Brendan Fraser nær óþekkjanlegur sem Hvalurinn Endurkoma leikarans Brendan Fraser í Hollywood heldur áfram. Í vikunni birtist fyrsta myndin af Fraser í hlutverki hins 270 kílóa Charlie í myndinni The Whale eftir Darron Aronofsky. Hlutverkið er fyrsta aðalhlutverk Fraser í kvikmynd frá 2013. Bíó og sjónvarp 27. júlí 2022 14:10
Berdreymi vann til verðlauna í Sarajevó Kvikmyndin Berdreymi vann til verðlauna á Omladinski-kvikmyndahátíðinni sem fram fór í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu í síðustu viku. Leikarinn Blær Hinriksson hlaut einnig verðlaun á hátíðinni. Lífið 27. júlí 2022 08:51
Paul Sorvino er látinn Leikarinn Paul Sorvino lést í gær, 83 ára að aldri. Hann var einna þekktastur fyrir hlutverk sitt í stórmyndinni Goodfellas. Lífið 26. júlí 2022 11:19
The Omen og Titanic-leikarinn David Warner er látinn Leikarinn David Warner er látinn, áttatíu ára að aldri. Warner er þekktastur fyrir hlutverk sín í myndum á borð við The Omen, Titanic, Tron og sjónvarpsmyndinni A Christmas Carol. Lífið 26. júlí 2022 08:35
Svarti pardusinn snýr aftur Í nótt gaf Marvel út stiklu fyrir kvikmyndina „Black Panther 2: Wakanda Forever.“ Myndin verður frumsýnd þann 11. nóvember næstkomandi. Bíó og sjónvarp 24. júlí 2022 16:53
The Gray Man: Netflix kveikir í peningum Netflix var ekkert að tvínóna við hlutina þegar gefið var grænt ljós á nýja mynd Russo-bræðra, sem hafa verið stórtækir leikstjórar í Avengers-heiminum. Heilum 200 milljónum dollara var splæst á herlegheitin og það sést hvert þær fóru, í sprengingar. Gagnrýni 24. júlí 2022 14:56
H.E.R. mun leika Fríðu Söngkonan Gabriella Sarmiento Wilson, betur þekkt sem H.E.R. mun fara með hlutverk Fríðu í sérútgáfu sjónvarpsstöðvarinnar ABC af klassísku Disney myndinni „Fríða og Dýrið.“ Bíó og sjónvarp 23. júlí 2022 13:04
Drekar og dýflissur í Geldingadölum í nýrri stórmynd Eldgosinu í Geldingadölum bregður fyrir í nýrri stiklu fyrir kvikmyndina Dungeons & Dragons: Honor Among Thieves. Myndin var að hluta til tekin upp hér á landi. Bíó og sjónvarp 22. júlí 2022 21:29
Elvis leikkonan Shonka Dukure fannst látin á heimili sínu Leik- og tónlistarkonan Shonka Dukureh, sem fór með hlutverk Big Mama Thornton í nýrri mynd um Elvis, fannst látin á heimili sínu í gær. Lífið 22. júlí 2022 13:19
Líður eins og stjörnu í Sarajevó Blær Hinriksson vann í vikunni til verðlauna á kvikmyndahátíð í Sarajevó í Bosníu og Hersegóvínu. Blær fékk verðlaun fyrir besta unga leikara í kvikmyndaflokki fyrir myndirnar Hjartastein og Berdreymi. Lífið 21. júlí 2022 18:31
Starfsmaður Law and order skotinn til bana Aðstoðarmaður á setti sívinsælu sjónvarpsþáttana „Law and Order: Organized Crime“ var skotinn til bana á setti í Brooklyn á þriðjudag. Erlent 21. júlí 2022 18:06
Rýnt í stiklu House of the Dragon HBO birti í gær nýja stiklu fyrir þættina House of the Dragon, sem gerast í söguheimi Game of Thrones. Drekar Targaryen-ættarinnar eru umfangsmiklir í stiklunni en þættirnir fjalla um mjög róstusamt tímabil í Westeros. Bíó og sjónvarp 21. júlí 2022 11:55
Stallone kallar framleiðanda Rocky sníkjudýr og vill hluta af réttindunum Sylvester Stallone krafði Irwin Winkler, framleiðanda Rocky-myndanna, nýlega um hlut af réttindum kvikmyndaseríunnar. Í færslu sem Stallone birti á samfélagsmiðlum nýverið lýsti hann Winkler sem sníkjudýri og hæfileikalausum. Lífið 21. júlí 2022 10:58
Framherji Halifax yfirgefur liðið til að taka þátt í Love Island Jamie Allen, framherji Halifax Town sem leikur í fimmtu efstu deild Englands, hefur yfirgefið liðið á miðju undirbúningstímabili til að taka þátt í raunveruleikaþáttunum vinsælu, Love Island. Fótbolti 20. júlí 2022 17:30
Spielberg leikstýrði fyrsta tónlistarmyndbandi ferilsins á síma Þrátt fyrir feril sem spannar meira en hálfa öld hefur Steven Spielberg aldrei leikstýrt tónlistarmyndbandi, þar til nú. Í vikunni kom út tónlistarmyndbandið fyrir Cannibal, nýjasta lag Marcus Mumford, sem Spielberg leikstýrði og tók upp á síma. Lífið 20. júlí 2022 14:03
Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma við endurfundi Leikarinn Ben Stiller var staddur hér á landi í vikunni ásamt leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Þeir féllust í faðma þegar þeir hittust í Stykkishólmi í fyrsta sinn í langan tíma. Lífið 19. júlí 2022 13:02
