Saga af átökum fjölskyldu úr íslenskum samtíma Tökur eru að hefjast á sjónvarpsþáttaseríunni Heima er best. Heima er best er karakterdrifin sex þátta sería frá Tinnu Hrafnsdóttur leikkonu og leikstjóra. Þættirnir fara í sýningu á næsta ári. Bíó og sjónvarp 12. september 2022 09:40
Stiklur fyrir Múfasa , Litlu hafmeyjuna og Hókus Pókus 2 frumsýndar Um helgina hefur Disney verið með kynningu á öllu því efni sem er væntanlegt frá framleiðandanum á næstu misserum. Leikin útgáfa af Litlu hafmeyjunni, kvikmynd um Múfasa úr Konungi ljónanna og framhald af nornunum í Hókus Pókus er meðal þess sem er væntanlegt. Bíó og sjónvarp 11. september 2022 14:00
Þrjár nýjar Star Wars stiklur frumsýndar Disney frumsýndi í gær þrjár stiklur fyrir Star Wars sjónvarpsþætti sem eru væntanlegir á streymisveituna Disney+ á næstunni. Bíó og sjónvarp 11. september 2022 08:32
Framhald af Enchanted á leiðinni eftir fimmtán ára bið Fyrsta stiklan fyrir Disney myndina Disenchanted var frumsýnd í gær en um er að ræða framhaldsmynd af Enchanted, sem var frumsýnd árið 2007. Lífið 10. september 2022 13:29
Stikla fyrir nýja „Knives Out“ ráðgátu: Benoit Blanc er mættur aftur Ný stikla hefur litið dagsins ljós vegna nýju „Knives Out“ kvikmyndarinnar. Myndin er í leikstjórn Rian Johnson. Bíó og sjónvarp 9. september 2022 23:56
Þrettán íslenskar stuttmyndir keppa á RIFF í ár „Stuttmyndasamkeppni RIFF er sérlega spennandi í ár, fjölbreytt viðfangsefni og ólík efnistök einkenna myndirnar sem valdar hafa verið í flokkinn,“ segir í nýrri tilkynningu frá RIFF. Keppnin fer fram í tveimur hlutum og horft er á hvorn þeirra í heilu lagi. Lífið 9. september 2022 17:02
LXS semja um aðra þáttaröð og svara gagnrýninni Raunveruleikaþátturinn LXS hefur vakið athygli og umtal síðustu vikur en Stöð 2 hefur nú samið við hópinn um að gera aðra þáttaröð. Lífið 9. september 2022 14:30
Fyrsta sýnishornið úr frumraun Sigurjóns Sighvatssonar sem leikstjóra Sigurjón Sighvatsson, sem er hvað þekktastur sem kvikmyndaframleiðandi, er sestur í stól leikstjóra. Heimildarmyndin Exxtinction Emergency verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF í Reykjavík nú í september. Lífið 9. september 2022 11:01
Netflix frestar tökum á The Crown Peter Morgan höfundur Netflix þáttanna The Crown hefur tilkynnt að tökum verði frestað ótímabundið af virðingu við drottninguna. Elísabet Bretlandsdrottning lést í gær 96 ára að aldri, en Morgan hefur áður talað um að þættirnir séu „ástarbréf“ til hennar. Lífið 9. september 2022 10:06
Home: Flóttamenn eru fólk eins og við Ríkissjónvarpið á það til að detta inn á skemmtilega breska þætti og eru slíkir nú á dagskrá þar á bænum, þáttaröðin Home frá Channel 4. Gagnrýni 9. september 2022 09:13
Rauðar varir á frumsýningu íslensku hrollvekjunnar It Hatched Íslenska hrollvekjugamanmyndin It Hatched var frumsýnd á Íslandi í gær. Myndin hefur nú þegar hlotið góða gagnrýni erlendis eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi. Lífið 8. september 2022 15:30
Fréttaþulurinn Bernard Shaw er látinn Bandaríski fréttaþulurinn Bernard Shaw, sem starfaði lengi sem aðalfréttaþulur bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar CNN, er látinn, 82 ára að aldri. Viðskipti erlent 8. september 2022 14:27
Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins „Myndin upphefur þessar undarlegu hrollvekjur og B-myndir en í senn gerir grín af minnum hefðarinnar,“ segir leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn Bent Kingo Andersen um hrollvekju gamanmyndina It hatched. Myndin verður forsýnd hér á landi í dag. Bíó og sjónvarp 7. september 2022 15:01
Hugleikur Dagsson fer af stað með nýtt hlaðvarp Hugleikur Dagsson heldur úti hlaðvarpsþáttunum RIFF-kastið sem hefjast 8. september. Þættirnir verða sendir út vikulega þar til RIFF hátíðinni lýkur. Lífið 7. september 2022 12:50
Lilja kynnti Ísland fyrir Netflix Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, fundaði með fulltrúum bandarísku streymisveitunnar Netflix í Los Angeles í Bandaríkjunum á dögunum. Viðskipti innlent 7. september 2022 09:04
Don´t Worry Darling dramað rakið: Harry Styles, meintur hráki, „Miss Flo“ og Shia LaBeouf Kvikmyndin Don't worry Darling er á leiðinni á hvíta tjaldið en dramað virðist vera enn meira utan handritsins miðað við fregnir af leikarahópnum. Sögurnar virðast verða fleiri með hverjum deginum sem líður og enn er margt óljóst í tengslum við þeirra samskipti. Lífið 6. september 2022 20:39
