Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 07:31 Dominik Szoboszlai og félagar í Liverpool ættu að geta fagnað nokkrum sigrum í desember og rétt úr kútnum eftir erfiða mánuði. Getty/Gaspafotos Hvaða lið eiga auðveldasta og erfiðasta leikjaprógrammið fram að miðju tímabili? Þessari spurningu reyndu þau hjá Opta-tölfræðiþjónustunni að svara nú þegar sex umferðir eru eftir þar til enska úrvalsdeildartímabilið 2025–26 er hálfnað. Opta skoðaði leikjaplan allra liða fram að áramótum. Útkoman ætti að kalla fram aðeins meiri bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir að svört ský hafa hrannast upp yfir Anfield á síðustu vikum. Sigur á West Ham í síðasta leik gæti boðað gott og möguleikarnir eru til staðar ef marka má næstu mótherjana. Þau notuðu styrkleikalista Opta (Opta Power Rankings) til að meta erfiðleikastig næstu sex leikja hvers liðs og fá þannig hugmynd um hvaða lið gætu færst upp og niður töfluna á þeim tíma. Í ljósi þess hversu þéttur pakkinn er eftir þrettándu umferð, þar sem aðeins fimm stig skilja að Brighton í fimmta sæti og Fulham í því fimmtánda, gæti staðan litið allt öðruvísi út eftir nítjándu umferð. Arsenal með 79 prósent líkur á titli Arsenal er í sterkri stöðu í ensku úrvalsdeildinni en ofurtölva Opta metur líkurnar á að liðið vinni titilinn sé nú 79 prósent. Leikjaplan liðsins er á auðveldari helmingi deildarinnar þegar kemur að næstu sex leikjum. Að sjálfsögðu hafa menn Mikel Arteta forskot þar sem þeir eru í efsta sæti styrkleikalista Opta, og þar sem þeir geta ekki spilað gegn sjálfum sér. Þeir eiga því að minnsta kosti örlítið auðveldari mótherja en allir aðrir. Næstu sex leikir þeirra eru meðal annars fjórir heimaleikir, þar sem þeir taka á móti Brentford, botnliði Wolves, Brighton og Aston Villa, auk þess sem þeir ferðast til Villa og mæta Everton, sem var nýbúið að fá skell heima gegn Newcastle. Samkvæmt styrkleikalistanum er þetta ellefta erfiðasta leikjaplan deildarinnar á þessu tímabili. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) Auðvelt hjá Liverpool og Man. City Athyglisvert er þó að meistarar síðasta árs, Liverpool, virðast eiga auðveldasta leikjaprógrammið, á meðan næstu keppinautar Arsenal, Manchester City, eiga það næstauðveldasta. Menn Pep Guardiola náðu tveimur stigum á Arsenal um helgina eftir sigur á síðustu stundu gegn Leeds United og 1-1 jafntefli Arsenal gegn 10 leikmönnum Chelsea. Þeir söxuðu frekar á forskotið með sigri á Fulham á útivelli í gær og mæta Sunderland á heimavelli í næsta leik. Síðan koma leikir á móti Crystal Palace á útivelli og á móti West Ham á heimavelli áður en komið er að útileikjum gegn Nottingham Forest og Sunderland. Allir hafa beðið eftir því að Liverpool komist aftur í gírinn og kannski er sá tími kominn. Þrátt fyrir nýlegt hikst sem varð til þess að liðið féll úr efsta sæti og niður í neðri hluta töflunnar unnu þeir og héldu hreinu gegn West Ham á sunnudaginn og eiga nú – á blaði – auðveldasta leikjaplan deildarinnar næstu sex umferðir. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Margir leikir til að vinna Lið Arne Slot tekur á móti Sunderland áður en það ferðast til Leeds í næstu viku. Þeir taka svo á móti Brighton á Anfield og eiga útileik gegn Tottenham, sem hefur ekki unnið heimaleik síðan í 1. umferð, áður en tveir heimaleikir í röð gegn fallbaráttuliðunum Wolves og Leeds fylgja í kjölfarið eftir jól. Manchester United og Newcastle eiga bæði góð tækifæri til að byggja á nýlegu formi sínu með þriðja og fjórða auðveldasta leikjaplaninu, á meðan Crystal Palace og Nottingham Forest eiga líka ágætis desembermánuð fyrir höndum, fyrir utan að þurfa bæði að mæta Man City. Erfitt hjá Astpn Villa Hvað varðar erfiðustu næstu sex leikina mun Aston Villa þurfa að hafa fyrir því að halda áfram góðu gengi sínu. Lið Unai Emery hefur klifrað upp í fjórða sætið eftir þrjá sigra í röð, en sú staðreynd að tveir af næstu sex leikjum þeirra eru gegn Arsenal hjálpar þeim ekki þegar kemur að útreikningum á erfiðleikastigi leikja. Aðrir mótherjar Villa á þessum tíma eru Brighton, Manchester United og Chelsea, þannig að allir nema einn af næstu sex leikjum þeirra eru gegn liðum í efstu sjö sætunum. Sunderland hefur byrjað tímabilið frábærlega en liðið mun sannarlega reyna á sig á næstu vikum. Menn Regis Le Bris mæta Manchester City tvisvar, auk Liverpool, Newcastle og Leeds. Líkt og Villa á West Ham fimm af næstu sex leikjum sínum gegn liðum í efstu sjö sætunum, á meðan ólíklegt er að vandræði Wolves á botni deildarinnar batni á næstunni, þar sem liðið á fjórða erfiðasta desembermánuðinn og mætir Manchester United tvisvar auk Arsenal og Liverpool. Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira
