Stökk fram af fossi í frostinu: „Gott að finna hugrekkið sitt“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sýndi frá því á samfélagsmiðlum sínum að í gær prófaði hún að hoppa niður jökulkaldan foss. Lífið 25. nóvember 2021 10:38
Squid Game smyglari dæmdur til dauða Karlmaður, sem smyglaði afritum af vinsælu Netflix-þáttunum Squid Game til Norður-Kóreu, hefur verið dæmdur til dauða. Upp komst um manninn eftir að stjórnvöld gómuðu gagnfræðiskólanema við að horfa á þættina. Erlent 25. nóvember 2021 10:13
Væntanlegt sjónvarpsefni: Hawkeye heldur upp á jólin Það kennir ýmissa grasa á næstu vikum þegar kemur að nýjum sjónvarpsþáttaröðum og kvikmyndum á streymisveitunum, Stöð 2 og RÚV. Bíó og sjónvarp 24. nóvember 2021 14:31
Amazon og EA nálægt samkomulagi um Mass Effect þætti Forsvarsmenn Amazon Studios eru nærri því að gera samkomulag við tölvuleikjafyrirtækið Electronic Arts um að gera sjónvarpsþætti um söguheim Mass Effect, leikjaseríunnar vinsælu. Bíó og sjónvarp 24. nóvember 2021 13:01
Hollywood-björninn Bart er allur Hollywood-björninn Björninn Bart annar (e. Bart the Bear II) er allur, 21 árs að aldri. Björninn hafði birst í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda, þeirra á meðal Dagfinni dýralækni 2, Into the Wild og Game of Thrones. Lífið 23. nóvember 2021 20:41
Sér eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í Dönsku stúlkunni Leikarinn Eddie Redmayne segist sjá eftir að hafa farið með hlutverk transkonu í bíómyndinni The Danish Girl. Í dag myndi hann ekki taka að sér hlutverkið. Lífið 22. nóvember 2021 16:25
Kvikmyndin Skjálfti fær stórkostlegar viðtökur í Tallinn Íslenska kvikmyndin Skjálfti var frumsýnd á kvikmyndahátíð í Tallinn í Eistlandi um helgina. Fyrstu dómar eru dottnir í hús og myndin hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda. Bíó og sjónvarp 21. nóvember 2021 11:09
Meghan Markle í falinni myndavél Meghan Markle, leikkonan og hertogaynjan af Sussex, fór á kostum í falinni myndavél í spjallþætti hjá bandarísku sjónvarpskonunni Ellen DeGeneres í vikunni. Lífið 20. nóvember 2021 23:41
Sýnishorn úr brúðkaupi Jennifer Lopez og Owen Wilson Jennifer Lopez snýr aftur í rómantísku gamanmyndirnar á næsta ári, þegar mynd hennar Marry Me kemur út á Valentínusardaginn. Lífið 19. nóvember 2021 13:30
Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. Lífið 18. nóvember 2021 16:31
The French Dispatch: Miðlungs Wes Anderson betri en flestir Nýjasta kvikmynd Wes Andersons er nú komin í kvikmyndahús. Þó hún nái nú ekki þeim hæðum sem hans bestu verk ná, er hún þrátt fyrir allt hin fínasta ræma. Gagnrýni 18. nóvember 2021 14:31
Lindsay Lohan snýr aftur í rómantískri jólamynd Leikkonan og barnastjarnan Lindsay Lohan snýr aftur á skjáinn eftir langa fjarveru. Hún fer með aðalhlutverk í rómantískri gamanmynd sem væntanleg er á Netflix um jólin á næsta ári. Lífið 17. nóvember 2021 15:30
Og Óskarinn hlýtur... Hvaða myndir eru líklegastar þetta árið? Nú styttist í áramót og því aðeins einn og hálfur mánuður til stefnu fyrir útgáfu kvikmynda sem ætla að vera með í Óskarshítinni. Það er einmitt innan þess tímaramma sem kvikmyndaverin senda frá sér flestar þær myndir sem þau telja líklegar til afreka. Bíó og sjónvarp 17. nóvember 2021 14:31
Yfir 1300 börn sóttu um að taka þátt í Krakkakviss Á dögunum auglýsti Stöð 2 eftir liðum til þess að taka þátt í nýjum spurningaþætti sem nefnist Krakkakviss. Umsækjendur þurftu að vera á aldrinum tíu til tólf ára. Lífið 17. nóvember 2021 10:31
Ný stikla sýnir að Kóngulóarmannsins bíður ærið verkefni Ný stikla fyrir stórmyndina Spider-Man: No Way Home var frumsýnd í nótt og má sjá að Kóngulóarmanninum bíður ærið verkefni við að bjarga málunum. Bíó og sjónvarp 17. nóvember 2021 07:49
Tóku upp 15 mínútna kvikmyndaverk við lag Markétu Irglová Anní Ólafsdóttir og Andri Snær Magnason leikstýrðu saman kvikmyndaverki við lag Markétu Irglová, Among the Living. Myndin var meðal annars tekin upp inni í Hallgrímskirkju. Lífið 12. nóvember 2021 15:01
