri fjárhæðir en gert var ráð fyrir í ár. Forstjóri fasteignafélagsins benti á að þegar hafi verið fjárfest fyrir níu milljarða af þeim ellefu sem miðað var við. „Það hefur gengið vel að fá góðar eignir,“ að hans sögn, og haldið verði áfram á sömu braut. 23.8.2024 17:09
Langisjór er með tólf milljarða stöðu í Eik og mun gera yfirtökutilboð Langisjór, sem meðal annars á leigufélagið Ölmu, Mata og sælgætisgerðina Freyju, mun gera yfirtökutilboð í fasteignafélagið Eik eftir að hafa eignast ríflega 30 prósenta hlut í fasteignafélaginu. Við það myndast yfirtökuskylda lögum samkvæmt. Markaðsvirði hlutarins er um tólf milljaðar króna. 23.8.2024 15:24
Greining Analytica sögð ónothæf til að meta tjón af meintu samráði skipafélaga Hagrannsóknir, ráðgjafafyrirtæki leitt er af hagfræðingunum Birgi Þór Runólfssyni og Ragnari Árnasyni, telja að vankantar minnisblaðs Analytica um tjón vegna meints samráðs skipafélaganna Eimskips og Samskipa séu svo alvarlegir að það sé ónothæft. „Okkur finnst það mjög alvarlegt,“ segir forstjóri Eimskips. „Það var ekki lítið lagt upp úr því hjá verkkaupa að koma minnisblaði Analytica sem víðast.“ 22.8.2024 15:00
Tap kísilversins á Bakka jókst verulega og nam tólf milljörðum fyrir skatta Tap kísilvers PCC á Bakka jókst verulega í fyrra, nam nærri tólf milljörðum króna fyrir skatta, samhliða fallandi tekjum. Verksmiðjan hefur verið rekin á fullum afköstum frá ársbyrjun 2024 sem hefur þýtt umbætur í rekstrinum og framleiðsla verksmiðjunnar farið yfir uppgefna framleiðslugetu. Staða félagsins er því sögð hafa batnað umtalsvert. 20.8.2024 15:54
Play ætti að geta hækkað verð Play ætti að hafa meira svigrúm til að hækka verð vegna minna framboðs flugferða til Íslands og minni áherslu á flug yfir Atlantshafið á seinni hluta ársins, segir í hlutabréfagreiningu þar sem flugfélagið er verðmetið í takt við markaðsgengi. Sami hlutabréfagreinandi verðmetur Icelandair langt yfir markaðsverði. 19.8.2024 17:53
Mun umfangsmeiri endurskoðun á tölum um kortaveltu en búist var við Endurskoðun Seðlabanka Íslands á tölum um kortaveltu frá upphafi árs 2023 var mun umfangsmeiri en Greining Arion banka vænti. Á öðrum ársfjórðungi þessa árs var kortavelta um 6,1 prósent meiri en áður var talið og staða ferðaþjónustu virðist því betri en reiknað var með. „Yfir sumarmánuðina mælist neysla á hvern ferðamann nú meiri en í fyrra.“ 19.8.2024 11:49
Búist við endurteknu efni við ákvörðun stýrivaxta Útilokað er að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands þyki forsvaranlegt að lækka stýrivexti næstkomandi miðvikudag. Verðbólga hefur hækkað um þrjár kommur frá síðustu vaxtaákvörðun. Aðalhagfræðingur Kviku banka vekur athygli á að hægt hefur á hjöðnun undirliggjandi verðbólgu og verðbólguvæntingar hafa lítið breyst frá síðustu stýrivaxtaákvörðun. 16.8.2024 17:13
Geti hamlað aðkomu einkaaðila að upplýsingatækni hjá ríkinu Ekki er útilokað að heimild í drögum að frumvarpi til laga um skipan upplýsingatækni í ríkisrekstri geti hamlað aðkomu einkaaðila almennt að upplýsingatækni í rekstri ríkisins, segja Samtök iðnaðarins. 15.8.2024 14:49
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent