Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. júní 2025 07:02 Grínþættirnir Krautz in Seltjarnarnes verða sýndir á Ríkisútvarpinu á laugardagskvöldum í sumar. Krautz in Seltjarnarnes Sjónvarpsþættirnir Krautz in Seltjarnarnes, sem þrír ungir listamenn framleiddu á vegum skapandi sumarstarfa sumarið 2023, verða á dagskrá Ríkisútvarpsins í sumar. Þáttagerðarmennirnir hlakka til að endurvekja fjölbreytni í íslensku sjónvarpi. Jónsi Hannesson, Killian G. E. Briansson og Árni Þór Guðjónsson standa að baki verkefninu, sem var styrkt af skapandi sumarstörfum hjá Seltjarnarnesbæ í eitt sumar, en þeir segja mesta vinnuna hafa farið fram utan vinnutíma. Þrjú hundruð prósent vinna „Við tókum allt upp um sumarið og náðum að klára að taka upp en eftirvinnslan var svo mikil að við fórum langt umfram,“ segir Jónsi í samtali við fréttastofu. Killian tekur í sama streng. „Skapandi sumarstarf er hundrað prósent vinna en við vorum eiginlega í þrjú hundruð prósent vinnu eins og kvikmyndagerð og þáttagerð er oft. Þannig að við vorum að vinna sjálfstætt meiri hlutann af tímanum.“ Þættirnir fjalla um þýska ríkisstarfsmanninn Karl Krautz og Heinrich Milch aðstoðarmann hans. Krautz in Seltjarnarnes Þeir vinir hafa unnið mikið saman í gegn um tíðina og hafa reynslu úr ýmsum áttum. Jónsi útskrifaðist af sviðshöfundabraut LHÍ í vor og hann og Killian hafa báðir leikstýrt menntaskólaleikritum. Þá fór Killian til að mynda með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Vigdísi. Árni lýkur nú við kvikmyndagerðarnám í Frakklandi. Með þeim í för er tónlistarmaðurinn JóiPé, sem semur tónlistina fyrir þættina. Vöktu athygli á uppskeruhátíð Killian og Jónsi fara með aðalhlutverkin í þáttunum en þremenningarnir sáu saman um handrit, leikstjórn og framleiðslu. Árni, Jónsi og Killian leikstýrðu og framleiddu Krautz in Seltjarnarnes. Aðsend „Við sýndum fyrsta þáttinn á forsýningu á lokahófi fyrir vinnuna, og upp úr því sendum við pósta og fengum áhuga frá RÚV,“ segir Killian. Þá hafi um árslöng eftirvinnsla tekið við. Þættirnir eru þrír talsins og eru í svokölluðum háðsheimildamyndarstíl (e. mockumentary). Jónsi og Killian útskýra söguþráðinn í samtali við fréttastofu. „Þættirnir fjalla um Karl Krautz sem er þýskur ríkisstarfsmaður sem vinnur við að fara til borga og gera sjónvarpsþætti. Hann heldur að hann sé að fara til Honolulu en festist á Seltjarnarnesi. Með honum í för er fámælti aðstoðarmaðurinn Heinrich Milch.“ Jónsi (til vinstri) og Killian (til hægri) fara með aðalhlutverk í þáttunum. Krautz in Seltjarnarnes En hvaðan spratt hugmyndin? „Við höfum gaman að Þjóðverjum og hreimnum sem þeim fylgir. Okkur finnst líka gaman að gera þætti um heimabæinn okkar, Seltjarnarnes. Og sjá það með öðrum augum sem nýmættur maður með aðrar hugmyndir um lífið og heiminn.“ Snýst bara um að nenna Í Krautz in Seltjarnarnes eru nærri öll kennileiti bæjarins tekin fyrir, Gróttuviti, lyfjafræðisafnið, og Eiðistorg. Þá bregður nokkrum þekktum andlitum fyrir, þar á meðal Ara Eldjárn grínista og Gísla Erni Garðarssyni leikara og leikstjóra. Sem fyrr segir hafa Jónsi, Killian og Árni unnið hörðum höndum að gerð þáttanna án nokkurra framlaga annarra en launa frá Seltjarnarnesbæ í eitt sumar. Gísli Örn Garðarson fer með hlutverk í þáttunum. Krautz in Seltjarnarnes „Við höfum mikla ástríðu fyrir því málefni að ungt fólk fái að búa til efni og gefa það út. Og að það sé fjölbreytt, vandað og fyndið. Gott grín er ómetanlegt. Heil sería sem er ekki sketsar eða auglýsing eða TikTok. Við erum rosalega spenntir fyrir að endurvekja fjölbreytni í íslensku sjónvarpi. Og ekki að fá að gera það heldur að gera það. Drullast til að gera