Helstu þjóðvegir færir Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir. Nokkur snjókoma eða éljagangur er á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og á Norðurlandi vestra. Hálka er á vegum um allt land og flughálka í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu. Innlent 15. janúar 2005 00:01
Fok víða um land Björgunarsveitarmenn voru kallaðir út í Grindavík í nótt til að hemja fok af þaki fjárhúss í svonefndu Bakkalá fjárhúsahverfi. Þeir náðu að hefta frekara fok, eftir því sem best er vitað, og mun enga kind hafa sakað. Innlent 14. janúar 2005 00:01
Hættustigi aflýst á Patreksfirði Aflýst hefur verið hættustigi vegna snjóflóðahættu við Urðargötu á Patreksfirði og er íbúum sem þurftu að rýma heimili sín í morgun heimilt að fara heim á ný. Snjóeftirliti verður þó haldið áfram og fylgst grannt með snjóalögum. Innlent 14. janúar 2005 00:01
Fljúgandi hálka víða um land Fljúgandi hálka er víða um land eftir að rigna tók á svellbunka og hafa nokkur umferðaróhöpp þegar orðið en hvergi alvarleg slys. Bíll valt í gærkvöldi á þjóðveginum austan við Selfoss og annar í Þrengslum án þess að nokkurn sakaði alvarlega. Innlent 14. janúar 2005 00:01
Snjóflóðahætta á Patreksfirði Sex íbúðarhús voru rýmd á Patreksfirði nú fyrir hádegið vegna snjóflóðahættu en flóð féll úr hlíðinni fyrir ofan bæinn í morgun og niður á götuna Mýrar. Engin hús eða mannvirki eru þar sem flóðið féll þótt það sé innan byggðarinnar. Innlent 14. janúar 2005 00:01
Hálka víðast hvar Hálka og vetrafærð er á landinu. Búið er að moka Klettsháls og Ísafjarðardjúp. Þæfingur er á Þverárfjalli, éljagangur á Öxnadalsheiði, á Ausfjörðum er Öxi ófær og snjóþekja og éljagangur er á Suðurlandi. Innlent 11. janúar 2005 00:01
Snjóflóðahætta liðin hjá Íbúar í tveimur íbúðarhúsum af þremur á bæjum í Reynishverfi í Mýrdal, sem þurftu að yfirgefa heimili sín í gærkvöldi, fengu að snúa aftur heim fyrir stundu. Fólkið rýmdi hús sín að tilmælum Almannavarnanefndar Vestur-Skaftafellssýslu og gistu á öðrum bæjum í nótt. Innlent 11. janúar 2005 00:01
Snjóflóðahættu að hluta aflýst Snjóflóðahættu í Reynishverfi við Vík í Mýrdal hefur að hluta verið aflétt. Heimilisfólki á bæjunum Lækjarbakka og Reyni hefur verið leyft að snúa heim. Innlent 11. janúar 2005 00:01
Snjóflóð lokaði veginum Snjóflóð féll úr Kirkjubólshlíð í gærkvöldi og lokaði þjóðveginum á milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Vegna frekari flóðahættu var ekki ráðist í að ryðja veginn í gærkvöldi en nú er orðið logn og blíða á svæðinu og vegagerðarmenn eru búnir að opna veginn. Innlent 11. janúar 2005 00:01
Hús rýmd vegna snjóflóðs Íbúar úr þremur húsum í Reynishverfi í Mýrdal yfirgáfu heimili sín í gærkvöldi að tilmælum Almannavarnanefndar Vestur-Skaftafellssýslu og gistu á öðrum bæjum í nótt. Í gærkvöldi féll snjóflóð í grennd við bæinn Garða í Reynishverfi og var þá ákveðið að rýma Garða og tvö hús í viðbót. Ekki hefur frést af frekari snjóflóðum á svæðinu í nótt. Innlent 11. janúar 2005 00:01
