Meirihlutinn heldur velli

Meirihlutinn í Reykjavík heldur velli samkvæmt nýjum Þjóðarpúls Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn tapar tveimur fulltrúum frá síðustu kosningum og fengi sex. Samfylkingin tapar einum og fengi einnig sex en Viðreisn, Vinstri Græn, Flokkur Fólksins og Sósíalistar halda sínum fulltrúum. Fylgi Framsóknar hefur aftur á móti fjórfaldast frá síðustu kosningum og stendur í rúmum tólf prósentum sem myndi skila flokknum þremur nýjum borgarfulltrúum. Píratar bæta við sig einum og fengi þrjá en Miðflokkurinn missir sinn eina borgarfulltrúa samkvæmt könnun Gallup og næði því ekki manni inn.

69
00:41

Vinsælt í flokknum Fréttir