Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Íslendingar bætast í hóp Spotify-notenda

Ein fremsta tónlistarveita heims, Spotify, hefur starfsemi á Íslandi í dag. Tónlistarveitan býður tónlistarunnendum upp á einfalda leið til að hlusta á tónlist, án þess að greiða nokkuð fyrir.

Tónlist
Fréttamynd

Hefur lengi dreymt um þennan samning

Dísa Jakobsdóttir vekur athygli með nýju lagi sínu, Sun. Lagið er innblásið af LoveStar eftir Andra Snæ Magnason. Dísa skrifaði nýlega undir samning við danska útgáfufyrirtækið Tigerspring, þar sem hennar uppáhaldssveitir eru fyrir.

Tónlist
Fréttamynd

Zola Jesus á Airwaves

Fjöldi listamanna hefur bæst við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem verður haldin í fimmtánda sinn í haust.

Tónlist
Fréttamynd

Fyrsta platan tilbúin

Fyrsta plata Robert the Roommate, sem er samnefnd hljómsveitinni, kemur út í dag. Öll lögin eru frumsamin og má helst lýsa tónlistinni sem þjóðlagaskotinni popp- og rokktónlist undir áhrifum frá Led Zeppelin, Fleet Foxes og fleiri böndum.

Tónlist
Fréttamynd

Tribute-tónleikar nýjasta æðið á Íslandi

"Þessi tribute kvöld hafa alveg slegið í gegn hjá okkur og hafa verið þau mest sóttu að undanförnu, fyrir utan stærstu nöfnin í tónlistinni í dag. Skálmöld fyllir auðvitað alltaf húsið og Retro Stefson líka, til að nefna dæmi, en þessi kvöld hafa oft komist mjög nálægt þeim í aðsóknartölum,“ segir Eiríkur Rósberg Eiríksson á Gamla Gauknum.

Tónlist
Fréttamynd

Jakobínarínumenn snúa aftur

Fyrrum meðlimir Jakobínarínu hafa stofnað nýja hljómsveit, Grísalappalísu. Hér er hægt að heyra fyrsta lag sveitarinnar, Lóan er komin.

Tónlist
Fréttamynd

Engar málamiðlanir

Sænski elektródúettinn The Knife gefur út sína fyrstu plötu í sjö ár, Shaking the Habitual, eftir helgi. Tónlistaráhugamenn hafa margir hverjir beðið hennar með mikilli eftirvæntingu, enda hlaut sú síðasta, Silent Shout, frábæra dóma og vefsíðan Pitchfork setti hana í efsta sæti yfir plötur ársins 2006.

Tónlist
Fréttamynd

Sólþurrkuð sixtísáhrif

Eitt af því sem Hróarskeldufarar þessa árs verða sviknir um eru tónleikar með Kaliforníu-dúóinu Foxygen og líklegt að einhver hluti téðs tónlistaráhugafólks hafi rekið upp harmakvein þegar eftirfarandi fréttatilkynning barst frá bandinu í vikunni.

Tónlist
Fréttamynd

Hlustaðu á nýja lagið hans Eiríks Fjalars

Tónlistarmaðurinn Eiríkur Fjalar sendir frá sér plötu sem inniheldur öll lögin sem hafa komið út með honum. Hann kallar plötuna "The very best off". Á plötunni er einnig að finna nýja hljóðritun á lagi Eyjólfs Kristjánssonar, Draumur um Nínu, en lagið hefur notið fádæma vinsælda frá því það keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 1991. Platan kemur út næsta föstudag 5. apríl og verður fáanleg á tonlist.is sem og í öllum verslunum sem vildu taka við henni. Eiríkur hefur verið karakter á vegum Ladda í um þrjátíu ár en Eiríkur segist vera þreyttur á að vera bara "dreginn fram á tyllidögum og geymdur í kassa þess á milli“. Eiríkur ákvað því að ráðast í gerð þessarar safnplötu, eða ferilsplötu réttara sagt þar sem hún inniheldur allt hans efni, til að mótmæla því að hann og hinir karakterarnir hans Ladda fá ekki að vera með í nýju sýningunni hans Ladda. Umrædd sýning, Laddi lengir lífið, verður frumsýnd í Hörpu á föstudaginn sama dag og platan kemur út. "Ég vona að enginn fari á þessa heimskulegu sýningu hans Ladda, ég veit ekki hvað hann ætlar að gera án okkar. Það hefur engin áhuga á Ladda í eigin persónu. Hann er ekkert án mín!“ segir Eiríkur á facebook síðunni sinni um sýningu skapara síns. Útgefandi plötunnar, Sena, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að um einstaka útgáfu sé að ræða og að ekki verði um fleiri ný lög frá Eiríki Fjalar á þeirra vegum. Þrátt fyrir að Eiríkur Fjalar kynni að halda því fram að gerður hafi verið útgáfusamningur um fimm plötur á jafnmörgum árum, þá eiga slíkir órar Eiríks sér enga stoð í raunveruleikanum.

Tónlist
Fréttamynd

Fulltrúi Metal Hammer dæmir

Sex erlendir blaðamenn frá mörgum af virtustu þungarokkstímaritum heims verða gestir á hljómsveitakeppninni Wacken Metal Battle sem verður haldin í Eldborg í Hörpu á laugardagskvöld.

Tónlist
Fréttamynd

Jethro Tull kemur í sumar

Breska sveitin Jethro Tull er væntanleg til Íslands í byrjun júní og efnir til þrennra tónleika í heimsókn sinni, þar sem sveitin flytur öll sín þekktustu lög. Tónleikarnir verða í Hofi á Akureyri föstudaginn 7. júní, í Höllinni í Vestmannaeyjum laugardaginn 8. júní og í Eldborgarsal Hörpu í Reykjavík sunnudaginn 9. júní. Íslenskir tónlistarmenn koma jafnframt við sögu á tónleikum Tull í sumar. Jethro Tull kom líka til landsins í fyrra og hélt tvenna tónleika í Eldborgarsal Hörpu í júní.

Tónlist
Fréttamynd

Fufanu á Hróarskeldu

Hljómsveitin Captain Fufanu, sem er skipuð Hrafnkatli Flóka Kaktusi Einarssyni og Guðlaugi Halldóri Einarssyni, kemur fram á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku í sumar.

Tónlist