Ferrell og Reynolds mættu í viðtöl hvors annars Leikararnir og vinirnir Ryan Reynolds og Will Ferrell komu þáttastjórnendunum Jimmy Fallon og Jimmy Kimmel á óvart í vikunni, þegar þeir mættu fyrir hvorn annan í viðtal. Ferrell mætti til Kimmel í stað Reynolds og Reynolds mætti í stað Ferrell til Fallon. Bíó og sjónvarp 12. nóvember 2021 11:31
Monster‘s Ball-leikari látinn þrítugur að aldri Hinn bandaríski Coronji Calhoun, sem fór með hlutverk sonar persónu Halle Berry í myndinni Monster‘s Ball frá árinu 2001, er látinn, þrítugur að aldri. Lífið 11. nóvember 2021 14:01
Fyrirtæki Davíðs kaupir fyrirtæki Peters Jackson Hugbúnaðarfyrirtækið Unity Technologies ætlar að kaupa hluta tæknibrellufyrirtækisins WETA Digital. Leikstjórinn Peter Jackson stofnaði Weta á árum áður og fyrirtækið er hvað þekktast fyrir að hafa komið að tæknibrellunum í Lord of the Rings kvikmyndunum. Viðskipti erlent 10. nóvember 2021 13:51
Quantum Leap-stjarnan Dean Stockwell látin Bandaríski leikarinn Dean Stockwell, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Quantum Leap, er látinn, 85 ára að aldri. Lífið 10. nóvember 2021 07:51
Öflugt endurgreiðslukerfi tryggir samkeppnisforskot kvikmyndagerðar á Íslandi Það stefnir í annað stærsta framleiðsluár í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaði hér á landi samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni. Ársvelta iðnaðarins hefur þrefaldast á einum áratug, vel á þriðja þúsund manns starfa við kvikmyndagerð og fjöldi fyrirtækja í greininni hefur tvöfaldast undanfarin fimm ár. Skoðun 8. nóvember 2021 15:01
Ný íslensk streymisveita hefur göngu sína Ný íslensk streymisveita hefur hafið göngu sína sem sérhæfir sig í klassískum kvikmyndum með íslenskum texta. Streymisveitan ber nafnið Filmflex og leggja aðstandendur áherslu á að sinna klassískum kvikmyndaperlum sem nutu mikillar aðsóknar í kvikmyndahúsum landsmanna á sjöunda og áttunda áratugnum. Viðskipti innlent 8. nóvember 2021 14:55
Sunneva segir draum að geta unnið með Balta Listakonan Sunneva Ása Weisshappel birti á Instagram fallegar myndir af sér með Baltasar Kormáki í hestaferð. Hún er í London í augnablikinu og virðist sakna hestaferðanna. Lífið 8. nóvember 2021 14:30
Stranger Things stikla: Fjörugt vorfrí í Hawkins Netflix birti um helgina stiklu fyrir fjórðu þáttaröð Stranger Things. Eins og svo oft áður stefnir í mikil vandræði í Hawkins og mögulega í Kaliforníu. Bíó og sjónvarp 8. nóvember 2021 11:00
Hannes verðlaunaður í Lübeck: „Hamingjusamur og stoltur“ Kvikmyndin Leynilögga hlaut verðlaun á Nordische Filmtage Lübeck í gær, Kvikmyndahátíðinni í Lübeck Þýskalandi. Leynilögga var opnunarmynd hátíðarinnar og fékk mjög góðar viðtökur. Lífið 8. nóvember 2021 10:15
Ertu íslensk? Ósýnilegu konurnar stíga fram Magnea Björk Valdimarsdóttir sendi nýverið frá sér heimildamyndina Hvunndagshetjur (Are You Icelandic?). Myndin hefur m.a. unnið til verðlauna á kvikmyndahátíðum í Barcelona og París. Bíó og sjónvarp 7. nóvember 2021 13:17
Verbúð verðlaunuð á Spáni Íslenska þáttaröðin Verbúð, hlaut á dögunum dómnefndarverðlaunin á hátíðinni Serielizados Fest á Spáni. Hátt í 40 þættir og heimildarmyndir voru sýnd á hátíðinni. Bíó og sjónvarp 5. nóvember 2021 20:36
RIFF býður öllum leik- og grunnskólanemum landsins kvikmyndadagskrá og kennsluefni RIFF, Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík hefur útbúið veglega alþjóðlega kvikmyndadagskrá ásamt kennsluefni sem býðst öllum leik- og grunnskólanemum landsins út janúar á næsta ári og er skólunum að kostnaðarlausu. Bíó og sjónvarp 5. nóvember 2021 15:31
Leit hafin að þátttakendum í aðra seríu af Fyrsta blikinu „Ef þú hefur náð tuttugu ára aldri og ert í leit að ástinni og ævintýrum, þá erum við að leita að þér,“ segir í auglýsingu frá aðstandendum stefnumótaþáttanna Fyrsta blikið. Makamál 5. nóvember 2021 15:12
Þjóðþekktir einstaklingar flykktust með börnin í bíó Það var mikill stjörnufans i Smárabíói þegar íslenska barna- og fjölskyldumyndin Birta var frumsýnd. Salka Sól mætti ólétt og geislandi en hún leikur eitt aðalhlutverkið ásamt Kristínu Erlu Pétursdóttir og Margréti Júlíu Reynisdóttir. Lífið 5. nóvember 2021 11:31