Hljóta heiðursverðlaun RIFF 2022 fyrir framúrskarandi listræna sýn Kvikmyndaleikstjórarnir Albert Serra og Alexandre O. Philippe fá heiðursverðlaun RIFF í ár. Leikstjórarnir tveir verða staddir á Íslandi við upphaf hátíðarinnar þann 29. september, en hún stendur til 9. október. Bíó og sjónvarp 6. september 2022 11:54
Mörg járn í eldinum og rauði dregillinn með Jason Momoa Stórstjarnan Hera Hilmarsdóttir fer með hlutverk Helgu í kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu þar sem hún leikur á móti Þorvaldi Davíð og Anítu Briem. Hún fer einnig með hlutverk í þáttunum „See“ frá streymisveitunni Apple TV+ þar sem hún leikur meðal annars á móti Jason Momoa. Lífið 5. september 2022 20:00
RIFF setur frumbyggja í sviðsljósið RIFF hefur kynnt til leiks nýjan flokk stuttmynda í ár, sem setur frumbyggja í sviðsljósið.Úr þessum flokki tala stuttmyndirnar til heimsbyggðarinnar allrar en þær koma frá stöðum sem í dag nefnast Svíþjóð, Grænland, Bandaríkin og Mexíkó. Bíó og sjónvarp 5. september 2022 16:30
Brendan Fraser felldi tár eftir frumsýningu Hvalsins Aðstandendur kvikmyndarinnar The Whale hlutu átta mínútna lófaklapp eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Tilfinningarnar báru Brendan Fraser, aðalleikara myndarinnar, ofurliði og varð hann klökkur yfir viðbrögðum fólks. Bíó og sjónvarp 5. september 2022 14:21
„Master Chief“ nýtur lífsins á Íslandi Leikarinn Pablo Schreiber hefur notið lífsins á Íslandi af Instagram færslum hans að dæma. Schreiber hefur til dæmis leikið í sjónvarpsþáttunum „Halo“, „Orange is the New Black“ og kvikmyndinni „13 Hours. Lífið 3. september 2022 21:36
Loka á umsagnir um Rings of Power vegna trölla Svo virðist sem að neikvæðum umsögnum rigni yfir þættina Rings of Power frá Amazon, sem byggja á Hringadróttinssögu J.R.R Tolkien og öðrum bókum hans. Gagnrýnendum lýst ágætlega á þættina og er meðaleinkunn þeirra á Rotten Tomatoes 84 prósent. Meðaleinkun frá áhorfendum er þó 36 prósent. Bíó og sjónvarp 3. september 2022 14:02
Þetta eru liðin sem keppa í þriðju þáttaröð af Kviss Spurningaþátturinn Kviss hefur göngu sína á ný í kvöld undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Eins og í fyrri tveimur þáttaröðunum munu 16 lið mæta til leiks og keppa í útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. Lífið 3. september 2022 09:00
Patrekur segir Birgittu ekki hafa átt neðanbeltishöggin skilið Íslensku raunveruleikaþættirnir Æði sem sýndir eru á Stöð 2 hafa notið mikilla vinsælda en fjórar seríur hafa verið framleiddar. Á dögunum lýsti Patrekur Jamie úr Æði hópnum, yfir óánægju sinni vegna ummæla sem Birgitta Líf, meðlimur LXS vinkvennahópsins sem er miðpunktur nýrrar raunveruleikaseríu lét falla. Patrekur segir nú málið hafa verið misskilning. Lífið 3. september 2022 07:00
Jane Fonda er með krabbamein Nú rétt í þessu tilkynnti leikkonan, umhverfisaktívistinn og sjónvarpskonan Jane Fonda að hún hefði greinst með krabbamein. Lífið 2. september 2022 21:03
This is Going to Hurt: Misþyrming heilbrigðisstéttarinnar Ríkissjónvarpið sýnir um þessar mundir (í línulegri dagskrá og streymi) bresku þáttaröðina This is Going to Hurt. Hún byggir á samnefndri bók sem fyrrverandi læknirinn Adam McKay skrifaði um störf sín í opinbera breska heilbrigðiskerfinu. Gagnrýni 2. september 2022 07:01
Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. Lífið 1. september 2022 23:22
Birgitta miður sín og biðst afsökunar Birgitta Líf hefur beðist afsökunar á orðum sem hún lét falla í Ísland í dag í vikunni. Hún hafi ekki verið að reyna að skjóta á neinn heldur einungis segja frá því hvernig LXS-þátturinn væri. Lífið 1. september 2022 20:35
Segir orð Birgittu vera kjaftshögg Raunveruleikastjarnan og áhrifavaldurinn Patrekur Jaime er ekki sáttur með orð sem Birgitta Líf Björnsdóttir, einnig raunveruleikaleikastjarna, lét falla í Ísland í dag í vikunni. Birgitta sagði raunveruleikaþátt sinn vera „mest alvöru raunveruleikaþætti“ sem gerðir hafa verið hér á landi. Lífið 1. september 2022 17:39
Stjörnurnar skinu skært á hátíðarsýningu Svar við bréfi Helgu Það var troðfullt út úr húsi í Háskólabíói í gær á sérstakri hátíðarfrumsýningu á kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu. Stjörnur myndarinnar ljómuðu skært á rauða dreglinum fyrir sýningu. Lífið 1. september 2022 15:38