Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. september 2025 18:02 Fjölmargir gerðu sér ferð til Þorlákshafnar til að heiðra minningu Karls Sighvatssonar sem lést alltof ungur. Minningarhátíðin Karlsvaka var haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn komu fram á hátíðinni og var kirkjan þétt setin. Karlsvaka fór fram í fjórða skiptið um helgina en Þorlákskirkja varð fyrir valinu í þetta sinn því Karl var að koma þaðan eftir að hafa leikið á orgelið í hinsta sinn þegar hann lést í bílslysi á Hellisheiði á leið til Reykjavíkur sumarið 1991. Karl fæddist 8. september 1950 en féll frá langt fyrir aldur fram í bílslysi á Hellisheiði árið 1991. Karl er þekktasti Hammond-orgelleikari íslenskrar tónlistarsögu og var meðlimur í fjölmörgum hljómsveitum, þar á meðal Flowers, Trúbrot og Þursaflokknum. Davíð Þór Jónsson opnaði samkomuna með flutningi á latínu á Blóminu eftir Karl Sighvatsson. Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, flutti tölu. Hjónin Siggi Hall og Svala Ólafsdóttir. Það var þétt setið í Þorlákskirkju. Fjöldi öflugra tónlistarmanna kom fram á Karlsvöku: Ungi Hammond-orgelleikarinn Tómas Jónsson sem hefur verið líkt við Karl; söngkonurnar Lay Low, Kristjana Stefánsdóttir og Emilía Hugrún; bassaleikarinn Guðni Finnsson; trommuleikarinn Arnar Gíslason; gítarleikarinn Valbjörn Lilliendahl og Jakob Frímann Magnússon var kynnir. Jack Magnet magnaði gestina. Sigurjón Sighvatsson fór með ræðu um bróður sinn, Karl Sighvatsson, sem lést langt fyrir aldur fram. Lay Low og Magnús Kjartansson gengu saman inn kirkjugólfið. Altaristaflan í Þorlákskirkju er múrrista eftir Gunnstein Gíslason sem heitir „Herra bjarga þú mér“ og byggir á 30. versi í 14. kafla Matteusarguðspjalls. Tómas tryllti fólkið með Hammond-töktum. Magnús Jón Kjartansson flutti „To Be Grateful“ og „Am I Really Livin'“. Páll Baldvin, Björgvin Halldórsson, Ragnheiður B. Reynisdóttir og Sigurborg Sigurjónsdóttir. Arnar Gíslason á trommunum og Guðni Finnsson á bassa. Gestir hlýða á Jakob og enn fleiri horfðu á í beinu streymi. Það er vel hægt að rokka í kirkju. Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður og tónlistarmaður, naut músíkurinnar eins og aðrir. Sigurjón Sighvats glottir við tönn. Róas Björg Helgadóttir fór einnig með ræðu. Lay Low heillaði að vanda. Hjónin Sigga og Jonni syngja með. Davíð Þór Jónsson sló í gegn á orgelinu. Ása Berglind, þingkona Samfylkingarinnar, fylgist glaðbeitt með. Emilía Hugrún, Lay Low og Kristjana Stefáns. Elliði og Sigurjón. Emilía Hugrún Lárusdóttir, ung söngkona úr Þorlákshöfn, söng á tónleikunum. Hjónin Sigríður Þórisdóttir og Sigurjón Sighvats fylgjast með orgelleiknum ásamt Jakobi. Sigurjón þakkaði Jakobi fyrir vel unnin störf. Eftir tónleikana bauð sveitarstjórn Ölfuss til móttöku í Félagsheimili Þorlákshafnar þar sem svangir gestir settust niður, gæddu sér á vöfflum og kaffi og ræddu saman um tónlistina og lífið. Eftir tónlistarveisluna settust gestir að snæðingi. Magnús Kjartansson með Sigurjóni. Tvær goðsagnir: Siggi Hall og Bó Hall. Sigurjón, Páll Baldvin og Davíð Þór kunna að pósa. Hjónin Sigríður Þórisdóttir og Sigurjón Sighvatsson með Kolbeini Kristinssyni, t.v., en