Enn funda formennirnir um stjórnarmyndun
Stjórnarmyndunarviðræðum Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins var framhaldið í dag en formenn flokkanna funduðu síðdegis. Góður gangur er sagður í viðræðunum en formenn flokkanna gáfu ekki kost á viðtölum að loknum fundi á heimili Ingu Sæland í dag.