Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Fjórir eru látnir og börn þar á meðal, eftir að bíl var ekið í gegnum skólabyggingu í Illinois ríki í Bandaríkjunum í gærkvöldi. 29.4.2025 08:39
Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Rafmagn er nú komið á að nýju á nær öllum Íberíuskaganum eftir víðtækt rafmagnsleysi á svæðinu í gær. Níutíu og níu prósent allra heimila á Spáni eru komin með rafmagn og svipaða sögu er að segja frá Portúgal að sögn yfirvalda. 29.4.2025 06:37
Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Fangelsismálin verða rædd í hádegisfréttum Bylgjunnar en verkefnisstjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir engin úrræði í boði en að vista hælisleitendur sem bíða brottvísunar í fangelsi. 28.4.2025 11:41
Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Yfirvöld í Vatíkaninu hafa nú lokað Sixtínsku kapellunni, einum mest sótta ferðamannastað heims, til þess að efna til páfakjörs eftir fráfall Frans páfa á dögunum. 28.4.2025 06:58
Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Í hádegisfréttum verður rætt við talskonu Stígamóta sem segir undarlegt að þrír karlmenn sem eru sakaðir um tvær hópnauðganir í Reykjavík gangi lausir. 25.4.2025 11:37
Þrír látnir og tugir særðir Úkraínumenn segja að þrír séu látnir hið minnsta í árásum Rússa á landið í nótt sem hafa haldið áfram þrátt fyrir gagnrýni Trumps Bandaríkjaforseta á athæfin í gær. Eitt barn liggur í valnum og tugir eru særðir. Hundrað og þrír drónar voru notaðir við árásir í nótt sem beindust aðallega að borgunum Kharkiv og Pavlohrad þar sem dauðsföllin urðu. 25.4.2025 08:45
Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Kalífornía, eitt af fimmtíu ríkjum Bandaríkjanna er nú í efnahagslegum skilningi fjórða öflugasta ríki heims. Þetta sýna nýjar tölur frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum um efnahagsvöxt einstakra ríkja en Kalífornía tók á dögunum fram úr Japan á þessum mælikvarða. 25.4.2025 07:01
Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Í hádegisfréttum verður rýnt í nýja skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um fasteignaverð og þróun þess. 23.4.2025 11:33
Úkraínufundinum í London frestað Friðarviðræðum sem halda átti í London vegna Úkraínustríðsins í dag var aflýst nú í morgunsárið. 23.4.2025 07:55
Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Mikil reiði er á meðal almennings á Indlandi eftir að byssumenn gerðu árás á hóp ferðamanna í Kasmír héraði og drápu tuttugu og sex hið minnsta. 23.4.2025 06:56