Þægileg og grípandi lög Wait for Fate er fyrsta plata Hafnfirðingsins Jóns Jónssonar, en hann er eldri bróðir Friðriks Dórs sem vakti mikla athygli fyrir sína frumsmíð á síðasta ári. Jón semur sjálfur flest lög og texta á plötunni og syngur og spilar á kassagítar. Hægri hönd hans er upptökustjórinn og hljómborðsleikarinn Kristján Sturla Bjarnason. Auk þeirra spila nokkrir aðrir hljóðfæraleikarar á Wait for Fate og Anna María Björnsdóttir syngur bakraddir. Gagnrýni 10. ágúst 2011 13:00
Neglir tíðarandann Steindi margfaldar allt með þremur og fer hressilega yfir öll velsæmismörk. Hann drepur nafngreinda einstaklinga án þess að blikna, kallar allar konur hórur og leggur á ráðin um að setja rohypnol í drykkinn þeirra. Samt er Steindi drepfyndinn og líka svo vinaleg og andhetjuleg týpa að hann kemst upp með allt. Gagnrýni 3. ágúst 2011 09:52
Efnilegir síðrokkarar Lockerbie er fjögurra manna sveit úr Reykjavík og Hafnarfirði sem var stofnuð árið 2008 og vakti strax þá nokkra athygli fyrir frammstöðu sína á tónleikum með hljómsveitunum For a Minor Reflection og Soundspell. Í fyrrasumar sigraði Lockerbie í sumarlagakeppni Rásar 2 og Sýrlands með laginu Snjóljón og síðan hefur sveitin verið dugleg að koma sér á framfæri úti í hinum stóra heimi, gaf meðal annars út smáskífu hjá Bad Panda Records í upphafi ársins 2011. Og nú er fyrsta stóra platan, Ólgusjór, komin út á vegum Record Records. Gagnrýni 9. júlí 2011 18:00
Fersk innkoma hjá Gauta Íslenskt rapp er á uppleið, að minnsta kosti ef við dæmum út frá útgefnum plötum, spilun og sölu. Bara ég er fersk og fagmannlega unnin plata. Góð blanda af poppi og rappi. Gagnrýni 8. júlí 2011 10:00
Plata sem byggir brú Lögreglukórinn og góðir gestir úr röðum poppara syngja lög eftir Hörð Torfa, KK, Bergþóru Árna, Bubba og Megas. Gagnrýni 7. júlí 2011 11:00
Notalega hrjúfur Áður en Heimir Már Pétursson gerðist fréttamaður var hann söngvari í hljómsveitinni Reflex sem margir muna vel eftir frá tónlistarhátíðinni Melarokki sumarið 1982. Heimir hefur undanfarin ár lítið komið nálægt tónlist að því undanskildu að hann hefur samið texta fyrir bróður sinn Rúnar Þór. Leiðin til Kópaskers markar því endurkomu hans í tónlistina. Gagnrýni 6. júlí 2011 15:00
Öskrað í eyru áhorfandans Transformers: Dark of the Moon er þreytandi. Mér leið hálfpartinn eins og Michael Bay sjálfur sæti við hliðina á mér í kvikmyndahúsinu og öskraði í eyrun á mér. Hljóðstyrkurinn var að vísu ekki vandamálið, heldur sá sjónræni hávaði sem virtist engan endi ætla að taka. Ég ímynda mér að handritið allt sé skrifað í caps lock og að allar setningar endi á þremur upphrópunarmerkjum. Gagnrýni 1. júlí 2011 13:30
Heillandi heimstónlistarblanda Þrátt fyrir seinkun skilaði stjörnum prýdd sveit Afrocubism fínum tónleikum í Eldborg á þriðjudagskvöldið. Gagnrýni 30. júní 2011 11:00
Íslenskur Iggy Pop Ég verð að viðurkenna að ég veit engin deili á Guðmundi Þóri Sigurðssyni, en eftir því sem ég kemst næst er Guðmundur hans fyrsta sólóplata. Á henni eru níu lög og textar eftir hann, en þau voru hljóðrituð hjá Benzín bræðrum í Sýrlandi í ágúst í fyrra. Guðmundur syngur lögin, en þeir Börkur og Daði Birgissynir. Stefán Már Magnússon, Kristinn S. Agnarsson og Björn Ingason sjá um hljóðfæraleikinn og Margrét Eir bakraddar. Gagnrýni 29. júní 2011 11:00
