Pexar við Oreo-kex um ósexý Ædol frá Max Tónlistarmaðurinn „The Weeknd“ lenti upp á kant við óvæntan aðila á Twitter í síðustu viku þegar fyrirtækið Oreo fagnaði því að sjónvarpsþættirnir The Idol yrðu ekki framlengdir. Eftir stutt pex við kexframleiðandann náðust sættir. Lífið 27. júní 2023 09:20
Fundu lík á svæðinu þar sem Julian Sands hefur verið leitað Göngumenn í San Bernardino-sýslu í suðurhluta Kaliforníu fundu á laugardag lík á því svæði þar sem breska leikarans Julian Sands hefur verið leitað síðustu mánuði. Talsmaður lögreglu segir að reiknað sé með að vinnu við að bera kennsl á líkið muni ljúka í þessari viku. Erlent 26. júní 2023 07:45
Menningareyja á Melunum Endrum og sinnum raðast tilviljanir og tíðarandi saman á þann veg að tækifæri til umbóta skapast. Það gerist sennilega ekki oft að finna þarf nýtt hlutverk fyrir nærri þúsund sæta sérhannaða byggingu fyrir listflutning miðsvæðis í höfuðborginni. Skoðun 21. júní 2023 21:31
Friends-leikari látinn Breski leikarinn Paxton Whitehead, þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Friends, er látinn, 85 ára að aldri. Lífið 20. júní 2023 18:20
Hundrað dagar í RIFF Hundrað dagar eru í að Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík, eða RIFF, verður sett formlega og það í tuttugasta sinn. Hátíðin hefst þann 28. september og mun standa yfir til 8. október. Frá því hátíðin var haldin fyrst hefur hún stækkað í gegnum árin. Menning 20. júní 2023 11:01
God's Country: Án þeirra sem þora verður engin framþróun Bíó Paradís frumsýndi sl. föstudag bandarísku kvikmyndina God's Country. Hún fjallar um háskólakennara í litlum bæ í miðríkjum Bandaríkjanna sem er allt annað en sátt við rusti tvo sem leggja fyrir utan húsið hennar til að komast í veiðilendur. Gagnrýni 20. júní 2023 09:24
Fyrsta stiklan fyrir raunveruleikaþátt Squid Game Ný stikla fyrir raunveruleikaseríu í anda dystópísku þáttaseríunnar Squid game er lent. Bíó og sjónvarp 18. júní 2023 22:06
Svíar stytta lokakvöld Eurovision Sænska sjónvarpsstöðin SVT reiknar með að útsending af úrslitakvöldi Söngkeppni evrópskra sjónvarpsstöðva verði klukkustund styttri á næsta ári en hún var í ár. Lífið 18. júní 2023 16:28
Lady Gaga greinir frá ástæðum fjarverunnar Söngkonan Lady Gaga hefur dregið sig í hlé frá sviðsljósinu undanfarið en vill fullvissa aðdáendur sína um að hléið viti aðeins á gott. Lífið 17. júní 2023 20:35
Glenda Jackson er látin Glenda Jackson, leikkona og fyrrverandi þingmaður breska Verkamannaflokksins er látin, 87 ára að aldri. Breska ríkisútvarpið greinir frá og segir í umfjöllun sinni að hún hafi látist á heimili sínu í London í faðmi fjölskyldu sinnar. Lífið 15. júní 2023 11:07
Einstakar myndir sýna sögu Háskólabíós í gegnum tíðina Nýlega var tilkynnt um að hætt verði rekstri kvikmyndahúss í Háskólabíó en þar með lýkur rúmlega 60 ára sögu bíósýninga í þessu sögufræga húsi. Ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum er ljóst að Háskólabíó skipar stóran sess í huga marga Íslendinga. Lífið 11. júní 2023 10:01
Ætlar að hætta að leika og flytja til Frakklands Leikarinn Bryan Cranston hefur tilkynnt um áform sín um að setjast í helgan stein. Stefnir hann á að hætta að leika árið 2026, þegar hann verður sjötugur, og flytja til Frakklands. Bíó og sjónvarp 9. júní 2023 11:40
Reynslubolti frá Warner Bros og Viaplay til Sýnar Kristjana Thors Brynjólfsdóttir hefur verið ráðin Þróunarstjóri Sjónvarpslausna hjá Sýn. Hún mun leiða framþróun og umbreytingu sjónvarpsdreifingar, viðmóta og sjónvarpsupplifunar að því er fram kemur í tilkynningu frá Sýn. Viðskipti innlent 9. júní 2023 10:01
Leita að Íslendingum sem vilja finna milljón Hrefna Björk Sverrisdóttir, höfundur bókarinnar Viltu finna milljón?, og Arnar Þór Ólafsson, annar stjórnenda hlaðvarpsins Pyngjunnar, taka nú höndum saman við gerð nýrra sjónvarpsþátta sem munu bera heitið Viltu finna milljón? og leita nú að pörum sem eru tilbúin að taka þátt. Lífið 8. júní 2023 16:44
Fólk spari tárin þrátt fyrir brotthvarf „drottningar bíóanna“ Kvikmyndaframleiðandi og ritstjóri Klapptré segir það á vissan hátt leitt að kvikmyndasýningum eigi að hætta í Háskólabíó. Hann segir lokunina rifja upp margar minningar en svo, að sjálfsögðu, heldur lífið bara áfram. Lífið 7. júní 2023 09:06
Varð fyrir fitufordómum á íslenskum jökli Breski leikarinn og uppistandarinn Alan Carr segist hafa orðið fyrir fitufordómum á Íslandi. Hafi uppákoman gerst uppi á miðjum jökli. Lífið 6. júní 2023 20:05
