Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. nóvember 2025 08:24 Adam deilir uppskriftum á samfélagsmiðlinum TikTok á líflegan og skemmtilegan hátt. Adam Karl Helgason, matgæðingur, deilir girnilegri útgáfu af ofnbökuðu mac n’ cheese. Hann birti uppskriftina á TikTok og segir réttinn fullkominn á veisluborðið á Þakkargjörðarhátíðinni í lok nóvember. Ofnbakað Maac n' Cheese Hráefni (uppskrift fyrir 4-6) Pasta (makkarónur) 220–300 g Mozzarella ostur 200 g Mature cheddar 200 g Havarti ostur 200 g Kjúklingateningur 1 stk Hvítlauksduft 1-2 tsk. Reykt paprika 1 - 1,5 tsk Smjör 1,5 msk Hveiti 1,5 msk Niðursoðin mjólk 2 dl Rjómi 180 ml Dijon sinnep 1-2 tsk, eða eftir smekk Aðferð: Sjóðið makkarónur ásamt einum kjúklingateningi. Rífið ostana niður. Gott rifjárn sparar mikla tíma og fyrirhöfn. Bræðið smjörið á pönnu og bætið við helmingnum af kryddunum. Stráið næst hveitinu út á pönnuna í þremur skömmtum og hrærið vel á milli. Hellið niðursoðinni mjólk og rjóma út á og bætið restinni af kryddunum út í. Hrærið þar til blandan þykknar aðeins. Bætið helmingnum af ostinum út í og hrærið þar til hann bráðnar. Lækkið hitann og blandið soðnu makkarónunum varlega saman við. Bætið 1–2 tsk af Dijon-sinnepi saman við sósuna. Setjið blönduna í eldfast mót. Setjið lag af makkarónum. Stráið osti yfir. Endurtakið með öðru lagskiptu lagi af makkarónum og topplagi af osti og bakið við 180°C í 25–30 mínútur. Stillið á grill síðustu 3–5 mínúturnar til að fá fallegan gylltan og stökkt lag. Aðferðina má sjá í mynbandinu hér að neðan: @adamhelgason Mac’n’cheese 🧀 Allt sem er notað í þessa uppskrift er til í @Krónan ♬ original sound - adamhelgason Matur Uppskriftir Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið
Ofnbakað Maac n' Cheese Hráefni (uppskrift fyrir 4-6) Pasta (makkarónur) 220–300 g Mozzarella ostur 200 g Mature cheddar 200 g Havarti ostur 200 g Kjúklingateningur 1 stk Hvítlauksduft 1-2 tsk. Reykt paprika 1 - 1,5 tsk Smjör 1,5 msk Hveiti 1,5 msk Niðursoðin mjólk 2 dl Rjómi 180 ml Dijon sinnep 1-2 tsk, eða eftir smekk Aðferð: Sjóðið makkarónur ásamt einum kjúklingateningi. Rífið ostana niður. Gott rifjárn sparar mikla tíma og fyrirhöfn. Bræðið smjörið á pönnu og bætið við helmingnum af kryddunum. Stráið næst hveitinu út á pönnuna í þremur skömmtum og hrærið vel á milli. Hellið niðursoðinni mjólk og rjóma út á og bætið restinni af kryddunum út í. Hrærið þar til blandan þykknar aðeins. Bætið helmingnum af ostinum út í og hrærið þar til hann bráðnar. Lækkið hitann og blandið soðnu makkarónunum varlega saman við. Bætið 1–2 tsk af Dijon-sinnepi saman við sósuna. Setjið blönduna í eldfast mót. Setjið lag af makkarónum. Stráið osti yfir. Endurtakið með öðru lagskiptu lagi af makkarónum og topplagi af osti og bakið við 180°C í 25–30 mínútur. Stillið á grill síðustu 3–5 mínúturnar til að fá fallegan gylltan og stökkt lag. Aðferðina má sjá í mynbandinu hér að neðan: @adamhelgason Mac’n’cheese 🧀 Allt sem er notað í þessa uppskrift er til í @Krónan ♬ original sound - adamhelgason
Matur Uppskriftir Mest lesið Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Lífið Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Lífið Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Menning Aron Mola ástfanginn í bíó Lífið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Lífið Brooklyn Beckham og Nicola Peltz héldu brúðkaup ársins um helgina Lífið Valentino er allur Tíska og hönnun Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Lífið Fagna tíu árum af ást Lífið