Fastir pennar

Fastir pennar

Fréttamynd

Kenna, ekki banna

Faraldur er orðið sem Sigurður Örn Hektorsson geðlæknir á Landspítala notar um hraða fjölgun sprautufíkla á Íslandi. Í Fréttablaðinu um helgina var sagt frá því að hér væru nú um 700 virkir sprautufíklar og að í þann hóp bættust 70 til 110 manns á ári. Flestra þessara manna og kvenna bíður algjört niðurbrot á líkama og sál. Sjaldgæfar, illvígar blóðsýkingar, lifrarbólga og geðsjúkdómar eru örlög margra sem svala fíkninni með því að sprauta sig í æð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppsagnir ekki alltaf af hinu illa

Glitnir tilkynnti í nýliðinni viku að 255 starfsmönnum hefði verið sagt upp störfum hér heima og erlendis frá áramótum. Þar af var 88 sagt upp á Íslandi í apríl og maí. Er þetta liður í því að draga saman seglin vegna minni umsvifa.

Fastir pennar
Fréttamynd

Neyðin á Skaganum

Í fréttum vikunnar voru tvær fréttir þannig að margir vissu ekki hvort þeir ættu að hlæja eða gráta vegna yfirgengilegs skilningsleysis sem þar birtist.

Bakþankar
Fréttamynd

Myndlist er helvíti

Listahátíð er hafin með myndlist í öndvegi. En listin er ekki bara hátíð. Hún er helvíti líka. Myndlistarmaðurinn er einn í heiminum. Að morgni gengur hann inn í myrkur og dvelur þar daglangt, þar til „veruleikinn" dregur hann út að kvöldi: Úr myrkri í myrkur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Íslenska sólin

Í vikunni skein sólin loksins á höfuðborgarsvæðinu. Eins og margir aðrir fór ég niður á Austurvöll og sat þar og borðaði hádegismat, skeggræddi við félagana og leið dálítið eins og ég væri heimsborgari.

Bakþankar
Fréttamynd

Að rækta garðinn

Heimurinn er ekki stór og alltaf er hann að minnka. Fréttir berast yfir lönd og höf eins og hendi sé veifað og hægt er að fylgjast með viðburðum á skjám sjónvarps og tölvu um leið og þeir eiga sér stað. Þessi þróun færir þjóðir að mörgu leyti nær hver annarri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Loddaralist

Hugsanleg aðild Íslands að Evrópusambandinu er bæði viðamikið og margslungið viðfangsefni. Brýnt er að menn glöggvi sig sem best á í hvaða farveg rétt er að fella umræðuna. Enn fremur þarf tímarammi hennar að vera sæmilega ljós. Miklu skiptir síðan að þær leikreglur sem gilda eiga um ákvörðunarferilinn liggi fyrir áður en endanleg efnisafstaða er tekin.

Fastir pennar
Fréttamynd

Grillir í sumar

Hamingjan þarf ekki að fara með himinskautum, segir í ágætri bók. Það eru orð að sönnu og sést sjaldan jafn greinilega á Íslandi og um kvöldmatarleytið á sólríkum sumardögum, þegar svalir, bakgarðar, verandir og pallar iða af lífi.

Bakþankar
Fréttamynd

Skattalækkun skynsamleg

Fréttir berast nú af fjöldauppsögnum í bönkum og byggingarfyrirtækjum. Fátt er sárara en að missa starfið fyrirvaralaust. Við höfum öll samúð með því fólki, sem hefur orðið fyrir slíku áfalli, og vonum, að það finni fljótlega önnur störf.

Fastir pennar
Fréttamynd

Skýr skilaboð Karenar

Karen Jónsdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi, sló tvær flugur í einu höggi þegar hún kvaddi F-lista Frjálslynda flokksins og óháðra í gær og gekk í raðir Sjálfstæðisflokksins.

Fastir pennar
Fréttamynd

Við vinnum Eurovision

Það lyftist brúnin á mörgum þegar Eurobandið komst upp úr undankeppninni. Nei sko, hugsaði fólk. Eurovision-partíiin voru fjölmenn út um allan bæ á laugardeginum, enda í fyrsta sinn síðan 2004 sem við vorum með í aðalkeppninni.

Bakþankar
Fréttamynd

Vandræðaleg þögn

Aðalhagfræðingur Seðlabankans átti í síðustu viku í krafti stöðu sinnar samtal við þekkt þýskt dagblað. Þar kom fram sú afdráttarlausa skoðun að með evru mætti ná betri stöðugleika í þjóðarbúskap Íslendinga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Normannagat

Um þessar mundir minnast Frakkar þess með pomp og pragt að fjörutíu ár eru liðin frá þeim atburðum sem kenndir eru við „maí 68“; hefur allt verið á öðrum endanum þess vegna í nokkrar vikur og allar horfur eru á því að svo verði enn um stund, a.m.k. þangað til yfirstandandi maímánuður er allur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ósýnilega lífstykkið

Mikið getum við konur þakkað fyrir að vera uppi nú en ekki fyrir til dæmis sextíu árum. Burtséð frá því að þá var eigi ætlast til annars af okkur en að sveipa heimilið hreingerningarilmi og okkur sjálfar dulúð, þá var hvorki búið að finna upp hárblásarann né sléttujárnið.

