Ísland verður ekki með í Eurovision í Austurríki
Ísland verður ekki með í Eurovision í Austurríki á næsta ári. Framkvæmdastjórn Ríkissjónvarpsins tók ákvörðun um það í gær og tilkynnti stjórn félagsins í dag. Í tilkynningu kemur fram að þátttaka ísraelska ríkissjónvarpsins í keppninni verði til þess að hvorki gleði né friður myndu skapast í kringum þátttöku Íslands.