Skjálftavirkni fer vaxandi
Skjálftavirkni á Sundhnúksgígaröð fer vaxandi og sérfræðingar Veðurstofunnar segja auknar líkur á eldgosi eða kvikuhlaupi á næstu dögum. Hægt hefur á landrisi og er það ásamt vaxandi skjálftavirkni talin sterk vísbending um að það dragi fljótlega til tíðinda.