Tuttugu og tveir fundust látnir en lítið er vitað um orsök Tuttugu og tveir einstaklingar á aldrinum 18 til 20 ára fundust látnir á vinsælli krá í borginni Austur London í Suður-Afríku. 26.6.2022 10:49
Loðfílskálfur fannst í sífrera í Júkon Námumenn sem voru við störf í Júkon í Kanada fundu fornleifar loðfílskálfs þegar þeir grófu í gegnum sífrera nú á þriðjudag. Loðfílskálfurinn er talinn hafa frosið á ísöld fyrir meira en 30.000 árum síðan. 26.6.2022 09:52
Lofa starfsfólki að þau muni greiða fyrir þungunarrof Fjöldi bandarískra fyrirtækja býðst nú til þess að greiða fyrir ferðakostnað starfsmanna sem þurfi að sækja sér þungunarrofsþjónustu utan eigin ríkismarka. 24.6.2022 23:59
Betra sé að bjarga hvölum en planta trjám Stórir hvalir taka til sín um það bil 33 tonn kolefnis hver yfir ævina á meðan hvert tré getur ekki tekið til sín meira en 48 pund af kolefni á ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem birt var af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. 24.6.2022 23:36
Neyðarsendir franskra ferðamanna fór í gang Um klukkan 16:00 í dag barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning frá franskri neyðarþjónustu um að neyðarsendir sem væri í vöktun hjá þeim hefði farið í gang. Að sögn neyðarþjónustunnar var neyðarsendirinn staðsettur á hálendinu norðan Vatnajökuls. 24.6.2022 22:45
Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. 24.6.2022 21:30
Óvissa um örlög 690 íbúða vegna Reykjavíkurflugvallar Innviðaráðuneytið segir uppbyggingu 690 íbúða við nýjan Skerjafjörð og framkvæmdir vegna þeirra ógna rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar. 24.6.2022 20:15
Zelensky ávarpar gesti Glastonbury Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu ávarpaði gesti Glastonbury fyrr í dag. Zelensky birtist í formi upptöku áður en hljómsveitin The Libertines hóf flutning sinn. Hann hvatti áhorfendur til þess að beita stjórnmálafólk þrýstingi. 24.6.2022 19:11
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Réttur bandarískra kvenna til þungunarrofs var felldur úr gildi í dag með sögulegri niðurstöðu Hæstarétts Bandaríkjanna sem sneri við fimmtíu ára gömlu dómafordæmi Roe gegn Wade. 24.6.2022 18:01
Biden segir þetta sorglegan dag fyrir bandarísku þjóðina Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína rétt í þessu vegna ákvörðunar Hæstaréttar um að hafna rétti kvenna til þungunarrofs. Hann segir daginn vera sorglegan fyrir Hæstarétt og þjóðina alla. 24.6.2022 17:30