Danskir framleiðendur semja við Viaplay og framleiðsla hefst að nýju Danskir kvikmyndaframleiðendur hafa gert tímabundið samkomulag við Viaplay sem gerir að verkum að framleiðsluverkefni tengd streymisveitunni sem fóru í stopp í júní munu fara í gang að nýju. Erlent 18. júlí 2022 12:03
Ben Affleck og Jennifer Lopez orðin hjón Leikarinn Ben Affleck og söngkonan Jennifer Lopez giftu sig í gær. Samkvæmt hjónavígsluvottorði mun Lopez bæta eftirnafni Affleck við sitt nafn. Lífið 17. júlí 2022 19:20
Chloe: Er glansmyndin ekki alltaf fölsk? Amazon Prime Video framleiddi í samstarfi við BBC þáttaröðina Chloe, sem nú er hægt að sjá á streymisveitunni. Hún fjallar um Becky, rúmlega þrítuga konu, sem býr enn hjá móður sinni. Þegar Chloe, sem Becky hefur fylgst með á Instagram, fremur sjálfsmorð fer Becky á stúfana og grennslast fyrir um málið. Gagnrýni 17. júlí 2022 12:08
Einn handritshöfunda Big Mouth látinn Grínistinn og leikarinn Jak Knight er látinn. Knight er þekktastur fyrir að hafa verið einn af handritshöfundum teiknimyndaþáttanna Big Mouth sem eru afar vinsælir á Netflix. Lífið 16. júlí 2022 22:47
Rýnt í stiklu Rings of Power Amazon Studios birtu í dag nýja stiklu fyrir þættina The Rings of Power en þeir byggja á Hringadróttinssögu J.R.R. Tolkien. Þættirnir gerast þúsundum ára áður en Aragorn steig sín fyrstu skref í Rivendell. Bíó og sjónvarp 14. júlí 2022 15:29
Ben Stiller í Flatey með Ólafi Darra Stórleikarinn Ben Stiller virðist vera staddur á landinu og samkvæmt Eiríki Jónssyni sást hann í Flatey á Breiðarfirði með vini sínum og samstarfsfélaga Ólafi Darra leikara. Lífið 14. júlí 2022 11:14
Ætla að bjóða upp á auglýsingar með aðstoð Microsoft Stjórnendur Netflix hafa ákveðið að fá Microsoft til liðs við sig við að hanna áskriftarleið þar sem áskrifendur horfa á auglýsingar. Mun þetta vera í fyrsta sinn sem Netflix býður upp á slíka áskrift. Bíó og sjónvarp 13. júlí 2022 21:19
Raggi Kjartans kenndi Æði strákunum gjörningalist á typpinu „Þetta var alveg með topp þremur steiktustu mómentum lífs míns. Að vera fokking öskrandi, ber að ofan, á meðan Patti er að mála með typpinu og það er einhver fimmtugur karlmaður hoppandi á typpinu í sófanum,“ segir Bassi Maraj um upplifun sína af listgjörning með Ragga Kjartans í síðasta þætti ÆÐI. Lífið 13. júlí 2022 12:15
Daði og Matthías tilnefndir til Emmy-verðlauna Tilnefningar til Emmy-verðlaunanna voru birtar í dag en hátíðin fer fram þann 12. september næst komandi. Succession fær flestar tilnefningar í ár eða 25 talsins en rétt á eftir koma þættirnir Ted Lasso og The White Lotus með tuttugu tilnefningar. Lífið 12. júlí 2022 19:48
Eva Ruza á góðri leið með að brenna stúdíóið til kaldra kola „Ertu að kveikja í?“ ..heyrist Eva Laufey hrópa á nöfnu sína Evu Ruzu þegar hún sér reykinn rjúka frá kraumandi pönnunni en Eva Ruza gerði heiðarlega tilraun til þess að karmelisera hnetur. Lífið 12. júlí 2022 16:46
Kevin Bacon rifjar upp fótafimi í Footloose-áskorun á TikTok Stórleikarinn Kevin Bacon kom fylgjendum sínum skemmtilega á óvart þegar hann tók þátt í Footloose dans-áskorun á TikTok á dögunum ásamt eiginkonu sinni leikkonunni Kyru Sedgwick. Lífið 12. júlí 2022 13:40
Kastar öllu frá sér þegar Kim býður honum með sér í sturtu Önnur þáttaröð raunveruleikaþáttanna The Kardashians er væntaleg á Hulu í lok september en í þáttunum er fylgst með lífi og leik fjölskyldumeðlima hinnar ofurfrægu Kardashian fjölskyldu sem fólk virðist bara ekki fá nóg af. Lífið 12. júlí 2022 12:19
Höfundur James Bond-stefsins er látinn Monty Norman, höfundur James Bond-stefsins, er látinn 94 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skömm veikindi samkvæmt tilkynningu á vefsíðu hans. Lífið 11. júlí 2022 17:49
Hollywood fréttir: Þórshamar neglir áhorfendur í sæti Nýjasta ofurhetjumynd Marvel, Thor: Love and Thunder, tók inn 69.5 milljónir dollara sl. föstudag, til viðbótar við þær 29.6 milljónir sem hún halaði inn í gegnum forsýningar fimmtudagskvöldsins. Bíó og sjónvarp 10. júlí 2022 15:32