Útkoman ætti að kalla fram aðeins meiri bjartsýni hjá stuðningsmönnum Liverpool eftir að svört ský hafa hrannast upp yfir Anfield á síðustu vikum. Sigur á West Ham í síðasta leik gæti boðað gott og möguleikarnir eru til staðar ef marka má næstu mótherjana. Þau notuðu styrkleikalista Opta (Opta Power Rankings) til að meta erfiðleikastig næstu sex leikja hvers liðs og fá þannig hugmynd um hvaða lið gætu færst upp og niður töfluna á þeim tíma. Í ljósi þess hversu þéttur pakkinn er eftir þrettándu umferð, þar sem aðeins fimm stig skilja að Brighton í fimmta sæti og Fulham í því fimmtánda, gæti staðan litið allt öðruvísi út eftir nítjándu umferð. Arsenal með 79 prósent líkur á titli Arsenal er í sterkri stöðu í ensku úrvalsdeildinni en ofurtölva Opta metur líkurnar á að liðið vinni titilinn sé nú 79 prósent. Leikjaplan liðsins er á auðveldari helmingi deildarinnar þegar kemur að næstu sex leikjum. Að sjálfsögðu hafa menn Mikel Arteta forskot þar sem þeir eru í efsta sæti styrkleikalista Opta, og þar sem þeir geta ekki spilað gegn sjálfum sér. Þeir eiga því að minnsta kosti örlítið auðveldari mótherja en allir aðrir. Næstu sex leikir þeirra eru meðal annars fjórir heimaleikir, þar sem þeir taka á móti Brentford, botnliði Wolves, Brighton og Aston Villa, auk þess sem þeir ferðast til Villa og mæta Everton, sem var nýbúið að fá skell heima gegn Newcastle. Samkvæmt styrkleikalistanum er þetta ellefta erfiðasta leikjaplan deildarinnar á þessu tímabili. View this post on Instagram A post shared by Arsenal (@arsenal) Auðvelt hjá Liverpool og Man. City Athyglisvert er þó að meistarar síðasta árs, Liverpool, virðast eiga auðveldasta leikjaprógrammið, á meðan næstu keppinautar Arsenal, Manchester City, eiga það næstauðveldasta. Menn Pep Guardiola náðu tveimur stigum á Arsenal um helgina eftir sigur á síðustu stundu gegn Leeds United og 1-1 jafntefli Arsenal gegn 10 leikmönnum Chelsea. Þeir söxuðu frekar á forskotið með sigri á Fulham á útivelli í gær og mæta Sunderland á heimavelli í næsta leik. Síðan koma leikir á móti Crystal Palace á útivelli og á móti West Ham á heimavelli áður en komið er að útileikjum gegn Nottingham Forest og Sunderland. Allir hafa beðið eftir því að Liverpool komist aftur í gírinn og kannski er sá tími kominn. Þrátt fyrir nýlegt hikst sem varð til þess að liðið féll úr efsta sæti og niður í neðri hluta töflunnar unnu þeir og héldu hreinu gegn West Ham á sunnudaginn og eiga nú – á blaði – auðveldasta leikjaplan deildarinnar næstu sex umferðir. View this post on Instagram A post shared by Liverpool Football Club (@liverpoolfc) Margir leikir til að vinna Lið Arne Slot tekur á móti Sunderland áður en það ferðast til Leeds í næstu viku. Þeir taka svo á móti Brighton á Anfield og eiga útileik gegn Tottenham, sem hefur ekki unnið heimaleik síðan í 1. umferð, áður en tveir heimaleikir í röð gegn fallbaráttuliðunum Wolves og Leeds fylgja í kjölfarið eftir jól. Manchester United og Newcastle eiga bæði góð tækifæri til að byggja á nýlegu formi sínu með þriðja og fjórða auðveldasta leikjaplaninu, á meðan Crystal Palace og Nottingham Forest eiga líka ágætis desembermánuð fyrir höndum, fyrir utan að þurfa bæði að mæta Man City. Erfitt hjá Astpn Villa Hvað varðar erfiðustu næstu sex leikina mun Aston Villa þurfa að hafa fyrir því að halda áfram góðu gengi sínu. Lið Unai Emery hefur klifrað upp í fjórða sætið eftir þrjá sigra í röð, en sú staðreynd að tveir af næstu sex leikjum þeirra eru gegn Arsenal hjálpar þeim ekki þegar kemur að útreikningum á erfiðleikastigi leikja. Aðrir mótherjar Villa á þessum tíma eru Brighton, Manchester United og Chelsea, þannig að allir nema einn af næstu sex leikjum þeirra eru gegn liðum í efstu sjö sætunum. Sunderland hefur byrjað tímabilið frábærlega en liðið mun sannarlega reyna á sig á næstu vikum. Menn Regis Le Bris mæta Manchester City tvisvar, auk Liverpool, Newcastle og Leeds. Líkt og Villa á West Ham fimm af næstu sex leikjum sínum gegn liðum í efstu sjö sætunum, á meðan ólíklegt er að vandræði Wolves á botni deildarinnar batni á næstunni, þar sem liðið á fjórða erfiðasta desembermánuðinn og mætir Manchester United tvisvar auk Arsenal og Liverpool.
Enski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Sjá meira