Exit 2: Tuskulegri typpastrákar betri en flest annað Standpínustrákarnir frá Osló í sjónvarpsþáttaröðinni Exit voru að sjálfsögðu klappaðir upp eftir frábæra fyrstu þáttaröð og hafa nú snúið aftur á sviðið. Þeir eru reyndar búnir að spila öll bestu lögin sín, en þeirra síðri lög eru þó töluvert betri en bestu lög flestra annarra. Því kvartar maður ekki undan þessari nýjustu viðbót, þó hún nái ekki sömu hæðum og fyrirrennari hennar. Gagnrýni 29. mars 2021 14:31
Raunveruleikaþáttur MTV fékk 312 milljónir endurgreiddar Framleiðslukostnaður raunveruleikasjónvarpsþáttarins The Challenge nam á annan milljarð króna. Öll serían var tekin upp á Íslandi í september en Pegasus sá um verkefnið fyrir hönd MTV-sjónvarpsstöðvarinnar. Viðskipti innlent 29. mars 2021 12:27
Svona komst Natan Dagur áfram í The Voice Norway Og Natan Dagur Benediktsson er kominn áfram í þriðju umferð norsku sjónvarpskeppninnar The Voice. Lífið 27. mars 2021 17:54
Fyrsta stiklan úr Dagbók Urriða Dagbók Urriða eru nýir þættir sem verða á Stöð 2 og Stöð 2+ í apríl. Lífið 26. mars 2021 17:00
Hlustaðu á Elly Vilhjálms í nýjasta þætti Grey's Anatomy Í nýjasta þætti 17. þáttaraðar Grey's Anatomy sem sýndur verður á Stöð 2 á miðvikudaginn næsta má heyra brot út laginu Ég veit þú kemur í flutningi Elly Viljhálms. Lífið 26. mars 2021 13:31
Brot fær fimmtán tilnefningar til Eddunnar Nú hafa allar tilnefningar til Eddunnar verið opinberar en Edduverðlaunin eru veitt árlega af Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunni og voru þau fyrst veitt árið 1999. Bíó og sjónvarp 26. mars 2021 12:35
Arrested Development-stjarnan Jessica Walter er látin Bandaríska leikkonan Jessica Walter, sem í seinni tíð er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Arrested Development, lést í gær. Walter var áttræð og átti að baki feril sem spannaði fimm áratugir. Erlent 25. mars 2021 19:52
Daníel Ágúst syngur um frelsið sem er svo yndislegt Enginn annar en tónlistargoðið Daníel Ágúst var gestur Ingó síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg. Lífið 24. mars 2021 21:55
Judas and the Black Messiah: Að borða kökuna og geyma hana líka Judas and the Black Messiah er ein þeirra mynda sem hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna í flokknum kvikmynd ársins. Hún byggir á sannsögulegum atburðum og fjallar um smákrimmann Bill O´Neal, uppljóstrara fyrir FBI, sem laumaði sér inn í samtök Svörtu pardusanna. Þar kemst hann í návígi við þeirra helsta leiðtoga, hinn hrífandi Fred Hampton. Gagnrýni 24. mars 2021 14:31
Bestu stórmyndasenurnar þar sem Ísland kemur við sögu Það kannast eflaust flestir Íslendingar við að finna fyrir örlitlu stolti þegar Ísland ber á góma í stórkvikmyndum. Lífið 24. mars 2021 13:31
Netflix birtir fyrstu myndirnar úr Kötlu Bandaríska streymisveitan Netflix birtir í dag fyrstu myndirnar úr íslensku þáttaröðinni Kötlu en Katla er fyrsta íslenska þáttaröðin sem framleidd er fyrir streymisveituna. Leikstjórar þáttanna er Baltasar Kormákur, Börkur Sigthorsson og Thora Hilmarsdóttir. Bíó og sjónvarp 24. mars 2021 08:06
Leikarinn George Segal er allur Bandaríski leikarinn George Segal er látinn, 87 ára að aldri. Hann gerði garðinn frægan meðal annars fyrir hlutverk í myndum á borð við Who’s Afraid of Virginia Wolf og sjónvarpsþáttunum Just Shoot Me! og The Goldbergs. Lífið 24. mars 2021 07:40
Daníel Ágúst í dúndrandi stuði í síðasta þætti Í kvöld er gigg Síðastur en alls ekki sístur. Sviðið hefur sjaldan eða aldrei verið eins vel nýtt og síðasta föstudagskvöld þegar tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst var gestur Ingó í síðasta þætti Í kvöld er gigg. Lífið 22. mars 2021 20:00
Nomadland: Margverðlaunuð andkvikmynd Bandaríska kvikmyndin Nomadland hefur verið hlaðin lofi af gagnrýnendum í heimalandinu og unnið öll þau helstu verðlaun sem nú þegar hafa verið veitt myndum sem komu út þarlendis í fyrra. Nú hefur hana loks rekið á fjörur okkar og er komin í kvikmyndahús. Gagnrýni 21. mars 2021 14:47
