Öll handritin komin í öryggisrými
Öll handrit sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum hafði til varðveislu hafa nú verið flutt í nýtt öryggisrými í Eddu, húsi íslenskunnar. Um er að ræða um tvö þúsund handrit, yfir þúsund fornbréf og um 6000 fornbréfauppskriftir.