Fréttaviðtal við Joel Burns
Bandaríski borgarfulltrúinn Joel Burns vakti heimsathygli fyrr í mánuðinum þegar hann flutti tilfinningaþrungna ræðu á borgarstjórnarfundi í heimabæ sínum, Fort Worth í Texas. Ræðan fjallaði um þá öldu sjálfsmorða ungra samkynhneigðra pilta og fórnarlamba eineltis sem riðið hefur yfir landið undanfarnar vikur.
Ræðan var sýnd í heild sinni á fréttastöðinni CNN, og síðan þá hefur Burns komið fram í fjöldanum öllum af sjónvarps- og útvarpsþáttum. Hafsteinn Hauksson fréttamaður ræddi við Burns í dag um rússíbanann sem hófst eftir að hann flutti ræðuna, umburðarlyndið á Íslandi og hvort Bandaríkin séu búin undir samkynhneigðan forseta.