Semja ný lög í sumarbústað Mammút hefur verið að semja lög á næstu plötu sína í sumarbústað uppi í sveit. „Við leigðum ódýran sumarbústað fyrir utan bæinn, pínkulítinn. Við erum búin að fara þangað tvisvar í sumar og höfum verið í viku, tíu daga í senn,“ segir söngkonan Katrín Mogensen. „Það hefur gengið mjög vel. Það var algjörlega frábær ákvörðun.“ Upptökur á nýju plötunni hefjast í næsta mánuði. Harmageddon 13. október 2011 10:00
Fimm bestu Abba-lögin Óttarr Proppé, söngvari í Ham, velur fimm bestu Abba-lögin. Harmageddon 13. október 2011 10:00
Rokkprófið: Jón Þór í Diktu vs. Logi í Retro Stefson Þessir tveir eiturhörðu tónlistarmenn takast á í svakalegu rokkprófi. Hvor þeirra ætli sé meiri rokkari? Harmageddon 13. október 2011 07:00
Satan beindi hljómsveitinni Ourlives á skrýtnar brautir Hljómsveitin Ourlives hefur sent frá sér drulluerfiða aðra plötu — plötu þar sem sjálfur Satan er á þakkarlistanum. Tónlist 1. október 2011 14:00
Hjálmar með nýtt lag Hjálmar hafa sent frá sér nýtt lag sem nefnist Ég teikna stjörnu. Það verður á væntanlegri plötu hljómsveitarinnar, Órar, sem kemur út 3. nóvember. Hjálmar eru lagðir af stað í tónleikaferð til Finnlands, Rússlands og Eistlands, eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum. Þar koma þeir fram á sjö tónleikum og fara í hljóðver með finnska tónlistarmanninum Jimi Tenor. Tónlist 30. september 2011 19:00
Nýtt lag frá Klaufum Lagið Ást og áfengi með kántríhljómsveitinni Klaufum er á leið í almenna útvarpspilun. Það var samið í samvinnu við lagahöfunda í Nashville og er með íslenskum texta eftir Jónas Friðrik. Lagið var frumflutt á Kántríhátíð á Skagaströnd í ágúst þar sem hljómsveitin heimsótti að sjálfsögðu „kúrekann“ Hallbjörn Hjartarson. Mannabreytingar hafa orðið hjá Klaufum. Hljómsveitina skipa nú þeir Guðmundur Annas Árnason, Birgir Nielsen, Kristján Grétarsson, Friðrik Sturluson og Sigurgeir Sigmundsson. Næsta ball sveitarinnar verður á Spot 15. október. Tónlist 30. september 2011 14:00
The Saturdays til landsins Enska stúlknasveitin The Saturdays er væntanleg til Íslands um helgina. Stelpurnar ætla að taka upp myndband við nýjan slagara sinn, My Heart Takes Over, sem er nýkominn út. Tónlist 30. september 2011 13:00
Tileinkar föður sínum plötuna Trommuleikarinn Einar Scheving hefur gefið út sína aðra sólóplötu, sem nefnist Land míns föður. Hún er óður til Íslands og á henni eru lög Einars við texta nokkurra af þjóðarskáldunum, auk vel þekktra íslenskra þjóðlaga. Tónlist 30. september 2011 12:00
Vinsælasta hljómsveit Íslands Hljómsveitin Of Monsters and Men á bæði vinsælustu plötuna og vinsælasta lagið á Íslandi. Nýtt lag er væntanlegt sem heitir King and Lionheart. Tónlist 30. september 2011 10:00
Númer tíu frá Korn Tíunda hljóðversplata Korn, The Path of Totality, kemur út 5. desember. „Titillinn The Path of Totality vísar í þá staðreynd að til að sjá sólmyrkva þarf að vera á hárréttum stað á hárréttum tíma. Þannig varð platan til. Ég held að upptökustjórarnir séu á sama máli. Ég er viss um að þessi plata gæti aldrei verið endurtekin,“ sagði söngvarinn Jonathan Davis Tónlist 29. september 2011 10:00
Bloc Party leitar að nýjum söngvara Meðlimir hljómsveitarinnar Bloc Party hafa staðfest að næsta plata verðin tekin upp án söngvarans Kele Okereke. Tónlist 29. september 2011 09:30
Óútreiknanleg St. Vincent Þriðja sólóplata bandarísku tónlistarkonunnar St. Vincent kom út fyrir skemmstu. Gagnrýnendur eru flestir sammála um að þar sé á ferðinni mikið meistarastykki. St. Vincent gaf fyrr í mánuðinum út sína þriðju sólóplötu, Strange Mercy. Gagnrýnendur hafa hlaðið hana lofi og telja mikið spunnið í þessa bandarísku tónlistarkonu. Tónlist 29. september 2011 09:00
Sviti frá Jónsa í kaupbæti Bútar úr fötum sem meðlimir Sigur Rósar klæddust á tónleikum í London fylgja með viðhafnarútgáfu af væntanlegri tónleikaplötu þeirra, Inni. Tónlist 29. september 2011 08:00
Nóra gefur út nýtt lag Hljómsveitin Nóra hefur sent frá sér nýtt lag sem heitir Bringsmalaskotta og er forsmekkurinn af því sem koma skal. Tónlist 28. september 2011 12:00