Bakþankar
Fréttamynd

1968

Vorið 1968 var kalt víða um land en það var bjart vor í hjörtum víða um lönd. Bylgja andófs reis um allan heim þetta sumar og náði hingað norður líka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þjóðarsálir

Sé eitthvað til í raun og veru sem heitir þjóðarsál, svona fyrir utan útvarpsþáttinn góðkunna, held ég að óhætt sé að segja að sú sál hafi verið nokkuð þjökuð að undanförnu.

Bakþankar
Fréttamynd

Kynslóðaleikur

Þegar ég sá myndina af Ríkharði Jónssyni knattspyrnuhetju frá Akranesi á öxlum samherja sinna á baksíðu Morgunblaðsins á föstudaginn lifnaði í huganum sumar­kvöld á gamla Melavellinum í Reykjavík.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að reynast ekki vera þvottekta

Borgarstjóri ætlaði að sýna fram á að skoðanakannanir í upphafi ferils hans væru rangar. Nýr meirihluti og hann væru traustsins verðir og með því að láta verkin tala myndu borgarbúar sjá hversu nauðsynlegt það var að skipta um meirihluta í borginni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Heiður hússins

Eitt af því sem vakti furðu mína eftir að hryllingurinn sem Josef Fritzl lét ganga yfir Elisabeth, dóttur sína, og börn þeirra kom í ljós var hve fljótt Alfred Gusenbauer, kanslari Austurríkis, tók að viðra áhyggjur sínar af því að ímynd landsins hefði skaðast.

Bakþankar
Fréttamynd

Galdrafár

Það er ekki svo langt síðan ég áttaði mig á því að ég tilheyri hópi öfgasinnaðra hryðjuverkamanna. Það kom mér svolítið á óvart enda hef ég yfirleitt verið talin frekar dagfarsprúð stúlka og minnist þess varla að hafa gert flugu mein. Nú skipa ég mér hins vegar á bekk með fólki sem börn og unglingar ættu hreinlega að varast. Ég er nefnilega femínísti. Hugsið ykkur hvað þetta er svakalegt.

Bakþankar
Fréttamynd

Göng undir Sundin væru glapræði

Borgarstjórn Reykjavíkur hefur bitið það í sig að hún vilji leggja áformaða Sundabraut í göng undir Laugarnes og Sundin. Hvað sem það kostar. Fram hefur komið, meðal annars á fundi sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur á miðvikudagskvöld sem boðaður var með svo skömmum fyrirvara og auglýstur svo illa að hann fór framhjá anzi mörgum sem áhuga hefðu haft á að leggja þar orð í belg, að gangaleiðin yrði að minnsta kosti níu milljörðum króna dýrari kostur en hin svonefnda eyjaleið, sem Vegagerðin telur skynsamlegri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Eins og lauf í vindi

Undanfarin misseri hafa skipulagsmál í Reykjavík verið mörgum mjög hugleikin. Langmesta púðrið í umræðunni, ef hreinlega ekki allt, hefur farið í Vatnsmýrina og miðbæinn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Náttúruauður Noregs

Norskum börnum er kennt, að Noregur hafi verið fátækastur Evrópulanda 1905, þegar Norðmenn slitu konungssambandinu við Svíþjóð og tóku sér fullt sjálfstæði. Það er þó ekki alveg rétt, því að til dæmis Finnar og Íslendingar bjuggu þá við krappari kjör en Norðmenn.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fólkið í kjallaranum

Mikið óskaplega hefur fólk nú gaman af illsku. Það er ekki margt sem fangar athygli okkar og ímyndunarafl betur en yfirgengileg og tryllt mannvonska eða geðveiki.

Bakþankar
Fréttamynd

Á vogarskálum

Tímabundinn vandi efnahagslífsins snýst um alþjóðlega lánakreppu. Langtíma vandinn í þjóðarbúskapunum felst hins vegar í því að íslenska krónan er ekki samkeppnishæf. Þetta eru aðskilin viðfangsefni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Glataði sonurinn

Þegar samin eru yfirlitsrit yfir tungumál á einhverju ákveðnu svæði, sem geta verið meira eða minna skyld eða kannske óskyld með öllu, er hentugt að hafa þýðingar á sama textanum sem sýnishorn. Með því að rýna í þessar mismunandi gerðir textans geta lesendurnir fengið hugmyndir um það sem kann að vera sameiginlegt með tungumálunum og það sem er á hinn bóginn ólíkt og gert sér grein fyrir einföldustu atriðum í byggingu þeirra.

Fastir pennar
Fréttamynd

Drama- drottning

Faðir minn var vel lesinn í Íslendingasögunum og lunkinn við að kveikja áhuga á sagnaarfinum. Sem spons var ég í hefðbundnum álögum lítilla stúlkna sem vilja ólmar vera prinsessur. Þá fékk ég ítarlegar frásagnir af hennar hágöfgi Melkorku sem rænt var frá Írlandi og var bæði stórlynd og staðföst. Í útgáfu pabba var hún langamma mín í beinan kvenlegg sem þýddi þar með að ég var sjálf konungborin.

Bakþankar