Sigurjón og Kolbeinn voru saman í unglingahljómsveitinni Mods. Kristjana Stefánsdóttir, Sigríður Hjaltdal „Bíbí“ Pálsdóttir og Sigurjón Sighvats. Þrír Hammond-menn: Jakob Frímann Magnússon, Tómas Jónsson og Davíð Þór Jónsson. Minnisvarði um Karl Eftir að gestir höfðu fengið sér af vöfflum og kaffi var farið út í rokið og rigninguna til að afhjúpa nýjan minnisvarða um Karl Sighvatsson. Karl markaði ekki aðeins djúp spor í rokk- og poppsögu landsins. Hann fór til orgelnáms í Vín og Salzburg í Austurríki, nam tónsmíðar í Boston og var organisti við kirkjur í Neskaupsstað, Bolungarvík og um tíma við fimm kirkjur í Ölfusi. Einnig kom hann að tónlistarkennslu og kórastarfi, stýrði Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar og Söngfélagi Þorlákshafnar. Davíð Þór og Sigurjón norpandi í kuldanum. Minnismerkið Karlslundur var afhjúpað við hátíðlega athöfn. Gestir létu rigninguna ekki stöðva sig. Minnisvarðinn um Karl Jóhann Sighvatsson sem var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á sunnudag. Tónlist Ölfus Tengdar fréttir Í senn minning og ákvörðun um framtíð Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. 8. september 2025 09:31 Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Minningarhátíðin Karlsvaka verður haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni. 5. september 2025 17:15 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Karlsvaka fór fram í fjórða skiptið um helgina en Þorlákskirkja varð fyrir valinu í þetta sinn því Karl var að koma þaðan eftir að hafa leikið á orgelið í hinsta sinn þegar hann lést í bílslysi á Hellisheiði á leið til Reykjavíkur sumarið 1991. Karl fæddist 8. september 1950 en féll frá langt fyrir aldur fram í bílslysi á Hellisheiði árið 1991. Karl er þekktasti Hammond-orgelleikari íslenskrar tónlistarsögu og var meðlimur í fjölmörgum hljómsveitum, þar á meðal Flowers, Trúbrot og Þursaflokknum. Davíð Þór Jónsson opnaði samkomuna með flutningi á latínu á Blóminu eftir Karl Sighvatsson. Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, flutti tölu. Hjónin Siggi Hall og Svala Ólafsdóttir. Það var þétt setið í Þorlákskirkju. Fjöldi öflugra tónlistarmanna kom fram á Karlsvöku: Ungi Hammond-orgelleikarinn Tómas Jónsson sem hefur verið líkt við Karl; söngkonurnar Lay Low, Kristjana Stefánsdóttir og Emilía Hugrún; bassaleikarinn Guðni Finnsson; trommuleikarinn Arnar Gíslason; gítarleikarinn Valbjörn Lilliendahl og Jakob Frímann Magnússon var kynnir. Jack Magnet magnaði gestina. Sigurjón Sighvatsson fór með ræðu um bróður sinn, Karl Sighvatsson, sem lést langt fyrir aldur fram. Lay Low og Magnús Kjartansson gengu saman inn kirkjugólfið. Altaristaflan í Þorlákskirkju er múrrista eftir Gunnstein Gíslason sem heitir „Herra bjarga þú mér“ og byggir á 30. versi í 14. kafla Matteusarguðspjalls. Tómas tryllti fólkið með Hammond-töktum. Magnús Jón Kjartansson flutti „To Be Grateful“ og „Am I Really Livin'“. Páll Baldvin, Björgvin Halldórsson, Ragnheiður B. Reynisdóttir og Sigurborg Sigurjónsdóttir. Arnar Gíslason á trommunum og Guðni Finnsson á bassa. Gestir hlýða á Jakob og enn fleiri horfðu á í beinu streymi. Það er vel hægt að rokka í kirkju. Þorgeir