Stelpurnar hafa yfirhöndina Stórskemmtileg gamanmynd sem þaggar niður klisjukennt raus um að konur séu ekki fyndnar. Gagnrýni 27. júní 2011 13:30
Upplífgandi og sólrík sálarplata Ég trúi á þig er 25. sólóplata Bubba Morthens með nýju efni og fyrsta platan hans síðan Fjórir naglar kom út fyrir þremur árum. Á Fjórum nöglum voru tvö fín soul-lög, titillagið og Myndbrot, og kannski voru þau kveikjan að því að Bubbi ákvað að búa til soul-plötu. Gagnrýni 22. júní 2011 11:30
Rykið dustað af góðu tímabili Niðurstaða: Þrælgott formúlufjör að hætti níunda. áratugarins. Og formúlan virkar enn. Gagnrýni 21. júní 2011 06:00
Gleðin er besta víman Gleðin réði ríkjum á frábærum viðhafnartónleikum Páls Óskars og Sinfó á laugardagskvöldið. Þetta voru í einu orði sagt stórkostlegir tónleikar, fullkomnir. Það hafði augljóslega verið hugsað fyrir hverju einasta smáatriði og allt gekk upp: Útlit, uppsetning, hljómur, lagaval, lagaröð, söngur, hljóðfæraleikur og útsetningar. Stemningin var líka ótrúleg, gleðin skein af hverju andliti og margir tónleikagesta réðu varla við sig af hamingju. Gagnrýni 15. júní 2011 13:30
Endingargóð Eitís-drottning Með nýrómantíkur-ímyndina af Lauper pikkfasta í höfðinu var dálítið undarlegt að sjá söngkonuna frá New York brölta inn á sviðið (hugsanlega hefur hún hresst sig við með nokkrum áfengum blöndum á undan), dansa eins og Janis Joplin og syngja hreinræktaða blús-standarda af nýjustu plötu sinni, Memphis Blues, sem voru meginuppistaða prógrammsins. En röddin (og hvílík rödd!) hefur ekkert látið á sjá, frekar þroskast og eflst ef eitthvað er, og gæðir formúluna lífi. Gagnrýni 14. júní 2011 00:01
Marvel hamrar járnið X-Men: First Class er skemmtilegt ævintýri sem tekur sig mátulega alvarlega. Enda engin ástæða til annars. Gagnrýni 6. júní 2011 22:30
Og allir að hoppa svo! FM Belfast sló í gegn svo um munaði með fyrstu plötunni sinni How to Make Friends sem kom út haustið 2008. Það getur verið erfitt að fylgja eftir svo vel heppnaðri frumsmíð, en meðlimir FM Belfast hafa greinilega ákveðið að flana ekki að neinu og nú, tæpum þremur árum seinna, er plata númer tvö loksins komin út. Gagnrýni 6. júní 2011 10:30
Flottur Tony Allen Það var mikil eftirvænting í Norðurljósasal Hörpu þegar nígeríski tónlistarmaðurinn Tony Allen steig á svið á miðvikudagskvöldið ásamt Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar. Sammi og félagar, 17 talsins, hófu leik án Tonys, en svo var hann kynntur á svið og kom sér fyrir við trommusett sem var stillt upp fyrir miðju fremst á sviðinu, við mikil fagnaðarlæti. Gagnrýni 3. júní 2011 14:00
Píanóið drepið Á laugardagskvöldið voru í Norðurljósum tónleikar með verkum eftir Högna Egilsson (úr Hjaltalín), píanóleikarann Davíð Þór Jónsson og hljóðstjórann President Bongó. Athyglisverðir tónleikar með fallegri tónlist. Lýsingin var frábær. Gagnrýni 1. júní 2011 00:01
Meistari hylltur í Hörpu Dylan-aðdáendur fögnuðu sjötugsafmæli átrúnaðargoðsins á skemmtilegum tónleikum. Tónleikarnir stóðu í tæpa þrjá tíma og rúmlega tuttugu lög voru spiluð. Hápunktar voru útgáfa Páls Rósinkrans af Hurricane sem var síðasta lag fyrir hlé, samsöngur systranna Ólafar og Klöru Arnalds í Mr. Tambourine Man, tilfinningahlaðin útgáfa Þorsteins Einarssonar Hjálmasöngvara af I Shall Be Released og uppklappslagið, Like A Rolling Stone. Í því komu allir listamenn á svið og sungu saman, en skipuleggjandi tónleikanna Óttar Felix Hauksson sá um forsönginn. Gagnrýni 31. maí 2011 11:00