það, búa eitthvað til,“ segir Killian. Seltjarnarnes Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisútvarpið Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Jónsi Hannesson, Killian G. E. Briansson og Árni Þór Guðjónsson standa að baki verkefninu, sem var styrkt af skapandi sumarstörfum hjá Seltjarnarnesbæ í eitt sumar, en þeir segja mesta vinnuna hafa farið fram utan vinnutíma. Þrjú hundruð prósent vinna „Við tókum allt upp um sumarið og náðum að klára að taka upp en eftirvinnslan var svo mikil að við fórum langt umfram,“ segir Jónsi í samtali við fréttastofu. Killian tekur í sama streng. „Skapandi sumarstarf er hundrað prósent vinna en við vorum eiginlega í þrjú hundruð prósent vinnu eins og kvikmyndagerð og þáttagerð er oft. Þannig að við vorum að vinna sjálfstætt meiri hlutann af tímanum.“ Þættirnir fjalla um þýska ríkisstarfsmanninn Karl Krautz og Heinrich Milch aðstoðarmann hans. Krautz in Seltjarnarnes Þeir vinir hafa unnið mikið saman í gegn um tíðina og hafa reynslu úr ýmsum áttum. Jónsi útskrifaðist af sviðshöfundabraut LHÍ í vor og hann og Killian hafa báðir leikstýrt menntaskólaleikritum. Þá fór Killian til að mynda með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Vigdísi. Árni lýkur nú við kvikmyndagerðarnám í Frakklandi. Með þeim í för er tónlistarmaðurinn JóiPé, sem semur tónlistina fyrir þættina. Vöktu athygli á uppskeruhátíð Killian og Jónsi fara með aðalhlutverkin í þáttunum en þremenningarnir sáu saman um handrit, leikstjórn og framleiðslu. Árni, Jónsi og Killian leikstýrðu og framleiddu Krautz in Seltjarnarnes. Aðsend „Við sýndum fyrsta þáttinn á forsýningu á lokahófi fyrir vinnuna, og upp úr því sendum við pósta og fengum áhuga frá RÚV,“ segir Killian. Þá hafi um árslöng eftirvinnsla tekið við. Þættirnir eru þrír talsins og eru í svokölluðum háðsheimildamyndarstíl (e. mockumentary). Jónsi og Killian útskýra söguþráðinn í samtali við fréttastofu. „Þættirnir fjalla um Karl Krautz sem er þýskur ríkisstarfsmaður sem vinnur við að fara til borga og gera sjónvarpsþætti. Hann heldur að hann sé að fara til Honolulu en festist á Seltjarnarnesi. Með honum í för er fámælti aðstoðarmaðurinn Heinrich Milch.“ Jónsi (til vinstri) og Killian (til hægri) fara með aðalhlutverk í þáttunum. Krautz in Seltjarnarnes En hvaðan spratt hugmyndin? „Við höfum gaman að Þjóðverjum og hreimnum sem þeim fylgir. Okkur finnst líka gaman að gera þætti um heimabæinn okkar, Seltjarnarnes. Og sjá það með öðrum augum sem nýmættur maður með aðrar hugmyndir um lífið og heiminn.“ Snýst bara um að nenna Í Krautz in Seltjarnarnes eru nærri öll kennileiti bæjarins tekin fyrir, Gróttuviti, lyfjafræðisafnið, og Eiðistorg. Þá bregður nokkrum þekktum andlitum fyrir, þar á meðal Ara Eldjárn grínista og Gísla Erni Garðarssyni leikara og leikstjóra. Sem fyrr segir hafa Jónsi, Killian og Árni unnið hörðum höndum að gerð þáttanna án nokkurra framlaga annarra en launa frá Seltjarnarnesbæ í eitt sumar. Gísli Örn Garðarson fer með hlutverk í þáttunum. Krautz in Seltjarnarnes „Við höfum mikla ástríðu fyrir því málefni að ungt fólk fái að búa til efni og gefa það út. Og að það sé fjölbreytt, vandað og fyndið. Gott grín er ómetanlegt. Heil sería sem er ekki sketsar eða auglýsing eða TikTok. Við erum rosalega spenntir fyrir að endurvekja fjölbreytni í íslensku sjónvarpi. Og ekki að fá að gera það heldur að gera það. Drullast til að gera það, búa eitthvað til,“ segir Killian.
Seltjarnarnes Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Ríkisútvarpið Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Hárprúður Eiður heillar Lífið Fleiri fréttir Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira