Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. september 2025 09:02 Alexander Isak er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. getty/Nikki Dyer Alexander Isak er loksins kominn til Liverpool og margir Fantasy-spilarar velta því eflaust fyrir sér hvað eigi að gera við hann. Strákarnir í Fantasýn freistuðu því að svara því í nýjasta þætti þeirra. Eftir mikið havarí keypti Liverpool Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann kostaði 125 milljónir punda og er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn telja ekki líklegt að Isak byrji næsta leik Liverpool sem er gegn Burnley þarnæsta sunnudag. „Mér finnst það ólíklegt. Ég las að það væru fjórtán vikur síðan hann æfði með einhverjum liðsfélögum. Það var þegar hann mætti á landsliðsæfingu með Svíþjóð. Mér finnst mjög ólíklegt að hann byrji fyrsta leik, sérstaklega í ljósi þess hversu vel [Hugo] Ekitike hefur verið að spila og líka [Cody] Gakpo. Hann kemur væntanlega inn á í þessum leik og það ræðst væntanlega á því hversu tilbúinn hann er til að byrja,“ sagði Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn. Ekitike hefur farið vel af stað með Liverpool en margir Fantasy-spilarar spyrja sig nú að því hvort þeir eigi að selja hann fyrst Isak er kominn. „Í fyrsta þættinum töluðum við um að Ekitike og Gakpo væru góðir kostir til skamms tíma. Þangað til Isak kæmi væru þeir öruggir. En nú er Isak kominn og þeir eru að minnsta kosti þrír um þessar tvær stöður svo við tölum ekki um Rio [Ngumoha] og [Federico] Chiesa sem vilja fá einhverjar mínútur,“ sagði Albert. „Isak var keyptur á allan þennan pening og er væntanlega ætlað að fara beint inn í byrjunarliðið. En ætlar [Arne] Slot að finna leið til að láta hann og Ekitike spila saman? Fer annar hvor þeirra út til vinstri eða verður Ekitike fyrir aftan Isak eða fer [Florian] Wirtz út á kant?“ Þeir Albert og Sindri Kamban ræddu einnig hvað Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, myndi gera þegar þátttaka liðsins í Meistaradeild Evrópu hæfist og álagið myndi aukast. Þeir voru sammála um að Slot myndi jafnan spila á sínu sterkasta liði en reyna að dreifa álaginu eins og þurfa þyki. „[Mohamed] Salah er alltaf fastinn. Ég myndi ekki kaupa Isak núna, ég myndi ekki kaupa Ekitike eða Gakpo núna. Ef ég ætti þá myndi ég halda þeim að minnsta kosti í einn leik,“ sagði Albert. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira
Eftir mikið havarí keypti Liverpool Isak á lokadegi félagaskiptagluggans. Hann kostaði 125 milljónir punda og er dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Strákarnir í Fantasýn telja ekki líklegt að Isak byrji næsta leik Liverpool sem er gegn Burnley þarnæsta sunnudag. „Mér finnst það ólíklegt. Ég las að það væru fjórtán vikur síðan hann æfði með einhverjum liðsfélögum. Það var þegar hann mætti á landsliðsæfingu með Svíþjóð. Mér finnst mjög ólíklegt að hann byrji fyrsta leik, sérstaklega í ljósi þess hversu vel [Hugo] Ekitike hefur verið að spila og líka [Cody] Gakpo. Hann kemur væntanlega inn á í þessum leik og það ræðst væntanlega á því hversu tilbúinn hann er til að byrja,“ sagði Albert Þór Guðmundsson í nýjasta þætti af Fantasýn. Ekitike hefur farið vel af stað með Liverpool en margir Fantasy-spilarar spyrja sig nú að því hvort þeir eigi að selja hann fyrst Isak er kominn. „Í fyrsta þættinum töluðum við um að Ekitike og Gakpo væru góðir kostir til skamms tíma. Þangað til Isak kæmi væru þeir öruggir. En nú er Isak kominn og þeir eru að minnsta kosti þrír um þessar tvær stöður svo við tölum ekki um Rio [Ngumoha] og [Federico] Chiesa sem vilja fá einhverjar mínútur,“ sagði Albert. „Isak var keyptur á allan þennan pening og er væntanlega ætlað að fara beint inn í byrjunarliðið. En ætlar [Arne] Slot að finna leið til að láta hann og Ekitike spila saman? Fer annar hvor þeirra út til vinstri eða verður Ekitike fyrir aftan Isak eða fer [Florian] Wirtz út á kant?“ Þeir Albert og Sindri Kamban ræddu einnig hvað Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, myndi gera þegar þátttaka liðsins í Meistaradeild Evrópu hæfist og álagið myndi aukast. Þeir voru sammála um að Slot myndi jafnan spila á sínu sterkasta liði en reyna að dreifa álaginu eins og þurfa þyki. „[Mohamed] Salah er alltaf fastinn. Ég myndi ekki kaupa Isak núna, ég myndi ekki kaupa Ekitike eða Gakpo núna. Ef ég ætti þá myndi ég halda þeim að minnsta kosti í einn leik,“ sagði Albert. Hlusta má á Fantasýn hér fyrir neðan en þáttinn má finna á öllum helstu hlaðvarpsveitum.
Enski boltinn Fantasýn Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Mancini og Dyche á óskalista Forest Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Postecoglou rekinn Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Sjá meira