Útgáfutónleikar hjá Felix Felix Bergsson heldur fyrri útgáfutónleika sína af tvennum í Salnum í Kópavogi í kvöld. Felix gaf nýverið út plötuna Þögul nóttin en þar syngur hann ný lög við ástarljóð Páls Ólafssonar. Meðal lagahöfunda á disknum eru Jón Ólafsson og Magnús Þór Sigmundsson en sérstakir gestir á tónleikunum verða þær Valgerður Guðnadóttir og Jóhanna Vigdís Arnardóttir. Tónlist 27. september 2011 09:00
Kynnir EP-plötu í kirkju Tónlistarkonan Ólöf Arnalds heldur hinn 24. nóvember tónleika í lítilli kirkju í London sem nefnist St. Pancras Old Church. Tónleikarnir verða haldnir til kynningar á nýrri EP-plötu hennar, Ólöf Sings, sem kemur út 7. nóvember. Hún hefur að geyma útgáfur Ólafar á lögum eftir tónlistarmenn á borð við Bob Dylan, Neil Diamond og Arthur Russell. Tónlistarmaðurinn Snorri Helgason, sem býr í London, ætlar að hita upp fyrir Ólöfu. Hann gaf nýverið út sína aðra sólóplötu, Winter Sun. Önnur sólóplata, Ólafar, Innundir skinni, kom út fyrir ári. Tónlist 24. september 2011 16:00
Radiohead aftur af stað Thom Yorke, söngvari Radiohead, hefur staðfest að hljómsveitin ætli að eyða næsta ári í tónleikahald. Radiohead hefur aðeins spilað einu sinni á tónleikum eftir að platan King of Limbs kom út fyrr á þessu ári og því ættu hinir fjölmörgu aðdáendur hljómsveitarinnar að gleðjast. Tónlist 23. september 2011 21:00
Prýðilegt pabbarokk Wilco Áttunda hljóðversplata bandarísku hljómsveitarinnar Wilco kemur út í næstu viku. Jeff Tweedy og félagar gefa plötuna út sjálfir og eru á leiðinni í tónleikaferð til Evrópu. Tónlist 23. september 2011 19:00
Mills alltaf velkominn Mike Mills úr R.E.M. kom til Íslands með konu sinni í ágúst og söng með Bítladrengjunum blíðu á skemmtistaðnum Ob-la-di Ob-la-da við Frakkastíg. Tónlist 23. september 2011 13:30
Slegist um að koma landsmönnum í jólaskapið í ár Laugardagurinn 3. desember verður jólatónleikadagurinn mikli á höfuðborgarsvæðinu. Í Háskólabíói stíga sprelligosarnir síkátu í Baggalúti á svið á sínum árlegu aðventutónleikum en í Laugardalshöll verður öllu meira umstang; þar býður Björgvin Halldórsson landsmenn velkomna á Jólagesti sína, en meðal þeirra eru Paul Potts og Robin Gibb. Í Hörpunni þetta sama kvöld hefst síðan Frostrósamaraþonið mikla þegar fyrstu tónleikarnir af átta fara fram. Tónlist 23. september 2011 11:00
Tveir til liðs við Dimmu Rokksveitin Dimma ætlar að hljóðrita tónleika sína á Gauki á Stöng á fimmtudagskvöld og gefa út á stuttskífu ásamt glænýju efni í október. Tónlist 21. september 2011 21:00
Nýtt myndband frá Singapore Sling Hljómsveitin Singapore Sling frumsýnir í kvöld myndband við titillag nýútkominnar plötu sinnar, „Never Forever“. Tónlist 21. september 2011 14:34
Sissel Kyrkjebø aftur til Íslands Einn heppinn drengjasópran fær að syngja með norsku stórsöngkonunni Sissel Kyrkjebø á Frostrósar-tónleikum í Hörpu 10. desember. Haldnar verða sérstakar áheyrnarprufur um miðjan október þar sem strákar geta látið ljós sitt skína. Að sögn Samúels Kristjánssonar tónleikahaldara er ekki enn orðið ljóst hvert lagið verður sem hinn útvaldi fær að syngja. Tónlist 21. september 2011 12:00
Grúskarar með plötu Fyrsta plata Grúsks er komin út og er það Zonet sem dreifir. Á plötunni eru ellefu lög eftir Einar Oddsson sem einnig gerir textana ásamt Magnúsi Þór Sigmundssyni. Tvö laganna eru við ljóð eftir Þórarin Eldjárn og Davíð Stefánsson. Tónlist 21. september 2011 08:00
Engar undankeppnir í Eurovision „Við viljum gefa þjóðinni tækifæri til að segja hvaða lagahöfunda hún vill fá," segir Þórhallur Gunnarsson. Landsmönnum gefst í fyrsta skipti kostur á því að tilnefna þann tónlistarmann sem þeir vilja sjá í Söngvakeppni Sjónvarpsins en Þórhallur fer fyrir nefnd sem er að endurskoða hana. Tónlist 20. september 2011 17:00
Sömdu glænýtt lag um Ben Stiller Félagarnir Atli Fannar og Haukur Viðar fóru á kostum eins og venjulega í útvarpsþættinum Laugardagskaffinu á X-inu á laugardaginn. Meðal þess sem þeir félagar buðu upp á var stórskemmtilegt og glænýtt lag um Ben Stiller. Tónlist 19. september 2011 12:02
Halda upp á lífið Weirdcore-raftónlistarkvöld verður haldið á Bakkusi í kvöld. Einnig verður fagnað nýrri plötu Bix, Animalog, sem kom út 7. september. Fram koma Bix, DJ Delarosa, PLX og Futuregrapher. Tónlist 17. september 2011 18:00