Ástvaldsson, útvarpsmaður og tónlistarmaður, naut músíkurinnar eins og aðrir. Sigurjón Sighvats glottir við tönn. Róas Björg Helgadóttir fór einnig með ræðu. Lay Low heillaði að vanda. Hjónin Sigga og Jonni syngja með. Davíð Þór Jónsson sló í gegn á orgelinu. Ása Berglind, þingkona Samfylkingarinnar, fylgist glaðbeitt með. Emilía Hugrún, Lay Low og Kristjana Stefáns. Elliði og Sigurjón. Emilía Hugrún Lárusdóttir, ung söngkona úr Þorlákshöfn, söng á tónleikunum. Hjónin Sigríður Þórisdóttir og Sigurjón Sighvats fylgjast með orgelleiknum ásamt Jakobi. Sigurjón þakkaði Jakobi fyrir vel unnin störf. Eftir tónleikana bauð sveitarstjórn Ölfuss til móttöku í Félagsheimili Þorlákshafnar þar sem svangir gestir settust niður, gæddu sér á vöfflum og kaffi og ræddu saman um tónlistina og lífið. Eftir tónlistarveisluna settust gestir að snæðingi. Magnús Kjartansson með Sigurjóni. Tvær goðsagnir: Siggi Hall og Bó Hall. Sigurjón, Páll Baldvin og Davíð Þór kunna að pósa. Hjónin Sigríður Þórisdóttir og Sigurjón Sighvatsson með Kolbeini Kristinssyni, t.v., en Sigurjón og Kolbeinn voru saman í unglingahljómsveitinni Mods. Kristjana Stefánsdóttir, Sigríður Hjaltdal „Bíbí“ Pálsdóttir og Sigurjón Sighvats. Þrír Hammond-menn: Jakob Frímann Magnússon, Tómas Jónsson og Davíð Þór Jónsson. Minnisvarði um Karl Eftir að gestir höfðu fengið sér af vöfflum og kaffi var farið út í rokið og rigninguna til að afhjúpa nýjan minnisvarða um Karl Sighvatsson. Karl markaði ekki aðeins djúp spor í rokk- og poppsögu landsins. Hann fór til orgelnáms í Vín og Salzburg í Austurríki, nam tónsmíðar í Boston og var organisti við kirkjur í Neskaupsstað, Bolungarvík og um tíma við fimm kirkjur í Ölfusi. Einnig kom hann að tónlistarkennslu og kórastarfi, stýrði Kirkjukór Hveragerðis og Kotstrandarsóknar og Söngfélagi Þorlákshafnar. Davíð Þór og Sigurjón norpandi í kuldanum. Minnismerkið Karlslundur var afhjúpað við hátíðlega athöfn. Gestir létu rigninguna ekki stöðva sig. Minnisvarðinn um Karl Jóhann Sighvatsson sem var afhjúpaður við hátíðlega athöfn á sunnudag.
Tónlist Ölfus Tengdar fréttir Í senn minning og ákvörðun um framtíð Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. 8. september 2025 09:31 Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Minningarhátíðin Karlsvaka verður haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni. 5. september 2025 17:15 Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Í senn minning og ákvörðun um framtíð Karl Sighvatsson var ekki eingöngu magnaður listamaður heldur einnig áhrifavaldur og mótandi menningarlífs til áratuga. Í Ölfusi skildi hann eftir sig spor sem við sjáum enn og fótatak sem við munum heyra um ókomna tíð. Karl fæddist 8. september 1950 og kvaddi allt of snemma árið 1991. En það sem hann byggði með okkur lifir. 8. september 2025 09:31
Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Minningarhátíðin Karlsvaka verður haldin í Þorlákskirkju sunnudaginn 7. september í tilefni af 75 ára fæðingarafmæli tónlistarmannsins Karls Sighvatssonar sem lést langt fyrir aldur fram 1991. Fjölmargir frábærir tónlistarmenn koma fram á hátíðinni. 5. september 2025 17:15
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“