Fréttamaður

Dóra Júlía Agnarsdóttir

Dóra Júlía er fréttamaður á Lífinu á Vísi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fyrsta starfið að fara út með hund Madonnu

Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian er með frægustu konum í heimi, hefur tekið að sér ýmis áhugaverð verkefni í gegnum tíðina og fengið að kynnast alls konar fólki. Í nýju tískuheimildarmyndinni In Vogue: The 90's afhjúpar Kim hvert hennar fyrsta starf var, að fara út að ganga með hundinn hennar Madonnu. 

Hægt og ró­lega að finna stílinn sinn aftur eftir barn­eignir

Tískuáhugakonan og fagurkerinn Helga Jóhannsdóttir er búsett á Snæfellsnesi og er með stórglæsilegan stíl, bæði þegar það kemur að klæðaburði og heimili. Helga á tvö börn og segist aðeins hafa týnt persónulega stílnum sínum eftir barneignir sem hún hefur hægt og rólega verið að endurheimta á síðustu árum.

„Mig langaði að eiga vini og verða vin­sæll“

„Ég varð frekar reiður unglingur, var að rífa kjaft og lenti í veseni,“ segir OnlyFans stjarnan Ingólfur Valur sem er viðmælandi í Einkalífinu. Þar ræðir hann meðal annars æskuna og hvernig hann reyndi að breyta sér í von um að eignast vini, sem leiddi af sér marga óvini.

Embla Wigum ást­fangin í London

Förðunarfræðingurinn og TikTok stjarnan Embla Wigum er komin á fast. Sá heppni heitir Theo Kontos og er Breti en parið hefur verið að hittast frá því fyrr í sumar og ástin virðist blómstra.  

Tár, gleði, há­tíska og ást hjá Línu og Gumma í New York

Ofurparið Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi Kíró, og Lína Birgitta eigandi íþróttamerkisins Define the line eru búin að eiga stórkostlegar stundir í New York undanfarna daga. Lína Birgitta var með vel heppnaða sýningu á tískuvikunni og Gummi Kíró stelur senunni í hátískuhönnun.

Tískan við þing­setningu: Hverjir voru í hverju?

Á hverju hausti mæta þingmenn landsins í sínu fínasta pússi til þingsetningar og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Tískuunnendur bíða gjarnan spenntir eftir því að sjá hvaða klæðnað embættismenn velja fyrir tilefnið. 

Myndaveisla: Ofurfjör á Októ­ber­fest

Það var rafmögnuð orka á Októberfest SHÍ síðastliðna helgi þar sem fjöldi úrvals tónlistarmanna steig á stokk fyrir stútfullum sal af stúdentum. 

Halla valdi drapplitað fyrir þingsetninguna

Halla Tómasdóttir forseti Íslands setti Alþingi í fyrsta sinn í dag. Mikil tilhlökkun ríkir gjarnan yfir klæðaburði embættismanna á þessum degi og valdi Halla að versla við Frú Hrafnhildi fyrir tilefnið.

Skvísupartý í skart­gripa­verslun

„Mig langaði að fagna þessum áfanga með konum sem ég hef kynnst í gegnum tíðina,“ segir gullsmiðurinn Edda Bergsteinsdóttir sem fagnaði nýrri skartgripalínu sinni með pomp og prakt í versluninni Prakt á Laugaveginum á dögunum.

Sjá meira