Gleðin höfð í fyrirrúmi Í heild var sýning Les SlovaKs skemmtileg upplifun full af krafti og leik. Listrænt séð flokkast hún ekki undir meistaraverk en hún kætti áhorfendur. Gagnrýni 26. maí 2011 12:00
Söngvararnir stela senunni Arabian Horse er mjög sterk og sannfærandi Gusgus-plata og mun aðgengilegri og skemmtilegri en sú síðasta. Hún ætti að geta stækkað áheyrendahóp sveitarinnar enn frekar, bæði hér á landi og erlendis. Gagnrýni 25. maí 2011 14:00
Örlög smáblóma í írónískum heimi Skemmtilegasta ljóðabók sem út hefur komið lengi, en um leið hárbeitt og ögrandi samfélagsmynd sem sest að í minninu og vekur óróa. Gagnrýni 25. maí 2011 11:00
Brjálaðir tónleikagestir Algerlega frábær skemmtun með stórkostlegum listamanni. Áheyrendur gengu gersamlega af göflunum! Kaufmann var klappaður upp hvað eftir annað, og söng hvorki meira né minna en fjögur aukalög. Þetta voru ótrúlegir tónleikar. Ljóst er að tónlistarlífið í Hörpu byrjar vel. Gagnrýni 24. maí 2011 21:00
Hryllingurinn ögrar og ógnar Við sáum skrímsli er vel formuð sýning en hnökrar í útfærslu og úrvinnslu koma í veg fyrir að hún uppfylli möguleika sína. Frammistaða flytjendanna var fín. Lovísa Ósk Gunnarsdóttir og Sigríður Soffía Níelsdóttir voru ekki áberandi en fylltu samt mjög vel upp í sviðið þegar þær dönsuðu. Ásgeir Helgi Magnússon fékk bæði að láta ljós sitt skína í dansi og atriðum sem kröfðust meiri leikrænnar tjáningar. Dúettinn hans við ljáinn var áhrifamikill sem og atriðið með höndunum. Valdimar Jóhannsson sem þreytti frumraun sýna sem dansari í dansverki skilaði sínu með prýði enda var hlutverkið hans vel sniðið að getu hans. Hann notaði röddina skemmtilega og tónlistin sem var hans hugarfóstur passaði vel við stemmingu dansverksins hverju sinni. Gagnrýni 24. maí 2011 15:00
Fallegir opnunartónleikar Skúli Sverrisson og Ólöf Arnalds fylltu Norðurljósasal Hörpunnar af fallegum tónum á vel heppnuðum tónleikum. Dagskráin samanstóð af lögum þeirra beggja, aðallega af plötum Skúla, Sería og Sería II og Ólafar, Við og við og Innundir skinni. Tónleikarnir hófust á lögunum Spontanious Kindness og Sería eftir Skúla og svo komu Englar og dárar og Klara eftir Ólöfu og þannig hélt dagskráin áfram út tónleikana, lögin þeirra til skiptis. Gagnrýni 24. maí 2011 10:00
Melódískir meistarar Magnús & Jóhann er glæsileg ferilsplata með tveimur af bestu lagasmiðum Íslandssögunnar. Gagnrýni 21. maí 2011 10:00
Skotheld blúsplata frá Andreu Það þarf ekki að fjölyrða um þennan disk. Hann er algerlega pottþéttur fyrir það sem hann er. Allir spilararnir standa fyrir sínu, Gummi sýnir oft mikil tilþrif á gítarinn og Andrea fer hreinlega á kostum. Tilfinningin og innlifunin hjá henni er einstök. Blúsaðdáendur ættu ekki að láta Rain on me rain framhjá sér fara. Gagnrýni 19. maí 2011 14:30
Hljómmikið rokk í Hörpu Opnunartónleikarnir í Hörpu voru í senn fjölbreyttir, vandaðir og skemmtilegir. Það er ljóst að Harpa lofar virkilega góðu. Gagnrýni 17. maí 2011 10:00
Þjóðarímynd og goðsagnadýr Niðurstaða: Klassískt og alþýðlegt viðfangsefni, brýnt á fyrri hluta síðustu aldar en síður eftir 1950. Fyrir þann tíma var myndefnið hluti af orðræðu samtímans og sköpun þjóðarímyndar en staða þess innan samtímalista er önnur. Mikill fjöldi frábærra verka sem ekki eru sýnileg alla jafna. Fín sýning fyrir alla fjölskylduna. Gagnrýni 12. maí 2011 08:00