Sons of Anarchy-stjarna látin Bandaríski leikarinn William Lucking, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Sons of Anarchy, er látinn. Hann var áttræður þegar hann lést. Lífið 5. nóvember 2021 07:32
Fer með hlutverk forföður síns Þáttaröðin Gunpowder er nýkomin inn á Stöð 2+. Þættirnir byggja á sönnum atburðum og gerast í upphafi 17. aldar þegar England var klofið í trúarmálum. Hópur manna ákveður að ráða Jakob fyrsta Englandskonung af dögum með því að sprengja upp höllina í Westminster, en þegar hafði honum verið sýnd nokkur misheppnuð banatilræði. Lífið samstarf 4. nóvember 2021 14:34
Sýnishorn úr kvikmyndinni Skjálfta frumsýnt Í dag er frumsýnt fyrsta sýnishornið í fullri lengd úr íslensku kvikmyndinni Skjálfta, sem erlendis verður kynnt undir nafninu Quake. Myndin verður heimsfrumsýnd síðar í mánuðinum en fer í sýningu hér á landi í janúar. Bíó og sjónvarp 4. nóvember 2021 14:30
Vampírur bætast við söguheim Marvel Sony birti í dag nýja stiklu kvikmyndarinnar Morbius. Hún fjallar um lækni sem glímir við alvarleg veikindi og stendur í umfangsmikilli leit að lækningu. Sú leit endar í stuttu máli á því að Dr. Michael Morbius verður að vampíru. Bíó og sjónvarp 2. nóvember 2021 14:03
Baskin-hjónin stefna Netflix vegna Tiger King 2 Carole Baskin, erkióvinur tígrisdýraræktandans Joe Exotic, hefur kært streymisveituna Netflix vegna þess sem hún vill meina að sé stórfellt brot á samningum sem varða notkun á myndefni af henni og eiginmanni hennar í stiklu annarrar þáttaraðar Tiger King sem frumsýnd verður síðar í mánuðinum. Lífið 2. nóvember 2021 07:48
Leitað að keppendum fyrir sjónvarpsþáttinn Krakkakviss Stöð 2 leitar að þátttakendum á aldrinum tíu til tólf ára, nemendum í 5. til 7. bekk, í Krakkakviss sem er nýr og stórskemmtilegur spurningaþáttur. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í lok nóvember og verða þeir sýndir í janúar á næsta ári. Lífið 1. nóvember 2021 16:01
Disney birtir fyrstu stiklu Book of Boba Fett Mannaveiðarinn Boba Fett ætlar að stíga í spor fyrrverandi yfirmanns síns, Jabba The Hut, og leggja undir sig undirheima stjörnuþokunnar fjarlægu sem hýsir söguheim Star Wars. Það er miðað við fyrstu stiklu þáttanna The Book of Boba Fett, sem Disney frumsýndi í dag. Bíó og sjónvarp 1. nóvember 2021 14:30
Einn gesta Gísla kominn með Covid og hinir í sóttkví Hallgrímur Helgason rithöfundur er kominn með Covid en hann var meðal gesta í Vikunni sjónvarpsþætti Gísla Marteins Baldurssonar á Ríkissjónvarpinu á föstudagskvöldið. Innlent 1. nóvember 2021 13:48
Væri eyðumerkurheimur „Dune“ raunverulega lífvænlegur? Lífsbaráttan er hörð á eyðimerkurhnettinum Arrakis sem er sögusvið stórmyndarinnar „Dune“. Fólk þarf sérstaka búninga til að lifa af þrúgandi hitann sem eirir engu. Þrátt fyrir að bókin sem myndin byggir á hafi verið skrifuð fyrir tæpri hálfri öld hafa loftslagsfræðingar komist að öfgakennt loftslag Arrakis sé nokkuð raunsætt. Bíó og sjónvarp 31. október 2021 09:00
Upphafsspyrna Hannesar gæti skotið honum á svið með meisturunum Það vakti athygli bíóunnenda og fleiri þegar í ljós kom að kvikmyndin Leynilöggan rakaði inn 15,9 milljónum króna opnunarhelgina 22. til 24. október. Aðeins einu sinni áður hafði kvikmynd rofið 15 milljóna múrinn og var það fyrir fimmtán árum. Ýmislegt hefur breyst í landslaginu síðan þá, bæði hvað varðar aðsókn í bíó og verðlag í landinu. Bíó og sjónvarp 30. október 2021 13:00
Leynilöggan sýnd víða í Evrópu og Asíu Framleiðslu- og dreifingarfyrirtækið Alief hefur selt sýningarrétt að Leynilöggunni í fjölmörgum löndum í Evrópu og Asíu. Leynilöggan hefur gengið fyrir fullum kvikmyndahúsum hér á landi alla vikuna og hefur hlotið mikið lof. Bíó og sjónvarp 29. október 2021 18:48
Geralt berst við skrímsli og menn í annarri stiklu Witcher Netflix birti í dag aðra stiklu annarrar þáttaraðar The Witcher. Ævintýraþættirnir fjalla um stríðsmanninn Geralt of Rivia, galdrakonuna Yennifer og hina merkilegu Ciri og baráttu þeirra við skrímsli, konunga, keisara og galdrakarla. Bíó og sjónvarp 29. október 2021 14:20
Harry Ambrose rannsakar dulafullt mannshvarf í nýrri seríu Sinner Fjórða sería Sinner er komin í gang á Stöð 2+. Lífið samstarf 29. október 2021 12:00
Margrét Júlía valin besta leikkonan á alþjóðlegri kvikmyndahátíð Kvikmyndin BIRTA fékk verðlaun á KIKIFe einni stærstu stærstu barnakvikmyndahátíð í suður Þýskalandi. Margrét Júlía Reynisdóttir var valin af dómnefnd sem besta unga leikkonan en hún er aðeins átta ára gömul. Bíó og sjónvarp 29. október 2021 11:30
Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina. Lífið 29. október 2021 09:32
Hágrét í frjálsu falli: „Gjörsamlega búinn á því á líkama og sál“ Auðunn Blöndal ferðaðist um Asíu þvera og endilanga í þáttunum Asíski draumurinn sem sýndir voru á Stöð 2 og segist hafa verið niðurbrotinn andlega og líkamlega á lokametrunum. Lífið 28. október 2021 16:30
Squid game búningar bannaðir í grunnskólum í New York Þrír grunnskólar í New York fylki í Bandaríkjunum hafa bannað nemendum að klæðast búningum úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Squid Game. Stjórnendur skólanna hræðast að með búningunum sé verið að upphefja ofbeldi. Erlent 28. október 2021 15:14
Ný íslensk hryllingsmynd tilnefnd til verðlauna Íslenska hryllingsmyndin It Hatched í leikstjórn Elvars Gunnarssonar er tilnefnd til tveggja verðlauna á Austin kvikmyndahátíðinni sem nú fram fer í Texas en kvikmyndin var heimsfrumsýnd þar á dögunum. Lífið 27. október 2021 21:57
Önnur þáttaröð Tiger King frumsýnd í nóvember Netflix birtu stiklu úr nýrri þáttaröð Tiger King fyrr í dag. Serían er númer tvö í röðinni en sú fyrsta naut gríðarlegra vinsælda um allan heim. Til stendur að frumsýna þáttaröðina þann 17. nóvember næstkomandi. Bíó og sjónvarp 27. október 2021 17:53
Skapari Squid Game svarar LeBron: Getur gert sitt eigið framhald Höfundur sjónvarpsþáttanna vinsælu, Squid Game, hefur svarað körfuboltastjörnunni LeBron James eftir að hann gagnrýndi hvernig þáttaröðin endaði. Körfubolti 27. október 2021 13:01
Hafði áður verið rekinn úr tökuliði vegna byssuskots á setti Aðstoðarleikstjóri kvikmyndarinnar Rust, sem leikarinn Alec Baldwin vann að þegar hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana, var rekinn úr verkefni árið 2019 eftir sambærilegt atvik. Þar slasaðist meðlimur í tökuliðinu þegar skot hljóp úr byssu á setti. Erlent 25. október 2021 23:45
Leynilöggan halaði inn milljónir um frumsýningarhelgina Kvikmyndin Leynilöggan halaði inn 15,9 milljónum króna um liðna helgi sem gerir kvikmyndina að tekjuhæstu frumsýningu á íslenskri mynd frá upphafi. Mýrin í leikstjórn Baltasar Kormáks átti metið en miðar á myndina seldust fyrir 15,8 milljónir króna í október 2006. Bíó og sjónvarp 25. október 2021 11:40
Langar að leika meira erlendis Kvikmyndin Dýrið eftir Valdimar Jóhannsson er komin í bíó og fer Hilmir Snær Guðnason með aðalhlutverk í kvikmyndinni. Sindri Sindrason ræddi við hann í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 25. október 2021 10:30
„Sjöundi vinurinn“ James Michael Tyler látinn James Michael Tyler, leikarinn sem er þekktastur fyrir að leika kaffihúsaþjóninn Gunther í Friends, er látinn. Tyler, sem var 59 ára, lést úr blöðruhálskirtilskrabbameini. Lífið 24. október 2021 22:04
Stóra sviðið: Sjáðu stuttmyndir Audda og Steinda Skemmtiþættirnir Stóra sviðið hófu göngu sína á Stöð 2 í gær. Í þáttunum eiga þeir Auðunn Blöndal og Steinþór Hróar Steinþórsson, iðulega þekktir sem Auddi og Steindi, að leysa ýmsar þrautir í samvinnu við gesti þáttanna. Lífið 23. október 2021 13:58
Heimildarmyndin Kolapse heimsfrumsýnd í RIFF-Heima Þó að RIFF-hátíðin sé búin að loka dyrum sínum í kvikmyndahúsum er hátíðin enn í gangi á vefnum. Þar má finna íslenska dagskrá til 30. október. Bíó og sjónvarp 22. október 2021 17:00
Þáttur fyrir alla fjölskylduna: „Þetta er vönduð vitleysa“ Þátturinn Stóra sviðið fer af stað á Stöð 2 í kvöld. Hér er á ferðinni nýr fjölskylduþáttur þar sem skemmtun og afþreying eru í aðalhlutverki. Steinunn Ólína leggur fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir. Bíó og sjónvarp 22. október 2021 15:00
Sony birtir fyrstu stiklu Uncharted Sony birti í dag fyrstu stiklu kvikmyndarinnar Uncharted með þeim Tom Holland, Mark Wahlberg, Titu Gabrielle og Antonio Banderas í aðalhlutverkum. Myndin byggir á og ber sama nafn og hin gífurlega vinsæla tölvuleikjasería eftir Naughty Dog. Bíó og sjónvarp 21. október 2021 17:34
Leynilögga loksins frumsýnd á Íslandi Kvikmyndin Leynilögga hefur slegið í gegn á kvikmyndahátíðum síðustu mánuði og fengið mikið lof gagnrýnenda erlendis. Eftir mikla eftirvæntingu var myndin frumsýnd í Egilshöll í gær. Lífið 20. október 2021 16:45
„Þetta er ástarsaga“ Bússi er harðasta löggan í bænum en málin flækjast þó þegar hann fær nýjan samstarfsfélaga, pankynhneigða heimsmanninn Hörð Bess. Lífið 20. október 2021 11:30