Dansdagur Íslands 2012 - Einn dans á dag 1

Dansdagur Íslands verður haldinn hátíðlegur næstkomandi sunnudag. Í tilefni af því hafa verið gerð nokkur dansmyndbönd sem við munum sýna hér á Vísi næstu daga.

Alþjóðlegi dansdagurinn hefur verið haldið hér á landi síðan 1989. Þeim sem vilja fá dansinn beint í æð á sunnudag er bent á Íslandsmeistaramótið í samkvæmisdönsum í Laugardalshöllinni en þar keppa bestu samkvæmisdansarar landsins.

Hugmyndin um að halda Alþjóðlegan dansdag kom upp á fundi dansara í Finnlandi árið 1981. 29. apríl varð fyrir valinu en hann er fæðingardagur franska danshöfundarins Jean Georges Noverre (1727-1810), sem hafði mikil áhrif á þróun danslistar í Evrópu.

8925
04:25

Vinsælt í flokknum Lífið