„Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. ágúst 2025 21:11 Aron Pálmarsson kvaddi handboltaferilinn í kvöld. Vísir/Anton Brink Aron Pálmarsson batt enda á langan og farsælan handboltaferil í sérstökum kveðjuleik í Kaplakrika í kvöld þar sem FH tók á móti ungverska stórliðinu Veszprém. Þetta var leikur þaar sem úrslitin skiptu nákvæmlega engu máli, en fyrir áhugasama vann Veszprém tíu marka sigur, 22-32. Stúkurnar tvær í Kaplakrika voru troðfullar á leik kvöldsins og líklega er óhætt að fullyrða að hver einasti gestur í húsinu hafi verið mættur til að kveðja goðsögnina Aron Pálmarsson, frekar en að greina leik FH og Veszprém fyrir komandi tímabil. „Þetta var frekar óraunverulegt,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi eftir leik. „Fyrst þegar var ákveðið að halda þennan leik hérna þá gerði maður sér aldrei grein fyrir því að við myndum selja upp. Svo er maður aðeins búinn að átta sig á þessu síðustu daga, hvað maður hefur skilið eftir og snert marga,“ bætti Aron við. „Þetta var bara mikið stress, spenna og gleði og pínu sorg. Bara geðveikt, sko.“ Hann þvertekur einnig fyrir það að draga skóna fram á nýjan leik í vetur, þrátt fyrir að hafa haft virkilega gaman að því að mæta til leiks í kvöld. „Maður er ekki það barnalegur,“ sagði Aron. „En þetta var samt virkilega gaman. Kannski var þetta svona gaman af því að ég vissi að þetta var síðasti leikurinn. En nei, þetta kítlaði ekki neitt.“ „Þetta var bara stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld. Leikurinn var líka skemmtilegur, og þá sérstaklega seinni hálfleikur. Það var gaman að fá alvöru leik. Það var ekkert svona grín eitthvað þó það hafi verið ein djók sókn og eitthvað þannig. Þetta var bara ógeðslega skemmtilegt og ég er þvílíkt stoltur að klára þetta svona.“ Aron lék nokkrar sóknir í treyju Veszprém.Vísir/Anton Brink Skiptir máli að skilja eitthvað jákvætt eftir sig Þá kom Aron einnig til skila skilaboðum til ungra leikmanna sem hafa litið upp til hans í gegnum tíðina og stefna á atvinnumannaferil í handbolta, en sjálfur lék Aron í rúm fimmtán ár í atvinnumennsku. „Það sem ég hef tekið eftir síðustu tvo daga er að maður er að fá mikið af skilaboðum frá fólki og félögum og annað sem eru ekkert endilega að tala mikið um gæðin í handboltanum. Þó svo að þau tali um að það segi sig sjálft, en þau tala mikið um persónuna og hvað maður skildi mikið eftir þar. Það er eiginlega það sem ég er fáránlega stoltur af,“ sagði Aron. „Mig grunaði það ekki neitt. Þó svo að maður reyni alltaf að vera kurteis og haga sér almennilega. Það finnst mér alveg magnað að sjá að kannski 90 prósent af kveðjunum snúast um það og ég er ekkert smá stoltur af því. Titlarnir og öll gleðin sem þeim fylgja, maður eiginlega pælir ekkert í því núna. Kannski þarf maður að sjá það á blaði.“ „En það er eiginlega bara þetta. Að vera góð manneskja og svo er þetta bara eins og í öllu að það þarf að leggja mikið á sig. Engar afsakanir.“ Ólympíuleikarnir standa upp úr Nú þegar ferli Arons er formlega lokið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. Óhætt er að segja að ferill Arons hafi verið farsæll og titlarnir sem hann hefur unnið eru í raun of margir til að fara að telja upp hér. Hann segir það þó ekki vera titil sem standi upp úr á ferlinum. „Það er í rauninni ekki titill, það eru Ólympíuleikarnir. Þó að þeir hafi ekki farið eins og við vildum þá var það bara að fá að upplifa það,“ sagði Aron. „Ef það eru einhverjir titlar sem standa upp úr þá er það auðvitað Meistaradeildin og allt það, en ég verð að segja titillinn sem við unnum á markatölu í Þýskalandi. Hann var eiginlega sá sætasti.“ „Svo auðvitað að koma heim og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það var allt öðruvísi að vinna titilinn með áhugamannaliði þar sem er kannski meiri ástríða og það var bara geðveikt að fá að upplifa þetta. Og að fá að upplifa þetta á svona marga vegu,“ sagði Aron að lokum. FH Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira
Þetta var leikur þaar sem úrslitin skiptu nákvæmlega engu máli, en fyrir áhugasama vann Veszprém tíu marka sigur, 22-32. Stúkurnar tvær í Kaplakrika voru troðfullar á leik kvöldsins og líklega er óhætt að fullyrða að hver einasti gestur í húsinu hafi verið mættur til að kveðja goðsögnina Aron Pálmarsson, frekar en að greina leik FH og Veszprém fyrir komandi tímabil. „Þetta var frekar óraunverulegt,“ sagði Aron í stuttu viðtali við Vísi eftir leik. „Fyrst þegar var ákveðið að halda þennan leik hérna þá gerði maður sér aldrei grein fyrir því að við myndum selja upp. Svo er maður aðeins búinn að átta sig á þessu síðustu daga, hvað maður hefur skilið eftir og snert marga,“ bætti Aron við. „Þetta var bara mikið stress, spenna og gleði og pínu sorg. Bara geðveikt, sko.“ Hann þvertekur einnig fyrir það að draga skóna fram á nýjan leik í vetur, þrátt fyrir að hafa haft virkilega gaman að því að mæta til leiks í kvöld. „Maður er ekki það barnalegur,“ sagði Aron. „En þetta var samt virkilega gaman. Kannski var þetta svona gaman af því að ég vissi að þetta var síðasti leikurinn. En nei, þetta kítlaði ekki neitt.“ „Þetta var bara stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld. Leikurinn var líka skemmtilegur, og þá sérstaklega seinni hálfleikur. Það var gaman að fá alvöru leik. Það var ekkert svona grín eitthvað þó það hafi verið ein djók sókn og eitthvað þannig. Þetta var bara ógeðslega skemmtilegt og ég er þvílíkt stoltur að klára þetta svona.“ Aron lék nokkrar sóknir í treyju Veszprém.Vísir/Anton Brink Skiptir máli að skilja eitthvað jákvætt eftir sig Þá kom Aron einnig til skila skilaboðum til ungra leikmanna sem hafa litið upp til hans í gegnum tíðina og stefna á atvinnumannaferil í handbolta, en sjálfur lék Aron í rúm fimmtán ár í atvinnumennsku. „Það sem ég hef tekið eftir síðustu tvo daga er að maður er að fá mikið af skilaboðum frá fólki og félögum og annað sem eru ekkert endilega að tala mikið um gæðin í handboltanum. Þó svo að þau tali um að það segi sig sjálft, en þau tala mikið um persónuna og hvað maður skildi mikið eftir þar. Það er eiginlega það sem ég er fáránlega stoltur af,“ sagði Aron. „Mig grunaði það ekki neitt. Þó svo að maður reyni alltaf að vera kurteis og haga sér almennilega. Það finnst mér alveg magnað að sjá að kannski 90 prósent af kveðjunum snúast um það og ég er ekkert smá stoltur af því. Titlarnir og öll gleðin sem þeim fylgja, maður eiginlega pælir ekkert í því núna. Kannski þarf maður að sjá það á blaði.“ „En það er eiginlega bara þetta. Að vera góð manneskja og svo er þetta bara eins og í öllu að það þarf að leggja mikið á sig. Engar afsakanir.“ Ólympíuleikarnir standa upp úr Nú þegar ferli Arons er formlega lokið er ekki úr vegi að líta yfir farinn veg. Óhætt er að segja að ferill Arons hafi verið farsæll og titlarnir sem hann hefur unnið eru í raun of margir til að fara að telja upp hér. Hann segir það þó ekki vera titil sem standi upp úr á ferlinum. „Það er í rauninni ekki titill, það eru Ólympíuleikarnir. Þó að þeir hafi ekki farið eins og við vildum þá var það bara að fá að upplifa það,“ sagði Aron. „Ef það eru einhverjir titlar sem standa upp úr þá er það auðvitað Meistaradeildin og allt það, en ég verð að segja titillinn sem við unnum á markatölu í Þýskalandi. Hann var eiginlega sá sætasti.“ „Svo auðvitað að koma heim og vinna Íslandsmeistaratitilinn. Það var allt öðruvísi að vinna titilinn með áhugamannaliði þar sem er kannski meiri ástríða og það var bara geðveikt að fá að upplifa þetta. Og að fá að upplifa þetta á svona marga vegu,“ sagði Aron að lokum.
FH Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Sjá meira