Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Agnar Már Másson skrifar 28. september 2025 23:43 „Þetta er einstaklega leiðinlegt atvik. Málið er í ferli hjá RÍSÍ,“ segir framkv;æmdastjóri RÍSÍ. Spilararnir á myndinni tengjast fréttinni ekki með beinum hætti. Stympingar urðu milli keppenda á rafíþróttamótinu Skjálfta á laugardag. Einn keppandi hrinti sautján ára mótherja sínum eftir að hafa tapað viðureign þeirra. Á spjallrás hreytti hann einnig fúkyrðum í unga drenginn, sem hann kallaði „ógeðslegt innflytjanda hyski“. RÍSÍ harmar atvikið. Einn stærsti rafíþróttaviðburður landsins var haldinn um helgina í íþróttahúsi HK í Digranesi í Kópavogi þar sem mótið Skjálfti var haldið í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár. Ryskingar urðu milli keppenda þegar hinn þrítugi Eyþór Atli Geirdal, eða „waNker“ eins og hann er þekktur á skjánum, gekk að sautján ára mótherja sínum eftir viðureign þeirra og hrinti honum. Atvikið náðist á mynd og hefur klippa af ryskingunum fengið rúmlega tvö þúsund áhorfa á Twitch. Þar má sjá unga drenginn lenda á borði. „Þetta er einstaklega leiðinlegt atvik. Málið er í ferli hjá RÍSÍ,“ segir Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands, í samtali við Vísi. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Í spjallþræði inni í leiknum áttu liðin tvö í samskiptum þar sem hann lýsti því yfir að hann væri „tilbúinn að berja lítinn krakka“ og kallaði unga drenginn, sem er af erlendum uppruna, „ógeðslegt innflytjanda hyski [svo]“. „Ég er tilbúinn að verja lítinn krakka,“ skrifar Eyþór. „Ógeðslega innflytjenda hyski,“ bætti hann svo við. Að þessu atviki undanskildu segir Jökull að mótið hafi gengið afar vel. Rafíþróttir Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Einn stærsti rafíþróttaviðburður landsins var haldinn um helgina í íþróttahúsi HK í Digranesi í Kópavogi þar sem mótið Skjálfti var haldið í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár. Ryskingar urðu milli keppenda þegar hinn þrítugi Eyþór Atli Geirdal, eða „waNker“ eins og hann er þekktur á skjánum, gekk að sautján ára mótherja sínum eftir viðureign þeirra og hrinti honum. Atvikið náðist á mynd og hefur klippa af ryskingunum fengið rúmlega tvö þúsund áhorfa á Twitch. Þar má sjá unga drenginn lenda á borði. „Þetta er einstaklega leiðinlegt atvik. Málið er í ferli hjá RÍSÍ,“ segir Jökull Jóhannsson, framkvæmdastjóri Rafíþróttasambands Íslands, í samtali við Vísi. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Í spjallþræði inni í leiknum áttu liðin tvö í samskiptum þar sem hann lýsti því yfir að hann væri „tilbúinn að berja lítinn krakka“ og kallaði unga drenginn, sem er af erlendum uppruna, „ógeðslegt innflytjanda hyski [svo]“. „Ég er tilbúinn að verja lítinn krakka,“ skrifar Eyþór. „Ógeðslega innflytjenda hyski,“ bætti hann svo við. Að þessu atviki undanskildu segir Jökull að mótið hafi gengið afar vel.
Rafíþróttir Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Fleiri fréttir Veittist að sautján ára mótherja sínum og hreytti í hann fúkyrðum Sjá meira
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti