Stigahæsti Íslendingur allra tíma
Hákon Þór Svavarsson lauk keppni í leirdúfuskotfimi Ólympíuleikanna í morgun. Hann komst ekki áfram í úrslit en kvaddi með miklum sóma og hafnaði í tuttuguasta og þriðja sæti. Hákon var í tuttugasta og öðru sæti eftir gærdaginn þar sem hann hitti úr tuttugu og þremur af 25 skotum.