Enski boltinn

Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wolves hefur unnið þrettán af þrjátíu leikjum undir stjórn Vitors Pereira.
Wolves hefur unnið þrettán af þrjátíu leikjum undir stjórn Vitors Pereira. epa/ADAM VAUGHAN

Þrátt fyrir að Wolves hafi tapað öllum fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni fær knattspyrnustjórinn Vitor Pereira væntanlega nýjan samning hjá félaginu.

Pereira tók við Wolves eftir að Gary O'Neil var látinn taka pokann sinn í desember á síðasta ári.

Úlfarnir björguðu sér örugglega frá falli á síðasta tímabili en hafa byrjað illa í vetur og tapað öllum fjórum leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Forráðamenn Wolves virðast samt hafa mikla trú á Pereira og enskir fjölmiðlar greina frá því að hann muni skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið á næstu dögum.

Hinn portúgalski Pereira hefur komið víða við á stjóraferlinum. Áður hann tók við Wolves stýrði hann Al Shabab í Sádi-Arabíu.

Wolves fær nýliða Leeds United í heimsókn í 5. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×