Reif sig úr spjörunum eftir sýningu og óskaði sér Bíóunnendur eru ýmist í áfalli eða í ferðalagi niður slóðir nostalgíunnar eftir að tilkynnt í gær að fólk hefði út mánuðinn til að horfa á bíómynd í Háskólabíó í síðasta skipti. Minningarnar eru margar enda ljóst að tilkoma bíósins um miðja síðustu öld hafði mikil áhrif á menningarlíf landsmanna. Lífið 6. júní 2023 13:59
Forstjóri Viaplay rekinn og hlutabréf í frjálsu falli Forstjóri norrænu streymisveitunnar Viaplay hefur verið rekinn og hlutabréf í fyrirtækinu féllu um nærri 60 prósent í dag. Fyrirtækið sendi frá sér afkomuviðvörun og býst við tapi næstu árin. Erlent 5. júní 2023 19:22
Ballið búið í Háskólabíói Sena hefur ákveðið að segja upp leigusamningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói frá og með næstu mánaðamótum. Framkvæmdastjóri Smárabíós, sem var þar til nýverið framkvæmdastjóri kvikmyndasviðs Senu, segir að aðsóknin hafi hreinlega ekki verið næg. Menning 5. júní 2023 18:27
Kvenkyns yfirmaður á skrifstofunni í fyrsta skipti Áströlsk endurgerð á bresku seríunni The Office er á leiðinni en hún verður sú fyrsta þar sem yfirmaðurinn verður kona. Ricky Gervais sem lék yfirmanninn David Brent eftirminnilega í upprunalegu útgáfunni hefur lýst yfir ánægju sinni með endurgerðina. Bíó og sjónvarp 1. júní 2023 14:06
„Við erum að tapa geðheilsunni“ Óhætt er að segja að það að keppa Kökukasti er enginn dans á rósum. Þetta vita frænkurnar Stefanía Rakel og Karen Gréta sem upplifðu mikið stress í undanúrslitum í nýjasta þætti Kökukasts. „Við erum að tapa geðheilsunni,“ segir Karen, móðursystir Stefaníu. Lífið 1. júní 2023 09:04
María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma María Sigrún Hilmarsdóttir fer með hlutverk fréttaþular í nýrri Fast and the Furious-kvikmynd, Fast X. Hún segist lengi hafa dreymt um að leika í kvikmynd en labbaði út úr kvikmyndasalnum þegar um tuttugu mínútur voru búnar af myndinni. Bíó og sjónvarp 31. maí 2023 20:30
Rökuðu hárið af meðleikaranum eftir síðasta þáttinn Bandarísku leikararnir Sarah Snook og Kieran Culkin rökuðu hárið af meðleikara sínum Jeremy Strong eftir að tökunum á síðasta þættinum í fjórðu og síðustu seríunni af Succession lauk. Lífið 30. maí 2023 16:47
Sofnaði þegar Fjallið sprengdi á honum hausinn Leikarinn Pedro Pascal segist hafa sofnað við tökur á hinu þekkta dauðaatriði sínu í Krúnuleikunum (Game of Thrones). Í atriðinu sprengi Hafþór Júlíus Björnsson, sem Fjallið, á honum höfuðið. Lífið 30. maí 2023 12:56
Hilmir Snær og Benedikt Erlings endurgerðu frægan Fóstbræðraskets Leikararnir Hilmir Snær Guðnason og Benedikt Erlingsson endurgerðu einn frægasta Fóstbræðra skets frá upphafi, skets sem löngum hefur verið kenndur við að „slaka.“ Lífið 30. maí 2023 10:42
Glamúr á Cannes en jarðbundnari týpur fyrir aftan bíótjaldið Íslenska stuttmyndin Fár var í hópi þeirra sem var valin til að sýna í aðaldagskrá kvikmyndahátíðarinnar í Cannes í ár. Hún fékk jafnframt sérstök verðlaun frá dómnefndinni. Leikstjóri og handritshöfundur myndarinnar segir það mikla viðurkenningu og erfitt að átta sig á hvernig hann komst á þennan stað. Bíó og sjónvarp 29. maí 2023 21:31
Laug til um ástarsamband við mun yngri samstarfsmann Breski sjónvarpsmaðurinn Phillip Schofield hefur hætt störfum hjá sjónvarpsstöðinni ITV eftir að upp komst um ástarsamband hans við mun yngri karlmann, sem vann á stöðinni. Samstarfsfólk segir hann lygara og haldinn ranghugmyndum. Erlent 29. maí 2023 15:28
Fár hlaut sérstaka viðurkenningu í Cannes Íslenska stuttmyndin Fár í leikstjórn Gunnar Martinsdóttur Schlüter hlaut í kvöld sérstaka viðurkenningu í flokki stuttmynda á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Bíó og sjónvarp 27. maí 2023 22:36
Anatomie d'une chute hlaut Gullpálmann Kvikmynd franska leikstjórans Justine Triet, Anatomie d'une chute, sem mætti útleggja sem Anatómía falls, hlaut Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cannes í kvöld. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem kvikmynd í leikstjórn konu hlýtur verðlaunin, sem eru ein þau eftirsóttustu í kvikmyndabransanum. Bíó og sjónvarp 27. maí 2023 20:03
„Langar að knúsa litlu Svandísi og segja þetta er allt í lagi“ „Glasið mitt er oftast frekar fullt. Það hefur hjálpað mér í gegnum tíðina og þegar að ég hef lent á veggjum eða í áföllum þá leita ég eðlislæga oft í hið bjarta,“ segir leikkonan Svandís Dóra, sem lærði nýlega að elska alla parta af sjálfri sér. Lífið 27. maí 2023 07:01