

Frosti Logason
Nýjustu greinar eftir höfund

„Búinn að vera að pota í hann á LinkedIn alla daga í fimm ár“
Sigurður Ásgeir Árnason er framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins OverTune sem hefur verið að vekja athygli í viðskiptalífinu á Íslandi fyrir hraðan vöxt og spennandi nýsköpun en fyrirtækið hefur að undanförnu verið að laða að sér stóra fjárfesta víðs vegar að úr heiminum.

Ekkert stoltur af ísbjarnardrápinu
Stefán Hrafn Magnússon hefur lifað alveg hreint ævintýralegu lífi. Hann hefur síðastliðin þrjátíu og fimm ár verið hreindýrabóndi á jörðinni Isortoq á Suður-Grænlandi þar sem hinn mikli Grænlandsjökull blasir við í bakgarðinum heima hjá honum.

„Stærsta sorg sem ég hef lent í“
Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni.

„Maður er sjálfur ákveðið vörumerki“
Hlynur M. Jónsson er fasteignamiðlari og áhrifavaldur sem vakið hefur verðskuldaða athygli fyrir líflegar kynningar sínar á því lúxuslífi sem miðjarðarhafseyjan Kýpur býður upp á, en þar hefur Hlynur verið búsettur undanfarin ár þar sem hann hefur starfað sem alþjóðlegur sölufulltrúi fasteigna.

Erfitt að horfa á son sinn bíða heima lífshættulega veikur
Harpa Henrysdóttir er kennari á Ísafirði sem nýverið greindi opinberlega frá þeim nöturlegu aðstæðum sem þrettán ára sonur hennar stendur frammi fyrir.

Segir banamann sonar síns ljúga í bók um málið: „Það er bara engin iðrun í hans orðum“
Þorbjörg Finnbogadóttir er móðir sem hefur upplifað eitthvað það hræðilegasta sem nokkurt foreldri getur lent í á lífsleiðinni. Hún missti barnið sitt, soninn Magnús Frey Sveinbjörnsson, þegar ráðist var á hann með fólskulegum hætti fyrir utan skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í sumarbyrjun árið 2002.

„Þegar systir mín dó þá var þetta mín leið“
Tónlistarmanninn Kristján Kristjánsson, eða KK, þarf vart að kynna, en hann hefur yljað þjóðinni með tónlist sinni og nærveru í um það bil þrjátíu ár.

„Dauðinn var orðinn rosalega vingjarnlegur“
Tryggvi Rafnsson er leikari sem á undanförnum árum hefur unnið mikið sem skemmtikraftur og veislustjóri og vakti hann til að mynda mikla athygli þegar hann lék forseta Íslands í áramótaskaupinu fyrir nokkrum árum.

„Ósjaldan sem siðblindan lætur á sér kræla“
Rannveig Borg Sigurðardóttir er lögfræðingur sem býr og starfar í Sviss en hún hefur verið að vekja athygli hér á landi undanfarnar vikur fyrir sína fyrstu skáldsögu, Fíkn en bókin hefur verið að fá rífandi góðar viðtökur sérstaklega á hljóðbókaveitunni Storytel.

Lífi átta mánaða drengs bjargað á elleftu stundu: „Þú getur aldrei endurgoldið þetta“
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku sögðum við frá ótrúlegri batasögu hins 8 mánaða Elds Elís sem gekkst undir lifrarskiptaaðgerð nú í lok sumars á sjúkrahúsi í Gautaborg en í raun má segja að aðgerðin og aðdragandinn að henni hafi verið kraftaverki líkust.