West Ham - Sunderland 3-1

Öll þrjú mörk West Ham voru skoruð í fyrri hálfleik er heimamenn sýndu mikla yfirburði. Jarrod Bowen lagði fyrsta markið upp fyrir Crysencio Summerville sem skoraði með hnitmiðuðum skalla. Bowen skoraði síðan annað markið úr vítaspyrnu eftir brot Trai Hume á Oliver Scarles og hárréttan dóm. Þriðja markið var einkar glæsilegt en þá skaut Mateus Fernandes boltanum í netið af löngu færi. Sunderland minnkaði muninn um miðjan seinni hálfleik með skallamarki Brian Brobbey eftir fyrirgjöf Nordi Mukiele.

598
03:07

Næst í spilun: Enski boltinn

Vinsælt í flokknum Enski boltinn