Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Geð­heil­brigðis­sam­tök vara við 13 Rea­sons Why

Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda á Netflix undanfarin misseri. Headspace, áströlsk samtök um geðheilbrigði, hafa varað við þáttaröðinni á grundvelli þess að umfjöllunarefnið sé "hættulegt.“ Leikkona úr Stranger Things, annarri vinsælli Netflix-seríu, er á sama máli.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Charlie Murphy látinn

Grínistinn Charlie Murphy, eldri bróðir grínistans Eddie Murphy, er látinn, 57 ára að aldri. Talsmaður Murphy staðfesti við fjölmiðla að hann hefði látist í dag en dánarorsökin var hvítblæði.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Allt sem þú þarft að vita um Game of Thrones

Í Poppkasti vikunnar er farið yfir víðan völl. Fréttir vikunnar í dægurmála heiminum eru á sínum stað og ber þar helst að Mel B og ofbeldisfulli eiginmaðurinn, hundrað metra spretthlaupið milli Rikka G og Sveppa krull og Barry Manilow er kominn út úr skápnum.

Lífið
Fréttamynd

Apríl verður ótrúlega skrítinn

Næstkomandi sunnudag hefst formlega nýjasti þemamánuður Svartra sunnudaga og að þessu sinni er það Ótrúlega skrítinn apríl þar sem þemað er, eins og nafnið gefur til kynna, alveg ótrúlega skrítnar myndir. Í boði verða þrjár gríðarlega skrítnar myndir.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Þunn vofa í glæsilegum hjúp

Unnendur japanskra manga-myndasagna og "anime“ þekkja flestir til fyrirbærisins Ghost in the Shell, sem getið hefur af sér fjölmarga þætti, bækur og nokkrar bíómyndir. Upprunalega bíómyndin frá 1995 var ein dýrasta teiknimynd síns tíma og sópaði til sín lofi fyrir sínar margbrotnu hugmyndir og ekki síður þrælflottan teiknistíl.

Gagnrýni