
Tími breytinga í Kauphöll Íslands
Fyrir helgi var samþykkt á Alþingi frumvarp til breytinga á lögum um rafræna eignaskráningu verðbréfa. Svona fram sett er þessi staðreynd kannski ekki til þess fallin að fólk kippist við af æsingi, en breytingin er hins vegar mikilvægari en gæti virst við fyrstu sýn.