Hæstiréttur segir tíma í flugvél vera vinnutíma Hæstiréttur hefur viðurkennt að starfsmaður átti að fá greitt fyrir þann tíma sem hann varði í flugvélum í vinnuferð. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar. Innlent 15. maí 2024 15:17
Illa orðað samningsákvæði varð KA að falli Óvandvirkni við samningagerð virðist hafa reynst KA dýrkeypt í dómsmáli liðsins og Arnars Grétarssonar, fyrrum þjálfara liðsins, ef rýnt er í dóm Héraðsdóms. KA var í gær dæmt til að greiða Arnari tæpar níu milljónir í vangoldin laun vegna samningsákvæðis sem sneri að bónusgreiðslum. Íslenski boltinn 15. maí 2024 11:05
KA dæmt til að greiða Arnari tæpar ellefu milljónir Knattspyrnufélag Akureyrar þarf að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara meistaraflokks karla, ellefu milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra sem kveðinn var upp í dag. Íslenski boltinn 14. maí 2024 15:06
Dæmdir fyrir ofbeldishrinu Tveir menn hlutu sex mánaða skilorðsbundna fangelsisdóma hvor um sig í Héraðsdómi Suðurlands á dögunum fyrir fjölda ofbeldisbrota. Þeir voru ákærðir fyrir samanlagt sex brot, fjórar líkamsárásir, árás gegn tveimur lögregluþjónum og eina hótun. Innlent 14. maí 2024 14:17
Vitni gefur ekki upp nafn vegna ótta við hefndaraðgerðir Maður, sem hefur stöðu brotaþola í sakamáli, þarf ekki að gefa upp nafn annars manns fyrir dómi. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Innlent 14. maí 2024 11:23
Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. Innlent 13. maí 2024 22:02
Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi vegna ofsaaksturs undir áhrifum Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, en þar af eru sex mánuðir skilorðsbundinir til tveggja ára, í Héraðsdómi Suðurlands fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn ók bíl sem endaði utan vegar við Meðallandsveg, skammt frá Kirkjubæjarklaustri, um nótt í júli 2022. Innlent 13. maí 2024 12:22
Reyndi að drepa mann eftir að upp úr sauð á gamlárskvöld Skúli Helgason, karlmaður á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til fimm ára fangelsisvistar fyrir tilraun til manndráps, með því að stinga mann ítrekað. Í héraði hlaut hann aðeins þriggja og hálfs árs refsingu. Innlent 10. maí 2024 16:51
MAST olli Brúneggjum tjóni en RÚV sýknað Landsréttur sýknaði Ríkisútvarpið en dæmdi Matvælastofnun til skaðabótaábyrgðar í dag í skaðabótamáli fyrrverandi eigenda Brúneggja. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður sýknað stofnanirnar tvær í málinu. Viðskipti innlent 10. maí 2024 15:43
Sýknaður af nauðgun en enginn vafi að konan telji á sér brotið Karlmaður hefur verið sýknaður af ákæru um nauðgun af Héraðsdómi Austurlands. Segir í dómnum að ekki hafi verið færð nógu sannfærandi rök fyrir því að manninum hafi verið ljóst að hann gengi gegn vilja konunnar. Enginn vafi sé þó hjá dómnum að konan telji að á sér hafi verið brotið. Innlent 9. maí 2024 17:01
Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. Innlent 9. maí 2024 07:01
Kannabis en ekki kjólar í kassanum Karlmaður hefur verið dæmdur í fimm mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir tilraun til að flytja inn 4,5 kíló af kannabisefnum. Hann reyndi að koma efnunum til landsins í hraðsendingu sem var merkt kvenfatnaði. Innlent 8. maí 2024 12:13
Meint framhjáhald og sambandsslit í stunguárásarmáli Tvær ungar konur segjast ekki hafa þekkt hvor aðra áður en önnur þeirra stakk hina. Sú sem er grunuð um að hafa stungið hina segir hana hafa ráðist á sig að fyrra bragði, en sú sem varð fyrir stungunni kannast ekki við það. Sambandsslit og meint framhjáhald eru miðlæg í málinu. Innlent 8. maí 2024 08:31
Enok ákærður fyrir að fleygja manni niður tröppur og berja annan Enok Vatnar Jónsson, sjó- og athafnamaður, hefur verið ákærður fyrir tvær grófar líkamsárásir. Við framkvæmd annarrar þeirra henti hann brotaþola niður tröppur. Innlent 7. maí 2024 17:03
Háttsemi dómara ekki saknæm og Isavia fær því enga milljarða Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið og bandarísku flugvélaleiguna ALC af milljarðakröfum Isavia. Þar með staðfestir Hæstiréttur dóm Landsréttar, en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði komist að annarri niðurstöðu og taldi að dómari við Héraðsdóm Reykjaness hefði komist að rangri niðurstöðu með saknæmum hætti í deilunni. Viðskipti innlent 6. maí 2024 16:36
Hindraði mann sem ætlaði að komast úr bíl við Bónusbúð Karlmaður á fimmtugsaldri hefur hlotið tveggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjaness vegna atviks sem átti sér stað í lok janúar á þessu ári. Innlent 6. maí 2024 10:16
