Enn eitt banaslysið í Brúará, landvinningar lúsmýs og þungarokkshátíð Erlendur ferðamaður, kona á fertugsaldri, sem féll í Brúará í gær var úrskurðuð látin á vettvangi. Um er að ræða þriðja banaslysið í Brúará á aðeins nokkrum árum. Í hádegisfréttum Bylgjunnar verður rætt við sveitarstjóra Bláskógabyggðar sem segir þetta mikið áhyggjuefni, mikilvægt sé að yfirfara öryggismál við ána sem sé á landi í einkaeigu. 7.6.2025 11:57
Launahækkanir ráðamanna og rifrildi Trumps og Musks í hádegisfréttum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra segir að launahækkun æðstu ráðamanna muni ganga í gegn um næstu mánaðamót. Rætt verður við Kristrúnu í hádegisfréttum Bylgjunnar en hún kveðst skilja gremju fólks vegna mikilla launahækkana. 6.6.2025 11:38
Eldar loguðu í Kænugarði eftir umfangsmiklar árásir Rússa Rússar gerðu umfangsmiklar árásir á Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, og víðar um landið í gærkvöldi og í nótt. Borgarstjóri í Kænugarði segir fjóra vera látna eftir dróna- og skotflaugaárásir í höfuðborginni, og tuttugu til viðbótar séu særðir. Þar af liggja sextán á sjúkrahúsi. 6.6.2025 06:48
„Köngulóarvefur“ sem skrifað verður um í sögubókum Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði Úkraínuher gera allt til að láta Rússa finna fyrir þörf til að enda stríðið. Úkraínuher gerði umfangsmiklar árásir á nokkra herflugvelli Rússa í dag. Forsetinn segist yfir sig ánægður með aðgerðina. 1.6.2025 18:36
Sögulegur „köngulóavefur“, troðningur á tónleikum og stemning á degi sjómanna Fimmtán manns þurftu að leita á bráðamóttökuna eftir tónleika í Laugardalshöll í gær. Gestir eru margir afar ósáttir með skipulagningu viðburðarins og hafa krafist endurgreiðslu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýnum við myndir frá tónleikunum og ræðum við tónleikagest sem lýsir reynslu sinni. 1.6.2025 18:27
Viðvaranir vegna snjókomu og hríðar: „Þetta eru mikil vonbrigði“ Bændasamtök Íslands hvetja bændur um land allt til að fylgjast náið með veðurþróun næstu daga og vera undirbúnir ef veðurspá gengur eftir. Hret og úrkoma er í kortunum og gular og appelsínugular veðurviðvaranir taka gildi eftir helgi. 1.6.2025 13:46
Troðningur í Laugardalshöll, óveður og sjómannadeginum fagnað Í það minnsta þrír voru fluttir á bráðamóttökuna af tónleikum FM95Blö í Laugardalshöll í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir það verði skoðað með tónleikahöldurum hvað fór úrskeiðis. 1.6.2025 11:55
Hasar á tvöföldum mótmælum, flugsýning og tryllitæki í beinni Stimpingar brutust út milli mótmælenda við Austurvöll í dag. Mótmælum þar sem krafist var endurskoðun á hælisleitendakerfinu var mótmælt af samtökum sem vilja opna landamærin. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýnum við myndir frá mótmælunum og rætt verður við mótmælendur úr báðum fylkingum. 31.5.2025 18:16
Íslensk fyrirtæki geti endurheimt verulegar fjárhæðir Samtök ferðaþjónustunnar, evrópsku hagsmunasamtökin HOTREC og yfir 25 landssamtök fyrirtækja í gistiþjónustu víðs vegar um Evrópu standa nú sameiginlega að hópmálsókn gegn bókunarfyrirtækinu Booking.com. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastóri SAF, vonast til þess að sem flest íslensk hótel taki þátt í málsókninni. Í því felist möguleiki til að endurheimta verulegar fjárhæðir frá fyrirtækinu. 31.5.2025 13:37
Tvenn mótmæli í Reykjavík og herþota á flugsýningu Tvær ólíkar fylkingar hafa boðað til mótmæla í Reykjavík í dag, önnur gegn stefnu sjórnvalda í málefnum hælisleitenda og hin gegn rasisma. Hótanir hafa birst á samfélagsmiðlum í aðdraganda mótmælanna. 31.5.2025 11:44