Lífið

Fate of the Furious slær aðsóknarmet

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Vin Diesel hefur leikið í öllum átta myndunum í seríunni.
Vin Diesel hefur leikið í öllum átta myndunum í seríunni. Vísir/EPA
Fate of the Furious, áttunda myndin í Fast and the Furious-seríunni fer heldur betur vel af stað. Myndin var frumsýnd í síðustu viku og halaði inn 532,5 milljónum bandaríkjadala, eða um 59,4 milljörðum íslenskra króna, um páskahelgina.

Myndin er því með stærstu opnunarhelgi allra tíma og hefur slegið met Star Wars: The Force Awakens frá árinu 2015.

Leikarinn Vin Diesel hefur leikið í öllum átta kvikmyndunum í seríunni og sagði að hann væri „þakklátur, auðmjúkur og hamingjusamur,“ í kjölfar velgengni myndarinnar.

Von er á fleiri myndum í seríunni sem áætlað er að komi út árið 2019 og 2021.

Stiklu fyrir myndina má sjá hér fyrir neðan og má þar sjá Íslandi bregða fyrir en myndin var að hluta tekin upp hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×