Matur

Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði.
Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði.

Hér er á ferðinni algjör bragðbomba, tilvalinn réttur í matarboð helgarinnar! Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, á heiðurinn af þessum dásamlega rétti sem samanstendur af heimatilbúnu naanbrauði, safaríkum kjúklingi, fersku salati og kremuaðri jógúrtsósu.

Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði

Heimagert naan-brauð

Hráefni:

  • 1,5 dl volgt vatn
  • 2 tsk sykur
  • 2 tsk þurrger
  • 4 dl hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 3 msk brætt smjör
  • 2 msk hreint jógúrt
  • Garam masala
  • Sjávar salt

Aðferð:

  1. Blandið sykri og geri saman við volga vatnið og látið standa í smá stund.
  2. Blandið saman hveiti, salti, bræddu smjöri, jógúrti og gerblöndunni. Látið standa til að hefast í 30 mín. Á meðan skulið þið byrja að elda kjúklingaréttinn.
  3. Skiptið deiginu í 6 hluta og fletjið hvern hluta fyrir sig út og kryddið með garam masala og salti.
  4. Steikið svo brauðið á pönnu með ólífu olíu þangað til þangað til brauðið verður gullin brúnt.
Heimagerð naan brauð.Lindaben.is

Kjúklingasalat

  • 700 g kjúklingalæri
  • 2 msk kjúklingakryddblanda
  • 90 g salatblanda 
  • u.þ.b. 350 g súrar gúrkur
  • 1 rauðlaukur
  • 15 g kóríander
  • 15 g steinselja 

Sósa

  • 2 dl grískt jógúrt
  • 3 msk mæjónes
  • 1 hvítlauksgeiri, rifinn
  • 1 tsk papriku krydd
  • 1/4 tsk cumin
  • Salt

Aðferð:

  1. Kryddið kjúklingalærin og steikið þau á pönnu þar til elduð í gegn. Það er líka hægt að steikja þau þar til falleg húð myndast á þau og setja svo í eldfast mót og elda þau inn í ofni þar til elduð í gegn, ef þér finnst það þægilegra.
  2. Skerið niður salat, súrar gúrkur, rauðlauk, kóríander og steinselju smátt niður og setjið í skál.
  3. Skerið einnig kjúklinginn smátt niður þegar hann er tilbúinn og bætið í skálina.
  4. Hrærið saman mæjónesi, grískri jógúrt, rifnum hvítlauksgeira, paprikukryddi, cumin og salti.
  5. Bætið u.þ.b. 2 msk af sósu út í salatið og blandið öllu saman.
  6. Setjið smá sósu á naan brauði og svo salatið.

Tengdar fréttir

Létt og ljúffengt eplasalat

Heilsukokkurinn Jana Steingrímsdóttir kann að galdra fram holla rétti á einstaklega girnilegan hátt. Hér er á ferðinni létt og ljúffengt eplasalat með trönuberjum og valhnetum – frábær kostur sem morgunmatur eða millimál. Salatið er stútfullt af hollum fitusýrum og trefjum sem gefa bæði orku og næringu.

Tiramisu-brownie að hætti Höllu

Halla María Svansdóttir, eigandi hins margrómaða veitingastaðar Hjá Höllu, deilir hér uppskrift að ómótstæðilegri brownie með tiramisukremi, sem er fullkomin blanda af djúpu súkkulaðibragði, seigri og mjúkri brownie-köku með ítölsku ívafi.

Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu

Linda Benediktsdóttir, matgæðingur og uppskriftahöfundur, deilir hér uppskrift að dúnmjúkum og bragðgóðum skinkuhornum. Þetta er uppskrift sem þú munt vilja gera aftur og aftur – því fyllingin er einfaldlega ómótstæðileg!

Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur

Heilsukokkurinn Jana veit hvað hún syngur þegar það kemur að bæði hollum og góðum eftirréttum. Á heimasíðu hennar má finna einstaklega girnilega uppskrift af bökuðum eplum og döðlum með kanil, jógúrti og granóla sem er auðveld í framkvæmd.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.