Órólegur snjór miðað við magn Meira hefur verið um snjóflóð á Vestfjörðum undanfarið en snjódýptartölur segja til um, að sögn Trausta Jónssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Innlent 11. janúar 2005 00:01
Mesta hrina snjóflóða í níu ár Veðurstofu Íslands hafa borist upplýsingar um sjötíu snjóflóð frá jólum til sjötta janúar. Langflest flóðanna féllu á Vestfjörðum, nokkur flóð féllu í Ólafsfjarðarmúla en lítið annars staðar. "Önnur eins snjóflóðahrina hefur ekki komið síðan árið 1995," segir Leifur Örn Svavarsson, á snjóflóðavakt Veðurstofunnar. Innlent 10. janúar 2005 00:01
Hundruð þúsunda án rafmagns Nærri helmingur Letta og um nokkur hundruð þúsund Norðurlandabúar bjuggu við rafmagnsleysi í gær í kjölfar óveðursins sem gekk yfir svæðið um helgina og kostaði ellefu manns lífið. Erlent 10. janúar 2005 00:01
Fimm létust í óveðri Fimm létust í óveðri á Norðurlöndum í gær. Almenningssamgöngur lágu niðri. Erlent 8. janúar 2005 00:01
Allir komnir heim 26 íbúar við Traðarland, Dísarland, á Geirsstöðum og Tröð fengu að fara heim til sín eftir að hættuástandi var aflétt í Bolungarvík í hádeginu í gær. Einar Pétursson bæjarstjóri segir enn vera viðbúnaðarstig og að grannt verði fylgst með veðurspám. 66 íbúar fengu að fara til síns heim í fyrradag. Innlent 7. janúar 2005 00:01
Sumir Bolvíkinga snúa heim Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur hefur aflétt rýmingu á íbúðarhúsum í Ljósalandi, Heiðarbrún og hluta Traðarlands og geta íbúar þessara húsa haldið til síns heima. Er þarna um að ræða 24 hús. Rýming sex húsa í Dísarlandi er áfram í gildi. Innlent 6. janúar 2005 00:01
Helstu þjóðvegir færir Samkvæmt Vegagerðinni er einhver éljagangur um norðanvert landið. Allir helstu þjóðvegir landsins eru færir en einhver hálka er í öllum landshlutum. Innlent 6. janúar 2005 00:01
Hluti Bolvíkinga snýr heim 66 íbúar sem þurftu að yfirgefa heimili sín vegna snjóflóðahættu í Bolungarvík fengu að snúa aftur heim til sín í gær eftir að almannavarnanefnd aflétti hættuástandi á því svæði. 26 manns bíða því enn eftir að hættuástandið gangi yfir en þangað til búa flestir hjá annað hvort ættingjum eða vinum, en nokkrir gista í húsnæði sem bæjarfélagið útvegar. Innlent 6. janúar 2005 00:01
Lífið komið í eðlilegt horf Leiðin til Súðavíkur var opnuð í gær en hún hafði verið ófær frá því á sunnudag. Barði Ingibjartsson, prestur í Súðavík, segir bæjarlífið vera aftur komið í eðlilegt horf. Byggðin í bænum hafi aldrei verið í neinni hættu enda var hún flutt eftir snjóflóðin árið 1995. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Veit ekki hvert framhaldið verður Hjálmar Sigurðsson, ábúandi á Hrauni í Hnífsdal, segir snjóflóðið í fyrradag það stærsta sem hann viti til að hafi á þessum stað. Gamli bærinn er gjörónýtur en ekki er nema um eitt og hálft ár síðan sonur hans bjó í hluta bæjarins. Þá fór flóðið inn um eldhúsglugga á nýja bænum. Fjölskyldna hafði rýmt húsið kvöldinu áður en flóðið féll. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Enn hættuástand í Bolungarvík Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur tók ákvörðun í samráði við Veðurstofu Íslands, seinni partinn í gær, um að afturkalla ekki hættustig þar í bæ. Á sama tíma var ákveðið að aflétta hættuástandi í Ísafjarðarbæ og fengu 46 manns á Ísafirði, Hnífsdal, Önundarfirði og Dýrafirði að fara til síns heima. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Leiðindafærð um allt land Leiðindafærð var víða á landinu í gær þó svo að flestar helstu leiðir væru færar. Mosfellsheiði var þó ófær og varaði Vegagerðin fólk við því að vera þar á ferli. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Húsin keypt vegna snjóflóðahættu Ofanflóðasjóður og Ísafjarðarbær voru búnir að ákveða að kaupa upp raðhúsin og blokkina sem snjóflóð féll á í Hnífsdal í gær vegna snjóflóðahættu. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Vinnan hófst á snjómokstri Víðir Ólafsson, stöðvarstjóri sorpbrennslunnar Funa, byrjaði ásamt öðrum starfsmönnum að moka snjó til að koma starfssemi stöðvarinnar í gang. Starfsmennirnir þurftu að yfirgefa stöðina um klukkan fjögur á mánudag eftir að snjóflóð féll og lenti á snjóflóðavarnargarði fyrir ofan sorpstöðina. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Snjóflóðahætta enn í Bolungarvík Snjóflóðahættuástand er enn í Bolungarvík en á Ísafirði og í Hnífsdal er fólki heimilt að snúa til síns heima. Snjóflóð féll á bæinn Hraun í Hnífsdal í gær. Gamla íbúðarhúsið eyðilagðist en búið var að rýma nýja íbúðarhúsið sem flóðið féll líka á. Mikið tjón varð hjá ábúendunum. Þá féll flóð á rað- og fjölbýlishús í Hnífsdal. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Splundra öllu sem á vegi verður Snjóflóð hafa fallið víða um land undnangengna daga, flest blessunarlega utan byggðar en eitt olli þó skemmdum í Hnífsdal. Þá hefur þurft að rýma íbúðarhús víða á Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Innlent 5. janúar 2005 00:01
Hálfan sólarhring til Akureyrar Þetta var ekkert, ég hef komist upp í það að vera 55 tíma í bílnum á leiðinni norður," segir Arnar Andrésson flutningabílstjóri, en hann flytur Fréttablaðið og DV norður í land. Arnar lagði af stað frá Reykjavík norður á Akureyri þrátt fyrir ófærðina klukkan tvö í fyrri nótt og náði á leiðarenda hálfum sólarhring seinna. Innlent 4. janúar 2005 00:01
Matur fluttur sjóleiðina Björgunarskipið Gunnar Friðriksson fór í gær með mjólk og brauð sjóleiðina til Súðavíkur. Sex strandaglópar sem höfðu verið veðurtepptir í Súðavík frá því á sunnudag fengu far með bátum til Ísafjarðar. Innlent 4. janúar 2005 00:01
Fáir út fyrir hússins dyr Það lægði aðeins í gærkvöldi en svo kom aftur smá hvellur í morgun og það er rétt hægt að komast um göturnar, en ekki mikið meira en það," segir Guðmundur Ingþór Guðjónsson lögregluþjónn á Patreksfirði um veðurfarið. "Við höfum þó ekki þurft að aðstoða fólk við að komast á milli staða, það hefur allt sloppið," bætir hann við. Innlent 4. janúar 2005 00:01
Mörg hús tóm í nótt 138 manns höfðu ekki fengið að fara til síns heim í gær vegna snjóflóðahættu á Vestfjörðum. 92 á Bolungarvík og en þar þurftu þeir fyrstu að yfirgefa hús sín á sunnudag. Í umdæmi lögreglunnar á Ísafirði höfðu alls 46 þurft að rýma hús sín, flestir í Hnífsdal eða 35 manns. Innlent 4. janúar 2005 00:01