Ferðamennska á Íslandi

Ferðamennska á Íslandi

Fréttir af ýmsum málum tengdum ferðamennsku á Íslandi.

Fréttamynd

Ljósin slökkt í rómantískasta bæ Íslands

Samtök atvinnurekenda og áhugafólks vilja efla aðdráttarafl Stokkseyrar með því að slökkva á götulýsingu í þorpinu eftir klukkan ellefu á kvöldin. Yfir 130 manns skrifuðu undir bréf samtakanna sem fékk jákvæð viðbrögð í bæjarráði.

Innlent
Fréttamynd

Bílastæðagjöld fyrir ferðamenn

Ferðaþjónusta Landeigendur hafa ákveðið að skoða til hlítar þá hugmynd að nota bílastæðagjöld til fjármögnunar á uppbyggingu á fjölsóttum stöðum á suðurströndinni og fara sameiginlega í viðræður við aðila um heildarlausn þeirrar hugmyndar.

Innlent
Fréttamynd

Höfnin orðin of lítil á Brjánslæk

„Að mínu viti getum við ekki beðið lengur,“ bókaði Valgeir Davíðsson í hafnarstjórn Vesturbyggðar þar sem hann lagði til að stækkun hafnarinnar á Brjánslæk yrði sett á fjárhagsáætlun næsta árs.

Innlent
Fréttamynd

Vannýtt hráefni í ferðþjónustu – Tækifæri til fullvinnslu

Líta má á áhuga ferðamanna á náttúru, menningu og sögu Íslands sem nokkurs konar hráefni. Ástæða er til að "fullvinna“ þetta hráefni enn frekar en nú er gert, í þeim tilgangi að auka verðmætasköpun í ferðaþjónustu, dreifa álagi á landið og styðja við byggðaþróun.

Skoðun
Fréttamynd

Ferðamenn kaupa ekki bara minjagripi

Kortavelta erlendra ferðamanna í íslenskum verslunum hefur færst töluvert í aukana undanfarin misseri. Einungis 14,6 prósent af veltunni er í minjagripabúðum. Kaupmenn á Laugavegi segjast finna fyrir aukinni verslun ferðamanna.

Innlent