Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2025 11:30 Viktor Gyökeres og Joao Pedro hafa ekki verið heitir í upphafi tímabils. vísir/epa Strákarnir í Fantasýn, hlaðvarpi Sýnar um Fantasy leik ensku úrvalsdeildarinnar, svöruðu spurningum hlustenda í síðasta þætti. Nokkrar þeirra sneru að framherjakrísunni í Fantasy. Erling Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester City en margir aðrir hátt skrifaðir framherjar í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki náð sér á strik. Fantasy-spilarar velta því nú fyrir sér hvað gera skuli með framherjana í leiknum og leituðu ráða hjá strákunum í Fantasýn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert Þór Guðmundsson hvetur Fantasy-spilara til að láta Viktor Gyökeres og Joao Pedro róa, að því gefnu að þeir séu ekki lengur vítaskyttur Arsenal og Chelsea. „Skipta út Gyökeres og Pedro. Þeir eru ekki að standa sig. Ef þeir eru ekki með vítin er engin ástæða til að halda þeim,“ sagði Albert. „Ef þeir eru með vítin er þetta alltaf ákvörðun. Segjum að einhver myndi gulltryggja núna að Gyöekeres sé með vítin og farandi inn í þessa leiki hjá Arsenal myndi ég ekki losa hann.“ Albert segir að Gyökeres réttlæti ekki háan verðmiða í Fantasy ef Bukayo Saka er vítaskytta númer eitt hjá Arsenal. Gyökeres hefur skorað úr einni vítaspyrnu á tímabilinu en Saka tók víti í síðasta leik Arsenal, 2-0 sigri á West Ham United á heimavelli. Framherjinn sem Albert lýst best á er Jean-Philippe Mateta hjá Crystal Palace. Hann hefur skorað tvö mörk á tímabilinu. „Hann á þrjá heimaleiki í næstu fjórum umferðum og er búinn að fá þvílík færi. Einhver myndi spyrja hvort hann væri ekki lélegur að klúðra öllum þessum færum en ég held að Mateta hafi alveg sýnt okkur að hann geti klárað færin. Hann er líka búinn að vera óheppinn, skjóta í stöng og eitthvað svona. Ég myndi segja að hann sé mest spennandi til að koma inn,“ sagði Albert. Hann segir að Alexander Isak hjá Liverpool sé einnig möguleiki í stöðunni en það felist áhætta í að kaupa hann vegna óvissu með spiltíma. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Sjá meira
Erling Haaland hefur raðað inn mörkum fyrir Manchester City en margir aðrir hátt skrifaðir framherjar í ensku úrvalsdeildinni hafa ekki náð sér á strik. Fantasy-spilarar velta því nú fyrir sér hvað gera skuli með framherjana í leiknum og leituðu ráða hjá strákunum í Fantasýn. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan eða með því að smella hér. Albert Þór Guðmundsson hvetur Fantasy-spilara til að láta Viktor Gyökeres og Joao Pedro róa, að því gefnu að þeir séu ekki lengur vítaskyttur Arsenal og Chelsea. „Skipta út Gyökeres og Pedro. Þeir eru ekki að standa sig. Ef þeir eru ekki með vítin er engin ástæða til að halda þeim,“ sagði Albert. „Ef þeir eru með vítin er þetta alltaf ákvörðun. Segjum að einhver myndi gulltryggja núna að Gyöekeres sé með vítin og farandi inn í þessa leiki hjá Arsenal myndi ég ekki losa hann.“ Albert segir að Gyökeres réttlæti ekki háan verðmiða í Fantasy ef Bukayo Saka er vítaskytta númer eitt hjá Arsenal. Gyökeres hefur skorað úr einni vítaspyrnu á tímabilinu en Saka tók víti í síðasta leik Arsenal, 2-0 sigri á West Ham United á heimavelli. Framherjinn sem Albert lýst best á er Jean-Philippe Mateta hjá Crystal Palace. Hann hefur skorað tvö mörk á tímabilinu. „Hann á þrjá heimaleiki í næstu fjórum umferðum og er búinn að fá þvílík færi. Einhver myndi spyrja hvort hann væri ekki lélegur að klúðra öllum þessum færum en ég held að Mateta hafi alveg sýnt okkur að hann geti klárað færin. Hann er líka búinn að vera óheppinn, skjóta í stöng og eitthvað svona. Ég myndi segja að hann sé mest spennandi til að koma inn,“ sagði Albert. Hann segir að Alexander Isak hjá Liverpool sé einnig möguleiki í stöðunni en það felist áhætta í að kaupa hann vegna óvissu með spiltíma. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn á tal.is með því að smella hér.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport Dæmd úr leik vegna skósóla Sport Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Liverpool-Leeds: Hvernig byrjar nýja árið hjá Englandsmeisturunum? „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Chelsea búið að reka Enzo Maresca Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Sjá meira