Hvernig ætlar ríkið að sækja milljónirnar 360 sem Haraldur gaf? Hæstaréttarlögmaður veltir því fyrir sér hvernig ríkið ætli að endurheimta fé sem fyrrverandi Ríkislögreglustjóri gaf undirmönnum sínum rétt fyrir eigin starfslok. Hann segir háttsemi Ríkislögreglustjóra líklega bótaskylda og jafnvel refsiverða. Innlent 4. maí 2024 13:06
Röntgen Domus og Orkuhúsið fá ekki að sameinast Fyrirhugaður samruni félaga sem eiga tvær af umsvifamestu læknisfræðilegu myndgreiningarþjónustufyrirtækjum landsins fær ekki að ganga í gegn eftir að Landsréttur staðfesti ógildingu Samkeppniseftirlitsins á honum í dag. Viðskipti innlent 3. maí 2024 18:58
Ákærð fyrir að kæfa son sinn með kodda Kona, sem hefur sætt gæsluvarðhaldi óslitið frá því að sonur hennar fannst látinn á heimili þeirra á Nýbýlavegi í lok janúar, sætir ákæru fyrir að bana drengnum með kodda. Innlent 3. maí 2024 12:12
Örlætisgerningur Í dómum Hæstaréttar í málum nr. 20/2023, 21/2023, 22/2023 og 23/2023, frá 27. mars 2024 (71. gr.), segir: Samkvæmt öllu framansögðu fólst í raun í samkomulaginu einhliða ákvörðun fyrrverandi ríkislögreglustjóra um nærri 50% hækkun á grunnlaunum stefnda sem hvorki var í samræmi við kjara- né stofnanasamning. Skoðun 3. maí 2024 09:15
Horfði á þegar vinur hans réðst á manninn sem braut á dóttur hans Karlmaður hefur hlotið þrjátíu daga fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna líkamsárásar sem átti sér stað í íbúð í Reykjavík í maí 2022. Innlent 2. maí 2024 20:30
Kolbeinn Sigþórsson ákærður fyrir brot gegn barnungri stúlku Kolbeinn Sigþórsson hefur verið ákærður fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn barnungri stúlku. Kolbeinn neitar sök, en meint brot á að hafa verið framið í júní fyrir tveimur árum. Innlent 2. maí 2024 17:10
Hárgreiðslustóll ekki hættulegt tæki og konan fær engar bætur Hæstiréttur hefur sýknað Sjóvá af öllum kröfum konu á sjötugsaldri, sem hlaut varanlega örorku eftir fall úr biluðum hárgreiðslustól. Hæstiréttur taldi slysið óhappatilvik og ekki hafa verið valdið af saknæmri háttsemi hárgreiðslustofunnar. Innlent 2. maí 2024 16:13
Sagðist ætla að nota tíu milljón króna kókaín allt sjálfur Karlmaður hlaut í dag sextán mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að flytja til landsins tæplega 700 grömm af kókaíni. Maðurinn játaði að hafa flutt efnin til Íslands, en vildi meina að þau hefðu verið til einkaneyslu. Innlent 30. apríl 2024 23:37
Úrskurðaður í síbrotagæslu eftir ofsaaksturinn Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu, eða til 27. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var handtekinn á sunnudagskvöld eftir eftirför á ógnarhraða um Vogahverfi í Reykjavík. Innlent 30. apríl 2024 13:10
Landsréttur komi fram við ákæruvaldið eins og lítið barn „Hér er Landsréttur að taka fram fyrir hendurnar á ákæruvaldinu, koma fram við það eins og lítið barn sem nýtur ekki lögræðis,“ segir Vilhjálmur H. Vilhjálmsson verjandi hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala á síðasta ári. Í dag var dómur héraðsdóms ómerktur í Landsrétti og lagt fyrir héraðsdóms að taka málið til meðferðar á ný. Innlent 26. apríl 2024 21:33
Refsing fyrir að nauðga stjúpdóttur æskuvinar þyngd Ingi Valur Davíðsson, Ólafsfirðingur á fertugsaldri, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar fyrir að nauðga sextán ára stjúpdóttur æskuvinar síns. Innlent 26. apríl 2024 16:45
Hjúkrunarfræðingurinn ekki laus allra mála enn Dómur í máli hjúkrunarfræðings, sem var sýknaður af ákæru fyrir manndráp á geðdeild Landspítala, hefur verið ómerktur í Landsrétti. Lagt hefur verið fyrir héraðsdóm að taka málið til meðferðar á ný og fella síðan á það efnisdóm. Innlent 26. apríl 2024 16:03
Hæstiréttur sker úr um hvort taka hafi mátt bjór úr hillum Hæstiréttur hefur fallist á beiðni áfengisinnflutningsfyrirtækisins Dista ehf. um áfrýjunarleyfi í máli þess á hendur ÁTVR. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að ÁTVR hafi mátt taka tvær tegundir af bjór úr hillum vegna dræmrar framlegðar af sölu þeirra. Viðskipti innlent 24. apríl 2024 16:50
Kínversk ferðaskrifstofa mátti sín lítils gegn TM Kínversk ferðaskrifstofa á ekki rétt á peningum frá tryggingafélaginu TM vegna rútuslyssins við Kirkjubæjarklaustur í desember 2017. Ferðaskrifstofan hefur þegar greitt foreldrum hinna látnu og taldi sig eiga bótakröfu á TM sem er tryggingarfélag Hópferðabíla Akureyrar. Innlent 24. apríl 2024 16:46
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent