Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Fjölskylda Alexei Navalní, sem lést í gær, krefst þess að fá lík hans afhent. Blóm, kerti og aðrir minnisvarðar um Navalní voru fjarlægðir í Rússlandi í gær og hundrað mótmælendur handteknir.

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Íslendingur sem Interpol lýsir eftir er ekki talinn hættulegur en tengist einu stærsta fíkniefnamáli Íslandssögunnar. Lögreglan veit ekki hvar í heiminum hann er staddur og vill ekki gefa upp hvernig hann tengist málinu nákvæmlega.

Kanna­bis geri honum kleift að hreyfa sig

Karlmaður sem er með stanslausa verki vegna ólæknandi taugasjúkdóma biðlar til stjórnvalda að líta á kannabis í lækningaskyni með opnum huga. Jurtin geri honum kleift að hreyfa sig um á daginn þar sem önnur lyf virki ekki.

Deilunni um litla rauða límmiðann lokið vegna tíma­móta

Norrænni deilu um hvort taka eigi lítinn rauðan límmiða af iittala glösum verður brátt lokið því rauðu miðarnir eru á undanhaldi. Finnski risinn hefur breytt allri hönnun á þessu rótgróna vörumerki og segir hönnunarstjóri á Íslandi, ákvörðunina djafra. 

Ætla að sækja fleiri fjöl­skyldur frá Gasa

Þrjár íslenskar konur sem sóttu í gær fjölskyldu, með dvalarleyfi á Íslandi, og fluttu frá Gasasvæðinu og yfir til Egyptalands ætla að halda áfram að bjarga börnum af svæðinu á meðan íslensk stjórnvöld funda um ástandið. Solaris samtökin hafa efnt til söfnunar til að koma fólki frá svæðinu.

Kvosin í mið­bænum verður göngusvæði og bíla­stæðin fara

Kvosin í Reykjavík verður að heildstæðu göngusvæði og verða bílastæði sem nú eru á svæðinu því tekin. Borgarfulltrúi segir breytinguna verða mikla lyftistöng fyrir staðinn þar sem áhersla verður lögð á gróður, lýsingu og fjölskylduvænt rými. 

Fékk SMS í tæka tíð og þarf að kaupa hund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni og dóttur í Kryddsíldinni og kaupa hund á heimilið þar sem þær stóðu við sinn hluta áskorunar. Hann segist örlítið móðgaður yfir því hvað SMS barst seint frá mæðgunum sem er til marks um að þær hafi ekki horft á þáttinn.

Sjá meira