Ingó og Pálmi Gunnars kostulegir saman í þættinum Í kvöld er gigg Það fór vel á með þeim félögum Ingó og Pálma Gunnars í þættinum Í kvöld er gigg síðasta föstudagskvöld þegar þeir sungu saman lagið Ég er á leiðinni. Lífið 19. mars 2021 16:06
HBO með minnst þrjár nýjar þáttaraðir í vinnslu HBO vinnur að framleiðslu þriggja nýrra þáttaraða úr söguheimi Game of Thrones þáttanna. Það er til viðbótar við seríuna House of the Dragon, sem fjallar um Targaryen ættina og frumsýna á á næsta ári. Bíó og sjónvarp 19. mars 2021 14:12
Fyrsta sýnishornið úr Saumaklúbbnum Þann 9. apríl verður kvikmyndin Saumaklúbburinn frumsýnd en um er að ræða sjálfstæða kvikmynd í anda Síðustu veiðiferðarinnar sem sló rækilega í gegn í íslenskum kvikmyndahúsum í fyrra. Bíó og sjónvarp 18. mars 2021 10:34
Goðsögnin Pálmi Gunnarsson sló í gegn í þættinum Í kvöld er gigg Það var svo sannarlega glatt á hjalla í þættinum Í kvöld er gigg síðasta föstudagskvöld þegar sjálfur Pálmi Gunnarsson heiðraði gesti með nærveru sinni. Lífið 16. mars 2021 21:35
„Erum bara mannlegir kjánalingar að reyna að finna út úr lífinu“ „Að sjá myndina í bíó í fyrsta sinn var mjög súrrealískt. Ég átti nógu erfitt með það að sjá plakatið af myndinni utan á Smáralindinni hvað þá að sjá hana svo loksins í bíó. En þvílík gleðivíma sem tók við á eftir,“ segir Ólöf Birna Torfadóttir leikstjóri myndarinnar Hvernig á að vera klassa drusla. Bíó og sjónvarp 16. mars 2021 15:31
Avatar aftur á toppinn Kvikmyndin Avatar frá árinu 2009 er aftur orðin arðbærasta kvikmynd sögunnar, eftir að hún var nýverið endursýnd í kvikmyndahúsum í Kína. Avengers: Endgame hafði tekið efsta sætið af Avatar sumarið 2019. Bíó og sjónvarp 16. mars 2021 12:10
Bond-leikarinn Yaphet Kotto er látinn Bandaríski leikarinn Yaphet Kotto, sem þekktastur er fyrir hlutverk sín í Alien og Bond-myndinni Live and Let Die, er látinn. Hann varð 81 árs gamall. Lífið 16. mars 2021 08:53
Ólafur Darri við hlið Jamie Dornan í nýjum hasarþáttum BBC og HBO Max Ólafur Darri Ólafsson mun fara með eitt aðalhlutverka í spennuþáttunum The Tourist sem verða meðal annars sýndir á BBC og streymisveitunni HBO Max. Bíó og sjónvarp 15. mars 2021 18:35
„Það kom smá kjánalegt öskur og svo stóð ég bara frosinn“ Gísli Darri Halldórsson var svakalega hissa þegar Já-fólkið var á meðal þeirra fimm stuttu teiknimynda sem tilnefndar voru til Óskarsverðlauna. Bíó og sjónvarp 15. mars 2021 15:23
Konur fyrirferðamiklar í tilnefningum til Óskarsins Í dag voru tilnefningar til Óskarsins árið 2021 kynntar í beinni útsendingu á YouTube-síðu Óskarsverðlaunanna. Bíó og sjónvarp 15. mars 2021 14:01
Já-fólkið hans Gísla Darra tilnefnd til Óskarsverðlauna Stuttmyndin Já-fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson hefur verið tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta stutta teiknimyndin, í flokknum „Animated Short film“. Þetta var tilkynnt rétt í þessu í beinni útsendingu Óskarsverðlaunaakademíunnar. Bíó og sjónvarp 15. mars 2021 13:26
Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. Bíó og sjónvarp 15. mars 2021 12:53
Hildur vinnur Grammy-verðlaun fyrir Jókerinn Hildur Guðnadóttir, tónskáld, vann í dag Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker. Hildur vann Óskarsverðlaun fyrir tónlistina í fyrra og Grammy-verðlaun í sama flokki í fyrra fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. Tónlist 14. mars 2021 20:31
Fyrsta íslenska baksturskeppnin fer í loftið á Stöð 2 „Við höfum verið með hugmynd að kökuþætti í langan tíma og löngu tímabært að fá íslenska kökukeppni í loftið. Það eru svo margir skemmtilegir baksturs- og kökuþættir erlendis og því fannst mér alveg tilvalið að fara af stað með þetta hér á landi,“ segir Eva Laufey í samtali við Vísi. Lífið 12. mars 2021 12:31
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. Erlent 11. mars 2021 09:09
Mögnuð upphitun fyrir Eurovision í þættinum Í kvöld er gigg Upphitun fyrir Eurovision er svo sannarlega byrjuð af krafti eins og áhorfendur Stöðvar 2 fóru ekki varhluta af síðasta föstudagskvöld í þættinum Í kvöld er gigg. Lífið 9. mars 2021 15:34