Njarðvík á að stefna á þann stóra
Njarðvík vann frábæran sigur á Þór Þorlákshöfn 106-104 í Bónus-deild karla á fimmtudagskvöldið. Það sem gerir sigur Njarðvíkinga sérstaklega góðan er að þeir Khalil Shabazz og Dwayne Lautier voru báðir fjarverandi. Leikmenn sem teljast báðir með þeim betri í deildinni. Pavel og Helgi Magg ræddu um stöðu beggja liða í síðasta þætti af Körfuboltakvöldi.