Endurkomukóngarnir tryggðu sigur á lokasekúndunni Indiana Pacers unnu enn einn endurkomusigurinn, 111-110 gegn Oklahoma City Thunder í fyrsta leik NBA úrslitaeinvígisins. Tyrese Haliburton tryggði sigurinn með skoti þegar innan við hálf sekúnda var eftir af leiknum, endurkomusigur eftir að Pacers höfðu verið undir allan leikinn. 6.6.2025 07:31
Kerkez spilar ekki með Ungverjum: Sagður á leið til Liverpool að skrifa undir Félagaskipti Milos Kerkez frá Bournemouth til Liverpool virðast vera á lokametrunum. Leikmaðurinn mun ekki spila með ungverska landsliðinu á morgun og er sagður á leið til Liverpool að ganga frá læknisskoðun og samningsmálum. 5.6.2025 15:47
Forseti Como leyfir Inter ekki að tala við Fàbregas Forseti Como í ítölsku úrvalsdeildinni hafnaði beiðni Inter um að ræða við þjálfarann Cesc Fàbregas. 5.6.2025 13:30
Liverpool hafnaði tilboði Barcelona Liverpool er sagt hafa hafnað tilboði Barcelona í Luis Diaz og gert spænsku meisturunum grein fyrir því að hann sé ekki til sölu. Kólumbíski kantmaðurinn sé mikilvægur hluti af plönum þjálfarans Arne Slot fyrir næsta tímabil. 5.6.2025 11:30
Gunnlaugur paraður með sænskri stelpu í Arnold Palmer bikarnum Gunnlaugur Árni Sveinsson verður í dag fyrstur Íslendinga til að taka þátt í Arnold Palmer bikarnum, sterkasta áhugakylfingamóti heims. Hann spilar í dag með hinni sænsku Meju Örtengren. 5.6.2025 10:02
Ástandið á Urriðavelli ekki gott og Íslandsmótið fært á Hlíðavöll Íslandsmótið í holukeppni kvenna fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ 20. - 23. júní. Til stóð að mótið færi fram viku fyrr, á Urriðavelli í Garðabæ 13.-15. júní, en eftir mat á vallaraðstæðum var ákveðið að færa mótið. 5.6.2025 08:37
Stjörnur Chelsea spiluðu saman í unglingaliði City Liam Delap er nýgenginn til liðs við Chelsea í ensku úrvalsdeildinni, þar sem hann hittir fyrrum liðsfélaga sína og þjálfara úr unglingaliði Manchester City. 5.6.2025 08:17
Mbuemo fer fram á fimmfalt hærri laun Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford í ensku úrvalsdeildinni, er sagður vilja ganga til liðs við Manchester United en fer fram á fimmfalt hærri laun, sem félagið er talið tilbúið að borga þar sem það er að losa tvo launahæstu leikmenn liðsins. 5.6.2025 07:43
Fyrirliði og framtíðarmaður framlengja í Keflavík Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur framlengt samninga við tvo leikmenn liðsins, fyrirliðann Halldór Garðar Hermannsson og framtíðarmanninn Hilmar Pétursson. 4.6.2025 14:12
Tíu leikir í röð án sigurs: Stelpunum okkar ekki gengið svona illa síðan um aldamótin Ísland tapaði gegn Frakklandi í gær og hefur nú farið tíu leiki í röð án sigurs, sem hefur ekki gerst síðan um aldamótin. 4.6.2025 13:33