Sakar Hreiðar Má um umboðssvik
Aðalmeðferð í máli gegn Hreiðari Má Sigurðarsonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Guðnýju Örnu Sveinsdóttur, fyrrverandi fjármálastjóra bankans, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari sakar Hreiðar Má um umboðssvik með því að hafa látið Kaupþing lána eignarhaldsfélagi sínu rúman hálfan milljarð króna í ágúst árið 2008.