Enski boltinn

Sjáðu besta liðið í föstum leik­at­riðum leika listir sínar

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Arsenal er illviðráðanlegt í föstum leikatriðum. 
Arsenal er illviðráðanlegt í föstum leikatriðum.  EPA/MIGUEL A. LOPES

Á morgun mætast stálin stinn þegar besta lið ensku úrvalsdeildarinnar í föstum leikatriðum mætir liðinu sem hefur fengið fæst mörk á sig upp úr föstum leikatriðum.

Arsenal hefur skorað mest úr föstum leikatriðum af öllum liðum deildarinnar, ellefu af sextán mörkum Skyttnanna hafa komið eftir fast leikatriði.

Burnley hefur aftur á móti aðeins fengið á sig eitt mark eftir fast leikatriði, eða fæst mörk allra liða í deildinni. Eina markið var gegn Nottingham Forest eftir að Burnley mistókst að hreinsa boltann úr teignum.

Þangað til í síðustu umferð var Everton eina liðið sem hafði ekki fengið á sig mark eftir fast leikatriði en Micky van de Ven snarbreytti því og setti tvö mörk eftir hornspyrnur.

Arsenal og Burnley mætast á morgun og til að hita upp fyrir leik liðanna má sjá öll mörkin sem Arsenal hefur skorað eftir föst leikatriði í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Öll mörk Arsenal úr föstum leikatriðum

Leikur Arsenal og Burnley hefst klukkan 15:00 á morgun, laugardag, og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×